Umfjöllun: Keflvíkingar frestuðu bæjarhátíð í Hólminum Elvar Geir Magnússon í Stykkishólmi skrifar 26. apríl 2010 20:51 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Daníel Keflavík knúði fram oddaleik gegn Snæfelli í úrslitum Iceland Express-deildarinnar í kvöld með frábærum útisigri í Stykkishólmi, 82-73. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku en þrír leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn vegna höfuðáverka og aðeins einn snéri aftur til leiks. Heimamenn í Snæfelli komu gríðarlega ákveðnir til leiks, staðráðnir í að landa titlinum fyrir framan troðfullt Fjárhúsið. Þeir komust snemma átta stigum yfir, 10-2, leiddir áfram af fyirliðanum, Hlyni Bæringssyni og leikstjórnandanum, Jeb Ivey. Keflvíkingar voru samt ekkert á þeim buxunum að leggjast undir heimamenn og leyfa þeim að komast í væna forystu eins og síðustu tveimur leikjum. Þeir söxuðu strax á forskotið en voru þó undir þegar fyrsta leikhluta var lokið, 19-12. Annar leikhluti var eign Keflvíkinga sem þeir unnu með þrettán stiga mun. Þeir voru því yfir í hálfleik, 40-34. Í öðrum leikhluta fór einnig að færast mikil harka í leikinn en Jón Norðdal Hafsteinsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið olnboga Jóns Ólafs í andlitið. Keflvíkingar, ólíkt Snæfelli í þessum leik, voru að fá framlag frá mörgum leikmönnum en nánast allt byrjunarlið þeirra skilaði flottum tölum í leiknum. Urule og Sigurður Þorsteinsson voru skæðir undir körfunni sem og Hörður Axel og Nick Bradford fyrir utan. Hörður Axel lenti snemma í villuvandræðum en hann var kominn með fjórar villur fyrir lok þriðja leikhluta. Það var morgunljóst að hann ætlaði ekki að tapa leiknum en í baráttunni blóðgaði hann bæði Sigurð Þorvaldsson og Emil Jóhannsson. Þeir þurftu að yfirgefa völlinn til að láta binda um höfuð sitt, Sigurður snéri aftur í leikinn en Emil kom ekki meira við sögu. Snæfellingar minnkuðu muninn fyrir lokafjórðunginn, staðan 60-57 gestunum í vil og spennan að gera út af við marga stuðningsmenn Snæfells. Þeir studdu dyggilega við bakið á liði sínu og þegar Hlynur Bæringsson setti niður gífurlega erfitt skot í byrjun lokafjórðungsins og fékk víti að auki virtist sem svo að stígandinn væri Snæfells-meginn. En það er eitt sem bannað er að gera. Það er að afskrifa Keflavík. Urule Igbavboa fór á kostum undir körfunni í lokafjórðungnum sem og Keflvíkinga spiluðu fanta varnarleik. Þegar Nick Bradford setti síðan niður þrist þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum var nokkuð ljóst í hvað stefndi, staðan þá orðin 78-70. Eftir það var ekki aftur snúið. Snæfell skoraði aðeins þrjú stig til viðbótar og kláraði Hörður Axel Vilhjálmsson leikinn með glæsilegri ,,alley-hoop"-körfu, lokatölur 82-73. Eins og áður segir átti Urule Igbavboa stórleik í liði Keflavíkur, skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Þá skoraði Sigurður Þorsteinsson 18 og tók 5 fráköst. Hjá Snæfelli var Jeb Ivey atkvæðamestur með 22 stig og 7 stoðsendingar en Hlynur skoraði 20 og tók 9 fráköst. Aðrir mikilvægir leikmenn á borð við Martin Berkis og Sigurður Þorvaldsson voru kaldir sem ís í leiknum. Oddaleikur liðanna verður í Keflavík á fimmtudaginn en eins og gefur að skilja verður það hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Körfubolta árið 2010. Snæfell - Keflavík 73-82 Stig Snæfells: Jeb Ivey 22 (7 stoðs.), Hlynur Bæringsson 20 (9 fráköst), Jón Ólafur Jónsson 10, Sigurður Þorvaldsson 9, Emil Jóhannsson 5, Pálmi Sigurgeirsson 4, Martin Berkis 3. Stig Keflavíkur: Urule Igbavboa 20 (11 fráköst), Sigurður Þorsteinsson 18, Nick Bradford 15, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Sverrir Sverrisson 6, Jón Norðdal 2. Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Sjá meira
Keflavík knúði fram oddaleik gegn Snæfelli í úrslitum Iceland Express-deildarinnar í kvöld með frábærum útisigri í Stykkishólmi, 82-73. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku en þrír leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn vegna höfuðáverka og aðeins einn snéri aftur til leiks. Heimamenn í Snæfelli komu gríðarlega ákveðnir til leiks, staðráðnir í að landa titlinum fyrir framan troðfullt Fjárhúsið. Þeir komust snemma átta stigum yfir, 10-2, leiddir áfram af fyirliðanum, Hlyni Bæringssyni og leikstjórnandanum, Jeb Ivey. Keflvíkingar voru samt ekkert á þeim buxunum að leggjast undir heimamenn og leyfa þeim að komast í væna forystu eins og síðustu tveimur leikjum. Þeir söxuðu strax á forskotið en voru þó undir þegar fyrsta leikhluta var lokið, 19-12. Annar leikhluti var eign Keflvíkinga sem þeir unnu með þrettán stiga mun. Þeir voru því yfir í hálfleik, 40-34. Í öðrum leikhluta fór einnig að færast mikil harka í leikinn en Jón Norðdal Hafsteinsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið olnboga Jóns Ólafs í andlitið. Keflvíkingar, ólíkt Snæfelli í þessum leik, voru að fá framlag frá mörgum leikmönnum en nánast allt byrjunarlið þeirra skilaði flottum tölum í leiknum. Urule og Sigurður Þorsteinsson voru skæðir undir körfunni sem og Hörður Axel og Nick Bradford fyrir utan. Hörður Axel lenti snemma í villuvandræðum en hann var kominn með fjórar villur fyrir lok þriðja leikhluta. Það var morgunljóst að hann ætlaði ekki að tapa leiknum en í baráttunni blóðgaði hann bæði Sigurð Þorvaldsson og Emil Jóhannsson. Þeir þurftu að yfirgefa völlinn til að láta binda um höfuð sitt, Sigurður snéri aftur í leikinn en Emil kom ekki meira við sögu. Snæfellingar minnkuðu muninn fyrir lokafjórðunginn, staðan 60-57 gestunum í vil og spennan að gera út af við marga stuðningsmenn Snæfells. Þeir studdu dyggilega við bakið á liði sínu og þegar Hlynur Bæringsson setti niður gífurlega erfitt skot í byrjun lokafjórðungsins og fékk víti að auki virtist sem svo að stígandinn væri Snæfells-meginn. En það er eitt sem bannað er að gera. Það er að afskrifa Keflavík. Urule Igbavboa fór á kostum undir körfunni í lokafjórðungnum sem og Keflvíkinga spiluðu fanta varnarleik. Þegar Nick Bradford setti síðan niður þrist þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum var nokkuð ljóst í hvað stefndi, staðan þá orðin 78-70. Eftir það var ekki aftur snúið. Snæfell skoraði aðeins þrjú stig til viðbótar og kláraði Hörður Axel Vilhjálmsson leikinn með glæsilegri ,,alley-hoop"-körfu, lokatölur 82-73. Eins og áður segir átti Urule Igbavboa stórleik í liði Keflavíkur, skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Þá skoraði Sigurður Þorsteinsson 18 og tók 5 fráköst. Hjá Snæfelli var Jeb Ivey atkvæðamestur með 22 stig og 7 stoðsendingar en Hlynur skoraði 20 og tók 9 fráköst. Aðrir mikilvægir leikmenn á borð við Martin Berkis og Sigurður Þorvaldsson voru kaldir sem ís í leiknum. Oddaleikur liðanna verður í Keflavík á fimmtudaginn en eins og gefur að skilja verður það hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Körfubolta árið 2010. Snæfell - Keflavík 73-82 Stig Snæfells: Jeb Ivey 22 (7 stoðs.), Hlynur Bæringsson 20 (9 fráköst), Jón Ólafur Jónsson 10, Sigurður Þorvaldsson 9, Emil Jóhannsson 5, Pálmi Sigurgeirsson 4, Martin Berkis 3. Stig Keflavíkur: Urule Igbavboa 20 (11 fráköst), Sigurður Þorsteinsson 18, Nick Bradford 15, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Sverrir Sverrisson 6, Jón Norðdal 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Sjá meira