Grindavík taplaust með Guðlaug í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Guðlaugur Eyjólfsson. Mikilvægi Guðlaugs Eyjólfssonar fyrir Grindavíkurliðið fer ekki á milli mála þegar tölfræði Iceland Express deildar karla er skoðuð því enginn leikmaður deildarinnar kemur betur út í plús og mínus tölfræðinni þegar sjö umferðir eru búnar. Plús og mínus er nýjasta tölfræðin hjá Körfuknattleikssambandinu en hún sýnir hvernig leikurinn fer þegar viðkomandi leikmaður er inni á vellinum, „Hann var ekki alveg hundrað prósent viss hvort hann yrði með okkur en ætli það hafi ekki líka verið af því að hann nennti ekki að æfa í sumar,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, í léttum tón og bætir við: „Ég lagði ríka áherslu á að fá hann til að vera með okkur. Mér fannst hann vera einn af þessum mikilvægum hlekkjum í liðinu. Hann er baneitraður og það má ekki skilja hann eftir fyrir utan. Hann hjálpar okkur mikið,“ segir Helgi Jónas. Grindvíkingar eru búnir að vinna alla leikina sem Guðlaugur hefur spilað en töpuðu með 8 stigum þegar þeir léku án hans á móti Snæfelli í Hólminum. Það er kannski enn merkilegra að Grindavíkurliðið er búið að vinna þær mínútur sem Guðlaugur hefur spilað í leikjunum með 13 stigum eða meira. Þetta kemur síðan allt saman í þeirri tölfræði að Grindavík hefur unnið þær 155 mínútur sem Guðlaugur hefur spilað með 109 stigum en tapað með 26 stigum þær 125 mínútur sem hann hefur ekki verið inni á vellinum. Helgi Jónas segist hafa sett meiri ábyrgð á Guðlaug. „Palli [Páll Axel Vilbergsson] hefur haft mikla ábyrgð undanfarin ár en ég færði meiri ábyrgð yfir á Gulla fyrir þetta tímabil með því að hann er orðinn fyrirliði. Hann hefur aukna ábyrgð núna sem hann hafði ekki síðustu ár. Hann var þá meira að fljóta með,“ segir Helgi Jónas, sem telur að breytt leikkerfi liðsins gefi Guðlaugi líka tækifæri til þess að njóta sín. „Liðið hefur verið að spila þessa þríhyrningssókn í einhvern tíma en ég henti henni alveg út og við spilum meira uppsett atriði. Svo erum við líka með kerfi fyrir skotmennina okkar og það gæti líka verið að hjálpa til. Hann er sniðugur í að lesa hindranir og koma sér í opna stöðu,“ segir Helgi Jónas. Guðlaugur er með 11,3 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali á 25,5 mínútum og hefur hitt úr 47 prósentum þriggja stiga skota sinna og öllum átta vítunum. Helgi Jónas fór í búning á dögunum og spilaði en það var einungis vegna þess að liðið lék þá bæði án Kana og Guðlaugs. „Þetta var bara vitleysa og ef Gulli hefði verið með hefði ég ekki klætt mig í búning. Fyrst hann var ekki með ákvað ég að vera varaskeifa í þessum leik,“ segir Helgi, sem er ákveðinn í að halda sig bara við þjálfunina það sem eftir er vetrar. Dominos-deild karla Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Mikilvægi Guðlaugs Eyjólfssonar fyrir Grindavíkurliðið fer ekki á milli mála þegar tölfræði Iceland Express deildar karla er skoðuð því enginn leikmaður deildarinnar kemur betur út í plús og mínus tölfræðinni þegar sjö umferðir eru búnar. Plús og mínus er nýjasta tölfræðin hjá Körfuknattleikssambandinu en hún sýnir hvernig leikurinn fer þegar viðkomandi leikmaður er inni á vellinum, „Hann var ekki alveg hundrað prósent viss hvort hann yrði með okkur en ætli það hafi ekki líka verið af því að hann nennti ekki að æfa í sumar,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, í léttum tón og bætir við: „Ég lagði ríka áherslu á að fá hann til að vera með okkur. Mér fannst hann vera einn af þessum mikilvægum hlekkjum í liðinu. Hann er baneitraður og það má ekki skilja hann eftir fyrir utan. Hann hjálpar okkur mikið,“ segir Helgi Jónas. Grindvíkingar eru búnir að vinna alla leikina sem Guðlaugur hefur spilað en töpuðu með 8 stigum þegar þeir léku án hans á móti Snæfelli í Hólminum. Það er kannski enn merkilegra að Grindavíkurliðið er búið að vinna þær mínútur sem Guðlaugur hefur spilað í leikjunum með 13 stigum eða meira. Þetta kemur síðan allt saman í þeirri tölfræði að Grindavík hefur unnið þær 155 mínútur sem Guðlaugur hefur spilað með 109 stigum en tapað með 26 stigum þær 125 mínútur sem hann hefur ekki verið inni á vellinum. Helgi Jónas segist hafa sett meiri ábyrgð á Guðlaug. „Palli [Páll Axel Vilbergsson] hefur haft mikla ábyrgð undanfarin ár en ég færði meiri ábyrgð yfir á Gulla fyrir þetta tímabil með því að hann er orðinn fyrirliði. Hann hefur aukna ábyrgð núna sem hann hafði ekki síðustu ár. Hann var þá meira að fljóta með,“ segir Helgi Jónas, sem telur að breytt leikkerfi liðsins gefi Guðlaugi líka tækifæri til þess að njóta sín. „Liðið hefur verið að spila þessa þríhyrningssókn í einhvern tíma en ég henti henni alveg út og við spilum meira uppsett atriði. Svo erum við líka með kerfi fyrir skotmennina okkar og það gæti líka verið að hjálpa til. Hann er sniðugur í að lesa hindranir og koma sér í opna stöðu,“ segir Helgi Jónas. Guðlaugur er með 11,3 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali á 25,5 mínútum og hefur hitt úr 47 prósentum þriggja stiga skota sinna og öllum átta vítunum. Helgi Jónas fór í búning á dögunum og spilaði en það var einungis vegna þess að liðið lék þá bæði án Kana og Guðlaugs. „Þetta var bara vitleysa og ef Gulli hefði verið með hefði ég ekki klætt mig í búning. Fyrst hann var ekki með ákvað ég að vera varaskeifa í þessum leik,“ segir Helgi, sem er ákveðinn í að halda sig bara við þjálfunina það sem eftir er vetrar.
Dominos-deild karla Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins