Webber: Heimasigur væri kærkominn 25. mars 2010 14:41 Mark Webber var á fundi með blaðamönnum í Melbourne í dag og líst vel á mótshelgina á heimavelli. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber var meðal ökumanna á formlegum blaðamannafundi með keppendum. Hann er með bíl sem gæti náð toppsæti, en telur að árangur í tímatökum skipti höfuðmáli, en hann vann tvö mót í fyrra. "Það væri frábært að vinna á heimavelli og það er nokkuð sem alla ökumenn langar, en það eru ekki allir ökumenn með heimavöll. Ég er lánsamur hvað það varðar. Bíllinn er góður og við erum með gott tækifæri til að ná árangri, en það þarf allt að ganga upp. Bíllinn var góður í Barein, en mér mistókst í tímatökunni og það reyndist dýrkeypt. En bíllinn var frábær í keppninni og ég hlakka til þeirra móta sem eftir eru", sagði Webber. "Sjálfur er ég í góðu formi og tilbúinn í slaginn, ekki bara fyrir þessa helgi. Ég þarf ekki að hugsa um brotinn fótlegg eins og í fyrra og þarf bara að hugsa um að keyra hratt", sagði Webber, en hann fótbrotnaði nokkuð illa nokkrum mánuðum fyrir síðasta keppnistímabil. Hann ók með titanium pinna í öðru fæti allt tímabilið, en kveðst hafa náð sér af þeim meiðslum. Webber telur að sigra á heimavelli og í Mónakó sé toppurinn, hvað mögulega sigra í einstökum mótum varðar. "Ég hef séð landa minn Mick Doohan vinna mótorhjólakappakstur á Philip Island og að vinna mót í heimsmeistarakeppni í eigin garði ef svo má segja er sérstök upplifun fyrir íþrótamann eða íþróttakonu." Ferrari og Red Bull hefur verið spáð góðu gengi í Melbourne og Webber mun njóta stuðnings heimamanna í hvívetna, eins og gefur að skilja. En hvað augum lítur Webber liðsfélaga sinn, Vettel sem náði forystu í síðasta móti? "Vettel er augljóslega fljótur og hann hefur alltaf verið það. En það eru fleiri gaurar sem eru snöggir og jafnræði meðal liða. Ég held að margir muni berjast um sigur í mótum á langri vertíð." Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Ástralinn Mark Webber var meðal ökumanna á formlegum blaðamannafundi með keppendum. Hann er með bíl sem gæti náð toppsæti, en telur að árangur í tímatökum skipti höfuðmáli, en hann vann tvö mót í fyrra. "Það væri frábært að vinna á heimavelli og það er nokkuð sem alla ökumenn langar, en það eru ekki allir ökumenn með heimavöll. Ég er lánsamur hvað það varðar. Bíllinn er góður og við erum með gott tækifæri til að ná árangri, en það þarf allt að ganga upp. Bíllinn var góður í Barein, en mér mistókst í tímatökunni og það reyndist dýrkeypt. En bíllinn var frábær í keppninni og ég hlakka til þeirra móta sem eftir eru", sagði Webber. "Sjálfur er ég í góðu formi og tilbúinn í slaginn, ekki bara fyrir þessa helgi. Ég þarf ekki að hugsa um brotinn fótlegg eins og í fyrra og þarf bara að hugsa um að keyra hratt", sagði Webber, en hann fótbrotnaði nokkuð illa nokkrum mánuðum fyrir síðasta keppnistímabil. Hann ók með titanium pinna í öðru fæti allt tímabilið, en kveðst hafa náð sér af þeim meiðslum. Webber telur að sigra á heimavelli og í Mónakó sé toppurinn, hvað mögulega sigra í einstökum mótum varðar. "Ég hef séð landa minn Mick Doohan vinna mótorhjólakappakstur á Philip Island og að vinna mót í heimsmeistarakeppni í eigin garði ef svo má segja er sérstök upplifun fyrir íþrótamann eða íþróttakonu." Ferrari og Red Bull hefur verið spáð góðu gengi í Melbourne og Webber mun njóta stuðnings heimamanna í hvívetna, eins og gefur að skilja. En hvað augum lítur Webber liðsfélaga sinn, Vettel sem náði forystu í síðasta móti? "Vettel er augljóslega fljótur og hann hefur alltaf verið það. En það eru fleiri gaurar sem eru snöggir og jafnræði meðal liða. Ég held að margir muni berjast um sigur í mótum á langri vertíð."
Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira