Meira kínverskt takk Jónas Sen skrifar 20. desember 2010 06:00 Kínversk Norðurljós. Tónlist HH Kínversk norðurljós Xu Wen sópran ásamt Örnu Rún Atladóttur píanóleikara Kínversk þjóðlög heyrast ekki oft hér á landi. Geislaplata með sópransöngkonunni Xu Wen, sem hefur búið á hér á landi í rúm tuttugu ár, er því skemmtileg viðbót í tónlistarflóruna. Röddin er björt og hrein, og lögin eru sungin af tilfinningu og einlægni. Þetta er falleg tónlist, og það er synd að lögin eru aðeins fjögur. Xu Wen hefur ekki verið áberandi í tónlistarlífinu, a.m.k. ekki á Íslandi. Hún ætlar greinilega að bæta úr því og kynna hlustendum sem flestar hliðar á sjálfri sér. Ég held að það séu mistök. Geislaplatan inniheldur nokkurs konar bland-í-poka-dagskrá, þarna eru fimm grísk þjóðlög í útfærslu Maurice Ravels, nokkur lög eftir Sigvalda Kaldalóns og fáeinar aríur. Það er tónlist sem passar ekkert voðalega vel saman. Þetta er ekki bara hlaup og súkkulaði, heldur líka hákarl og harðfiskur. Ef hægt er að nota þá líkingu. Svona ósamstæð dagskrá gerir geislaplötuna í heild ekkert sérstaklega girnilega. Það er vaðið úr einu í annað. Xu Wen er samt prýðileg söngkona. En konseptið er ekki nógu skýrt. Hefði ekki verið meira spennandi að hafa eingöngu kínversk þjóðlög á plötunni? Eitthvað alveg einstætt í íslensku tónlistarlífi? Þannig plata myndi vekja mikla athygli. Niðurstaða: Xu Wen er flott söngkona en lagavalið á geislaplötunni er ósamstætt. Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist HH Kínversk norðurljós Xu Wen sópran ásamt Örnu Rún Atladóttur píanóleikara Kínversk þjóðlög heyrast ekki oft hér á landi. Geislaplata með sópransöngkonunni Xu Wen, sem hefur búið á hér á landi í rúm tuttugu ár, er því skemmtileg viðbót í tónlistarflóruna. Röddin er björt og hrein, og lögin eru sungin af tilfinningu og einlægni. Þetta er falleg tónlist, og það er synd að lögin eru aðeins fjögur. Xu Wen hefur ekki verið áberandi í tónlistarlífinu, a.m.k. ekki á Íslandi. Hún ætlar greinilega að bæta úr því og kynna hlustendum sem flestar hliðar á sjálfri sér. Ég held að það séu mistök. Geislaplatan inniheldur nokkurs konar bland-í-poka-dagskrá, þarna eru fimm grísk þjóðlög í útfærslu Maurice Ravels, nokkur lög eftir Sigvalda Kaldalóns og fáeinar aríur. Það er tónlist sem passar ekkert voðalega vel saman. Þetta er ekki bara hlaup og súkkulaði, heldur líka hákarl og harðfiskur. Ef hægt er að nota þá líkingu. Svona ósamstæð dagskrá gerir geislaplötuna í heild ekkert sérstaklega girnilega. Það er vaðið úr einu í annað. Xu Wen er samt prýðileg söngkona. En konseptið er ekki nógu skýrt. Hefði ekki verið meira spennandi að hafa eingöngu kínversk þjóðlög á plötunni? Eitthvað alveg einstætt í íslensku tónlistarlífi? Þannig plata myndi vekja mikla athygli. Niðurstaða: Xu Wen er flott söngkona en lagavalið á geislaplötunni er ósamstætt.
Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira