Schumacher spenntur fyrir Suzuka 4. október 2010 12:59 Michael Schumacher hefur unnið mótið á Suzuka sex sinnum, en er hér í hásæti á brautnni í Singapúr og liðsfélagi hans Nico Rosberg er í baksýn. Mynd: Getty Images Michael Schumacher er sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni í Japan, sem verður notuð um næstu helgi. Mótið er eitt af fjórum mótum í lokaslagnum um Formúlu 1 meistaratitilinn, þar sem fimm ökumenn keppa um titilinn. Schumacher á ekki möguleika á titlinum en hefur unnið oftast þeirra sem keppa. , Brautin í Suzuka er í uppáhaldi hjá honum og verður keppt á henni í 22 skipti. Brautin sem er 5.8 km löng er sú eina sem er áttulaga og er ekið yfir og undir brú. Schumacher hefur ekki keyrt á brautinni síðan 2006. "Suzuka bar alltaf ein af uppáhaldsbrautunum mínum, þar sem hún er stórkostleg á köflum. Það reynir mikið á tæknilegt innsæi og skapar vellíðan, þegar maður nær að raða beygjunum vel saman í akstri", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes. "Ég fer til Japan með góðar minningar í farteskinu, þar sem ég átti nokkur góð mót þar. Vonandi get ég bætt í safnið og hlakka til verkefnisins. Við munum reyna að ná okkar besta fram um helgina." Félagi Schumacher hjá Mercedes, Nico Rosberg hefur náð betri árangri á árinu og hann er hrifinn af brautinni. "Suzuka er frábær braut og að mínu mati er hún ein sú besta á árinu ásamt Spa brautinni. Fyrsta tímatökusvæðið er hápunktur brautarinnar og er krefjandi. Okkur hefur gengið þokkalega að ná árangri að undanförnu og vonumst til að halda því áfram í Japan", sagði Rosberg. Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Michael Schumacher er sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni í Japan, sem verður notuð um næstu helgi. Mótið er eitt af fjórum mótum í lokaslagnum um Formúlu 1 meistaratitilinn, þar sem fimm ökumenn keppa um titilinn. Schumacher á ekki möguleika á titlinum en hefur unnið oftast þeirra sem keppa. , Brautin í Suzuka er í uppáhaldi hjá honum og verður keppt á henni í 22 skipti. Brautin sem er 5.8 km löng er sú eina sem er áttulaga og er ekið yfir og undir brú. Schumacher hefur ekki keyrt á brautinni síðan 2006. "Suzuka bar alltaf ein af uppáhaldsbrautunum mínum, þar sem hún er stórkostleg á köflum. Það reynir mikið á tæknilegt innsæi og skapar vellíðan, þegar maður nær að raða beygjunum vel saman í akstri", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes. "Ég fer til Japan með góðar minningar í farteskinu, þar sem ég átti nokkur góð mót þar. Vonandi get ég bætt í safnið og hlakka til verkefnisins. Við munum reyna að ná okkar besta fram um helgina." Félagi Schumacher hjá Mercedes, Nico Rosberg hefur náð betri árangri á árinu og hann er hrifinn af brautinni. "Suzuka er frábær braut og að mínu mati er hún ein sú besta á árinu ásamt Spa brautinni. Fyrsta tímatökusvæðið er hápunktur brautarinnar og er krefjandi. Okkur hefur gengið þokkalega að ná árangri að undanförnu og vonumst til að halda því áfram í Japan", sagði Rosberg.
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira