Vettel ánægður eftir erfiða tímatöku 26. júní 2010 19:20 Fremstu menn á ráslínu, Webber, Vettel og Hamilton eftir tímatökuna í dag. Mynd: Getty IMages Sebastian Vettel tryggði Red Bull og sjálfum sér besta stað á ráslínu í kappakstrinum í Valencia sem verður á morgun. Mark Webber , félagi hans er annar á ráslínu og þetta er í fjórðs skipti á árinu sem þeir eru á fremstu rásröðinni. Lewis Hamilton vann tvö síðustu mót á McLaren og er þriðji á ráslínu, við hliðina á Fernando Alonso á Ferrari. „Þetta er gott að vera fremstur. Okkur gekk ekki of vel í síðustu tveimur mótum í tímatökum, þannig að útkoman er góð núna. Þess var ekki að vænta að brautin í Montreal og hér myndu henta okkur, þannig að það er gott að ná fremstu rásröðinni og staðan er góð", sagði Vettel í frétt á autosport.com. „Ég er ánægður með daginn, enda tímatakan erfið. Mér mistókst í fyrri tilraun minni í lokaumferðinni og vissi að ég yrði að láta allt ganga upp í seinni tilrauninni og það gekk upp." Red Bull er með nýjan búnað á bílnum sem hleypir auknu loftstreymi á afturvænginn gegnum ökumannsrýmið. Vettel sagðist vera að læra á búnaðinn sem er notaður á beinum köflum. „Það var gott að ná þessum árangri og þakka þannig aðstoðarmönnum fyrir mikla vinnu, þeir hafa sofið örfáa tíma...", sagði Vettel. Mótið í Valencia er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun og er í opinni dagskrá. Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sebastian Vettel tryggði Red Bull og sjálfum sér besta stað á ráslínu í kappakstrinum í Valencia sem verður á morgun. Mark Webber , félagi hans er annar á ráslínu og þetta er í fjórðs skipti á árinu sem þeir eru á fremstu rásröðinni. Lewis Hamilton vann tvö síðustu mót á McLaren og er þriðji á ráslínu, við hliðina á Fernando Alonso á Ferrari. „Þetta er gott að vera fremstur. Okkur gekk ekki of vel í síðustu tveimur mótum í tímatökum, þannig að útkoman er góð núna. Þess var ekki að vænta að brautin í Montreal og hér myndu henta okkur, þannig að það er gott að ná fremstu rásröðinni og staðan er góð", sagði Vettel í frétt á autosport.com. „Ég er ánægður með daginn, enda tímatakan erfið. Mér mistókst í fyrri tilraun minni í lokaumferðinni og vissi að ég yrði að láta allt ganga upp í seinni tilrauninni og það gekk upp." Red Bull er með nýjan búnað á bílnum sem hleypir auknu loftstreymi á afturvænginn gegnum ökumannsrýmið. Vettel sagðist vera að læra á búnaðinn sem er notaður á beinum köflum. „Það var gott að ná þessum árangri og þakka þannig aðstoðarmönnum fyrir mikla vinnu, þeir hafa sofið örfáa tíma...", sagði Vettel. Mótið í Valencia er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun og er í opinni dagskrá.
Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira