Regluverðir kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál Karen Kjartansdóttir skrifar 13. apríl 2010 19:37 Fjármálaráðuneytið hunsaði kvartanir regluvarða sem störfuðu innan bankanna. Þeir voru kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál. Regluverðir sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki til að ræða störf sín innan bankanna en sögðu skýrslu rannsóknarefndarinnar draga upp rétta mynd af upplifun sinni. Ísland bjó við lágmarks regluverk EES og setti engar reglur sem tóku tillit til smæðar samfélagsins. Ofurtrú var á eftirlitsleysi í bankakerfi og stjórnsýslu að mati siðfræðinefndar rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta kemur til að mynda fram í framkomu við regluverði innan bankanna en þeir hafa það hlutverk að gæta þess að farið sé að gildandi lögum og góðra starfshátta gætt. „Þetta var eins og að róa árabát á móti olíuskipi, því maður var svo einn og óstuddur og í rauninni var öll bankamenningin eins og andóf gegn því að stunda eðlilega viðskiptahætti," segir Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki og einn af höfundum siðfræðikafla rannsóknarskýrslunnar. Samlíkingin kemur frá einum af regluvörðunum sem vitnað er til í skýrslunni. Sá regluvörður greinir auk þess frá því að hann var kallaður á teppið fyrir óhlýðni þegar hann vildi fá tíma til að gaumgæfa mál. Annar segist hafa kvartað til Fjármálaeftilitsins vegna þess vinnulags sem regluverðir áttu að viðhafa. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar ekki brugðist við þeirri kvörtun. Þá lýsir enn annar því þannig að gantast sem starfið, eða eins og hann segir: „Það var svona djókað með þetta að sá sem væri síðastur í vinnuna fengi regluvörslutitilinn." „Í rauninni var boðskapurinn sá að það ætti frekar að treysta á sjálfseftirlit manna innan bankanna sem var í rauninni mjög óraunhæf hugmynd þar sem hér var svo lítt þroskuð bankamenning. Og mér finnst töluvert ótrúlegt að sjá þegar fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að þeir hafi einfaldlega treyst því að þarna væru heiðarlegir menn. Þeir hefðu haft svo mikilla hagsmuna sjálfir að gæta að ástunda heiðarlega og eðlilega viðskiptahætti en sú reyndist nú sannarlega ekki raunin," segir Vilhjálmur. Allir kvörtuðu regluverðirnir undan því við nefndina að þá hafi skort upplýsingar. Þannig hafi sumt sem komið hafi fram í kjölfar bankahrunsins hafi komið þeim verulega á óvart, ekki síst lánveitingar bankanna til hlutabréfakaupa starfsmanna í bönkunum. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hunsaði kvartanir regluvarða sem störfuðu innan bankanna. Þeir voru kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál. Regluverðir sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki til að ræða störf sín innan bankanna en sögðu skýrslu rannsóknarefndarinnar draga upp rétta mynd af upplifun sinni. Ísland bjó við lágmarks regluverk EES og setti engar reglur sem tóku tillit til smæðar samfélagsins. Ofurtrú var á eftirlitsleysi í bankakerfi og stjórnsýslu að mati siðfræðinefndar rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta kemur til að mynda fram í framkomu við regluverði innan bankanna en þeir hafa það hlutverk að gæta þess að farið sé að gildandi lögum og góðra starfshátta gætt. „Þetta var eins og að róa árabát á móti olíuskipi, því maður var svo einn og óstuddur og í rauninni var öll bankamenningin eins og andóf gegn því að stunda eðlilega viðskiptahætti," segir Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki og einn af höfundum siðfræðikafla rannsóknarskýrslunnar. Samlíkingin kemur frá einum af regluvörðunum sem vitnað er til í skýrslunni. Sá regluvörður greinir auk þess frá því að hann var kallaður á teppið fyrir óhlýðni þegar hann vildi fá tíma til að gaumgæfa mál. Annar segist hafa kvartað til Fjármálaeftilitsins vegna þess vinnulags sem regluverðir áttu að viðhafa. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar ekki brugðist við þeirri kvörtun. Þá lýsir enn annar því þannig að gantast sem starfið, eða eins og hann segir: „Það var svona djókað með þetta að sá sem væri síðastur í vinnuna fengi regluvörslutitilinn." „Í rauninni var boðskapurinn sá að það ætti frekar að treysta á sjálfseftirlit manna innan bankanna sem var í rauninni mjög óraunhæf hugmynd þar sem hér var svo lítt þroskuð bankamenning. Og mér finnst töluvert ótrúlegt að sjá þegar fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að þeir hafi einfaldlega treyst því að þarna væru heiðarlegir menn. Þeir hefðu haft svo mikilla hagsmuna sjálfir að gæta að ástunda heiðarlega og eðlilega viðskiptahætti en sú reyndist nú sannarlega ekki raunin," segir Vilhjálmur. Allir kvörtuðu regluverðirnir undan því við nefndina að þá hafi skort upplýsingar. Þannig hafi sumt sem komið hafi fram í kjölfar bankahrunsins hafi komið þeim verulega á óvart, ekki síst lánveitingar bankanna til hlutabréfakaupa starfsmanna í bönkunum.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira