Mourinho: Leikbann UEFA er verðlaun en ekki refsing Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2010 18:00 Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid. Mynd/Nordic Photos/Getty Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, tjáði sig í dag í fyrsta sinn um leikbannið sem UEFA dæmdi hann í fyrir að skipa tveimur leikmönnum sínum að sækja sér viljandi rauð spjöld í Meistaradeildarleik á móti Ajax á dögunum. „Ég lít á þessa refsingu eins og hvern annan verðlaunapening. Ég ætla ekki að breyta neinu hjá mér. Langamma mín dó fyrir löngu síðan en ég man enn hvað hún sagði mér; Ef að aðrir eru öfundssjúkir út í þig þá ætti þú að vera ánægður," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi. Xabi Alonso og Sergio Ramos fengu báðir sitt annað gula spjald fyrir að tefja leikinn á skrautlegan hátt og strax daginn eftir birtustu myndir af því hvernig Jose Mourinho kom skilaboðum til þeirra í gegnum Jerzy Dudek og Iker Casillas. Með því að ná í sitt annað gula spjald í leiknum fóru Alonso og Ramos í leikbann í lokaleik riðilsins, sem skiptir engu máli, en þeir mæta þess í stað með hreinan skjöld inn í sextán liða úrslitin.Jose Mourinho er sér á báti.Mynd/Nordic Photos/Getty„Ég er ánægður með að það er ein sérstök regla fyrir Jose Mourinho og síðan önnur regla fyrir hina þjálfarana. Þetta er söguleg refsing að mínu mati og ég hef orð langömmu í huga og líta á þetta sem verðlaun en ekki refsingu," sagði Mourinho. Mourinho tekur út eins leiks bann strax en er síðan á skilorði varðandi seinni leikinn. Hann fékk einnig háa sekt líkt og allir leikmennirnir sem komu að málinu. „Ég má ekki yfirgefa mitt tæknilega svæði en aðrir fá að gera það. Ég má ekki taka upp boltann þegar mótherji á hann en aðrir mega gera það. Ég má ekki tala við fjórða dómarann en aðrir mega gera það. Þetta eru líka verðlaun í mínum huga og ég hef engar áhyggjur af þessu," sagði Mourinho og það verður seint of oft sagt að það finnst enginn annar þjálfari eins og hann í heiminum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Sjá meira
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, tjáði sig í dag í fyrsta sinn um leikbannið sem UEFA dæmdi hann í fyrir að skipa tveimur leikmönnum sínum að sækja sér viljandi rauð spjöld í Meistaradeildarleik á móti Ajax á dögunum. „Ég lít á þessa refsingu eins og hvern annan verðlaunapening. Ég ætla ekki að breyta neinu hjá mér. Langamma mín dó fyrir löngu síðan en ég man enn hvað hún sagði mér; Ef að aðrir eru öfundssjúkir út í þig þá ætti þú að vera ánægður," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi. Xabi Alonso og Sergio Ramos fengu báðir sitt annað gula spjald fyrir að tefja leikinn á skrautlegan hátt og strax daginn eftir birtustu myndir af því hvernig Jose Mourinho kom skilaboðum til þeirra í gegnum Jerzy Dudek og Iker Casillas. Með því að ná í sitt annað gula spjald í leiknum fóru Alonso og Ramos í leikbann í lokaleik riðilsins, sem skiptir engu máli, en þeir mæta þess í stað með hreinan skjöld inn í sextán liða úrslitin.Jose Mourinho er sér á báti.Mynd/Nordic Photos/Getty„Ég er ánægður með að það er ein sérstök regla fyrir Jose Mourinho og síðan önnur regla fyrir hina þjálfarana. Þetta er söguleg refsing að mínu mati og ég hef orð langömmu í huga og líta á þetta sem verðlaun en ekki refsingu," sagði Mourinho. Mourinho tekur út eins leiks bann strax en er síðan á skilorði varðandi seinni leikinn. Hann fékk einnig háa sekt líkt og allir leikmennirnir sem komu að málinu. „Ég má ekki yfirgefa mitt tæknilega svæði en aðrir fá að gera það. Ég má ekki taka upp boltann þegar mótherji á hann en aðrir mega gera það. Ég má ekki tala við fjórða dómarann en aðrir mega gera það. Þetta eru líka verðlaun í mínum huga og ég hef engar áhyggjur af þessu," sagði Mourinho og það verður seint of oft sagt að það finnst enginn annar þjálfari eins og hann í heiminum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Sjá meira