Button: Allt galopið í titilslagnum 5. október 2010 17:16 Jenson Button kann vel við sig í Japan. Mynd: Getty Images Breski meistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, en keppt verður á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Brautin er í uppáhaldi meðal margra ökumanna og er eina áttulagaða brautin á keppnistímabilinu. "Ég hef varið svo miklum hluta af mínum Formúlu 1 ferli í Japan að ég lít nánast á þetta sem annan heimavöll minn. Tokyo er ein af bestu borgum heims og spennandi staður að uppgötva og skoða. Suzuka er fullkominn vettvangur fyrir japanska kappaksturinn, ein af betri brautum heims og verðugt verkefni fyrir hvaða kappakstursökumann sem er", sagði Button í frétt á f1.com. "Ég elska að upplifa Suzuka ævintýrið, ferðalagið þangað, skemmtigarðinn á leið á þjónustusvæði liðanna og ótrúlega trausta og vinalega japanska áhorfendur. Þeir eru mér hvatning og allt andrúmsloftið er alltaf þrungið spennu, af því mótið ræður alltaf miklu í titilslagnum." "Ég hef náð hagstæðum úrslitum á Suzuka, en hef þó aldrei unnið í Japan. Ég tel brautina henta mínum akstursstíl og málið snýst um að tapa sem minnstum hraða í beygjunum með því að aka af mýkt og nákvæmni. Ef maður gerir mistök, þá tekur tíma að ná taktinum aftur, brautin refsar." Button er neðstur þeirra fimm ökumanna sem er að keppa um titilinn. Hann er með 177 stig, en Mark Webber er efstur með 202. "Ég tel að meistaramótið sé galopið. Það má engin mistök gera og allir fimm efstu ökumennirnir geta stolið titlinum. Ég kann að vera í verri stöðu hvað stigin varðar, en ég get orðið meistari. Ég er jafn staðráðinn og áður að halda rásnúmeri eitt á mínum bíl 2011." Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Breski meistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, en keppt verður á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Brautin er í uppáhaldi meðal margra ökumanna og er eina áttulagaða brautin á keppnistímabilinu. "Ég hef varið svo miklum hluta af mínum Formúlu 1 ferli í Japan að ég lít nánast á þetta sem annan heimavöll minn. Tokyo er ein af bestu borgum heims og spennandi staður að uppgötva og skoða. Suzuka er fullkominn vettvangur fyrir japanska kappaksturinn, ein af betri brautum heims og verðugt verkefni fyrir hvaða kappakstursökumann sem er", sagði Button í frétt á f1.com. "Ég elska að upplifa Suzuka ævintýrið, ferðalagið þangað, skemmtigarðinn á leið á þjónustusvæði liðanna og ótrúlega trausta og vinalega japanska áhorfendur. Þeir eru mér hvatning og allt andrúmsloftið er alltaf þrungið spennu, af því mótið ræður alltaf miklu í titilslagnum." "Ég hef náð hagstæðum úrslitum á Suzuka, en hef þó aldrei unnið í Japan. Ég tel brautina henta mínum akstursstíl og málið snýst um að tapa sem minnstum hraða í beygjunum með því að aka af mýkt og nákvæmni. Ef maður gerir mistök, þá tekur tíma að ná taktinum aftur, brautin refsar." Button er neðstur þeirra fimm ökumanna sem er að keppa um titilinn. Hann er með 177 stig, en Mark Webber er efstur með 202. "Ég tel að meistaramótið sé galopið. Það má engin mistök gera og allir fimm efstu ökumennirnir geta stolið titlinum. Ég kann að vera í verri stöðu hvað stigin varðar, en ég get orðið meistari. Ég er jafn staðráðinn og áður að halda rásnúmeri eitt á mínum bíl 2011."
Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira