NBA í nótt: Enn tapar Detroit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2010 11:00 Rodney Stuckey og Richard Hamilton í leiknum í nótt. Mynd/AP Detroit tapaði í nótt sínum tólfta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið tapaði fyrir Philadelphia, 104-94. Liðinu hefur ekki gengið verr síðan í apríl árið 1994 og var þjálfari liðsins, John Kuester, ekki ánægður með sína menn. „Það olli mér miklum vonbrigðum að sjá að menn virtust ekki leggja allt í þetta, sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði hann. „Við sýndum svo smá lit í seinni hálfleik en það var allt of seint." Allen Iverson gat ekki leikið með Philadelphia vegna meiðsla en hann lék um tíma með Detroit á síðasta tímabili. Philadelphia var strax með sextán stiga forystu, 26-10, eftir fyrsta leikhluta og bætti tíu stigum við þá forystu í öðrum leikhluta. Detroit náði svo aldrei að ógna forystu gestanna að ráði í síðari hálfleik. Elton Brand var stigahæstur hjá Philadelphia með 25 stig en þeir Andre Iguodala og Samuel Dalembert komu næstir með sextán stig hvor. Ben Gordon skoraði 20 stig fyrir Detroit og Carlos Villanueva nítján. Byrjunarliðsmennirnir skoruðu ekki nema 34 stig fyrir liðið allan leikinn. Orlando vann Atlanta, 113-81, þar sem JJ Redick skoraði sautján stig í fjarveru Vince Carter. Oklahoma City vann Indiana, 108-102. Kevin Durant skoraði 40 stig fyrir Oklahoma City sem vann sinn sjöunda sigur í síðustu níu leikjum. Charlotte vann Memphis, 89-87. Gerald Wallace tryggði sínum mönnum sigurinn í blálokinn er hann blakaði boltanum í körfuna efti rað Raymond Felton hafði reynt skot að körfunni. Chicago vann Minnesota, 110-96. Joakim Noah skoraði 20 stig og tók níu fráköst og þá var Kirk Hinrich með 20 stig og sjö stoðsendingar fyrir Chicago. Utah vann Dallas, 111-93. Deron Williams skoraði 20 stig og gaf níu stoðsendingar fyrir Utah og þá var Carlos Boozer með fimmtán stig. Houston vann New York, 105-96. Luis Scola skoraði 23 stig og Aaron Brooks 20. Sacramento vann Denver, 102-100, þar sem Tyreke Evans skoraði sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru til leiksloka. Hann skoraði alls 27 stig í leiknum. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Detroit tapaði í nótt sínum tólfta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið tapaði fyrir Philadelphia, 104-94. Liðinu hefur ekki gengið verr síðan í apríl árið 1994 og var þjálfari liðsins, John Kuester, ekki ánægður með sína menn. „Það olli mér miklum vonbrigðum að sjá að menn virtust ekki leggja allt í þetta, sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði hann. „Við sýndum svo smá lit í seinni hálfleik en það var allt of seint." Allen Iverson gat ekki leikið með Philadelphia vegna meiðsla en hann lék um tíma með Detroit á síðasta tímabili. Philadelphia var strax með sextán stiga forystu, 26-10, eftir fyrsta leikhluta og bætti tíu stigum við þá forystu í öðrum leikhluta. Detroit náði svo aldrei að ógna forystu gestanna að ráði í síðari hálfleik. Elton Brand var stigahæstur hjá Philadelphia með 25 stig en þeir Andre Iguodala og Samuel Dalembert komu næstir með sextán stig hvor. Ben Gordon skoraði 20 stig fyrir Detroit og Carlos Villanueva nítján. Byrjunarliðsmennirnir skoruðu ekki nema 34 stig fyrir liðið allan leikinn. Orlando vann Atlanta, 113-81, þar sem JJ Redick skoraði sautján stig í fjarveru Vince Carter. Oklahoma City vann Indiana, 108-102. Kevin Durant skoraði 40 stig fyrir Oklahoma City sem vann sinn sjöunda sigur í síðustu níu leikjum. Charlotte vann Memphis, 89-87. Gerald Wallace tryggði sínum mönnum sigurinn í blálokinn er hann blakaði boltanum í körfuna efti rað Raymond Felton hafði reynt skot að körfunni. Chicago vann Minnesota, 110-96. Joakim Noah skoraði 20 stig og tók níu fráköst og þá var Kirk Hinrich með 20 stig og sjö stoðsendingar fyrir Chicago. Utah vann Dallas, 111-93. Deron Williams skoraði 20 stig og gaf níu stoðsendingar fyrir Utah og þá var Carlos Boozer með fimmtán stig. Houston vann New York, 105-96. Luis Scola skoraði 23 stig og Aaron Brooks 20. Sacramento vann Denver, 102-100, þar sem Tyreke Evans skoraði sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru til leiksloka. Hann skoraði alls 27 stig í leiknum.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Sjá meira