Skylduáhorf fyrir netverja Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2010 07:00 Aðstandendur heimildarmyndarinnar Catfish mega vera ánægðir með myndina, sem sýnd er í Bíó Paradís um þessar mundir. Nordicphotos/Getty Bíó Catfish Leikstjóri: Nev Schulman og Henry Joost Sýnd á Haustbíóhátíð Græna ljóssins í Bíó Paradís Heimildarmyndin Catfish er með einhverjum óvæntasta söguþræði sem ég hef orðið vitni að í kvikmyndahúsi. Og raunar er saga aðalpersónunnar Nev Schulman lyginni líkust. Catfish ætti auðvitað að vera sýnd öllum þeim ungmennum sem vilja tengjast ókunnugu fólki á Facebook því á þessari ágætu samskiptasíðu getur fólk þóst vera eitthvað annað en það er. Það er eiginlega best að segja sem minnst um söguþráðinn heldur leyfa myndinni að koma áhorfendum á óvart. Catfish fer reyndar rólega af stað en hefur sig til flugs þegar aðalpersónan, New York-ljósmyndarinn Nev Schulman, uppgötvar að ekki er allt með felldu hjá nýja vininum hans á Facebook. Uppljóstrunin er einstök og á eftir að koma fólki í opna skjöldu. Niðurstaða: Catfish er óvæntur gleðigjafi þar sem Facebook og blekkingunni sem þar fær stundum að lifa eru gerð góð skil á mannlegan hátt. Mest lesið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Bíó Catfish Leikstjóri: Nev Schulman og Henry Joost Sýnd á Haustbíóhátíð Græna ljóssins í Bíó Paradís Heimildarmyndin Catfish er með einhverjum óvæntasta söguþræði sem ég hef orðið vitni að í kvikmyndahúsi. Og raunar er saga aðalpersónunnar Nev Schulman lyginni líkust. Catfish ætti auðvitað að vera sýnd öllum þeim ungmennum sem vilja tengjast ókunnugu fólki á Facebook því á þessari ágætu samskiptasíðu getur fólk þóst vera eitthvað annað en það er. Það er eiginlega best að segja sem minnst um söguþráðinn heldur leyfa myndinni að koma áhorfendum á óvart. Catfish fer reyndar rólega af stað en hefur sig til flugs þegar aðalpersónan, New York-ljósmyndarinn Nev Schulman, uppgötvar að ekki er allt með felldu hjá nýja vininum hans á Facebook. Uppljóstrunin er einstök og á eftir að koma fólki í opna skjöldu. Niðurstaða: Catfish er óvæntur gleðigjafi þar sem Facebook og blekkingunni sem þar fær stundum að lifa eru gerð góð skil á mannlegan hátt.
Mest lesið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira