Titilmöguleikar McLaren fara minnkandi 11. október 2010 14:51 Lewis Hamilton fékk far í forláta farkosti þegar ökumenn voru kynntir fyrir kappaksturinn í Japan í gær. Mynd: Getty Images Möguleikar McLaren ökumanna í Formúlu 1 á því að vinna meistaratitilinn í minnkuðu talsvert þegar keppinautar þeirra röðuðu sér í þrjú efstu sætin í kappakstrinum í Japan á sunnudag. Lewis Hamilton er í fjórða sæti í stigamótinu og Jenson Button í því fimmta. Þá er McLaren liðið í öðru sæti í stigamóti bílasmiða á eftir Red Bull sem vann tvöfaldan sigur á sunnudag. Red Bull er með 426 stig, en Mercedes 381 í keppni bílasmiða. Mark Webber er efstur í stigamóti ökumanna með 220 stig, en Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 206, en Hamilton er með 192 og Jenson Button 189. Martin Whitmarsh var spurður að því á autosport.com hvort McLaren væri að missa af lestinni hvað titlanna varðar. "Við verjum ekki tíma okkar í að hafa áhyggjur, heldur verjum við tíma okkar í að gera eitthvað í málunum. Við verðum að fullvissa okkur um að bíllinn sé traustur, verði betri og stefnum á að gera okkar besta í næstu mótum." Hamilton gekk ekki sérlega vel þessa mótshelgina. Hann klessti bíl sinn á föstudagsæfingum og gat því lítið prófað bílinn. Síðan fékk hann 5 sæta refsingu eftir tímatökuna, þar sem skipta þurfti um gírkassa í bíl hans. En gæfan var ekki með honum því þriðji gírinn bilaði í nýja gírkassanum í keppninni, en hann komst samt í endamark í fimmta sæti. Whitmarsh sagði að þrátt fyrir að eitthvað hefði bilað í gírkassa á ný, þá myndi Hamilton ekki fá refsingu fyrir næsta mót, ef skipta þarf um gírkassa. "Við munum leggja allt í sölurnar í þremur síðustu mótunum. Við hættum ekki fyrr en möguleikarnir eru ekki lengur til staðar", sagði Whitmarsh. Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Möguleikar McLaren ökumanna í Formúlu 1 á því að vinna meistaratitilinn í minnkuðu talsvert þegar keppinautar þeirra röðuðu sér í þrjú efstu sætin í kappakstrinum í Japan á sunnudag. Lewis Hamilton er í fjórða sæti í stigamótinu og Jenson Button í því fimmta. Þá er McLaren liðið í öðru sæti í stigamóti bílasmiða á eftir Red Bull sem vann tvöfaldan sigur á sunnudag. Red Bull er með 426 stig, en Mercedes 381 í keppni bílasmiða. Mark Webber er efstur í stigamóti ökumanna með 220 stig, en Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 206, en Hamilton er með 192 og Jenson Button 189. Martin Whitmarsh var spurður að því á autosport.com hvort McLaren væri að missa af lestinni hvað titlanna varðar. "Við verjum ekki tíma okkar í að hafa áhyggjur, heldur verjum við tíma okkar í að gera eitthvað í málunum. Við verðum að fullvissa okkur um að bíllinn sé traustur, verði betri og stefnum á að gera okkar besta í næstu mótum." Hamilton gekk ekki sérlega vel þessa mótshelgina. Hann klessti bíl sinn á föstudagsæfingum og gat því lítið prófað bílinn. Síðan fékk hann 5 sæta refsingu eftir tímatökuna, þar sem skipta þurfti um gírkassa í bíl hans. En gæfan var ekki með honum því þriðji gírinn bilaði í nýja gírkassanum í keppninni, en hann komst samt í endamark í fimmta sæti. Whitmarsh sagði að þrátt fyrir að eitthvað hefði bilað í gírkassa á ný, þá myndi Hamilton ekki fá refsingu fyrir næsta mót, ef skipta þarf um gírkassa. "Við munum leggja allt í sölurnar í þremur síðustu mótunum. Við hættum ekki fyrr en möguleikarnir eru ekki lengur til staðar", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira