Ekki hyglað að Vettel hjá Red Bull 8. júní 2010 12:02 Sebastian Vettel ræðir við fréttamenn eftir skellinn í Tyrklandi. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel segir að hann fái ekkert umfram Mark Webber, hvorki varðandi búnað né leikplan í mótum hjá Red Bull liðinu. Báðir fái jafna möguleika á því að vinna mót. BBC spurði Vettel um þetta atriði eftir mikla umræðum um frammistöðu hans og Mark Webber í Tyrklandi á dögunum. Þá reyndi Vettel framúrakstur þegar Webber var í fyrsta sæti. "Hvorki ég né Webber erum ökumaður númer eitt hjá liðinu. Við förum í keppni til að finna út hvor er betri og þannig á það að vera. Við fáum jafna möguleika", sagði Vettel í samtali við BBC, en frétt um málið er á autosport.com. Vettel kvaðst ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en er ekkert kappaksfullur að sanna stöðu sína í Kanada um næstu helgi. "Það mátti sjá að ég var ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en núna horfum við fram veginn. Ég þarf ekkert sérstaklega að sanna mig í Kanada. Við stöndum okkur vel á laugardögum og þurfum að bæta stöðuna á sunnudögum. Við munum reyna að ná hámarksárangri á góðum bíl." Vettel viðurkenndi að hafa beygt til hægri inn í hlið Webbers þegar hann reyndi framúraksturinn á Webber og það er í fyrsta skipti sem hann viðurkennir það atriði. "Þetta gerðist hratt. Ég var kominn framúr og reyndi að beygja í rólegheitum til hægri. Ég var kominn í forystu, en forystubíllinn ræður yfirleitt ferðinni. En við skullum skyndilega saman og þetta var búið." Aðspurður um hvor hann myndi keyra á sama hátt, ef sama staða kæmi upp á ný sagði Vettel; "Maður gerir það sem manni finnst rétt á hverjum tíma. Hver sem útkoman er, þá er maður alltaf að læra eitthvað." Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sebastian Vettel segir að hann fái ekkert umfram Mark Webber, hvorki varðandi búnað né leikplan í mótum hjá Red Bull liðinu. Báðir fái jafna möguleika á því að vinna mót. BBC spurði Vettel um þetta atriði eftir mikla umræðum um frammistöðu hans og Mark Webber í Tyrklandi á dögunum. Þá reyndi Vettel framúrakstur þegar Webber var í fyrsta sæti. "Hvorki ég né Webber erum ökumaður númer eitt hjá liðinu. Við förum í keppni til að finna út hvor er betri og þannig á það að vera. Við fáum jafna möguleika", sagði Vettel í samtali við BBC, en frétt um málið er á autosport.com. Vettel kvaðst ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en er ekkert kappaksfullur að sanna stöðu sína í Kanada um næstu helgi. "Það mátti sjá að ég var ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en núna horfum við fram veginn. Ég þarf ekkert sérstaklega að sanna mig í Kanada. Við stöndum okkur vel á laugardögum og þurfum að bæta stöðuna á sunnudögum. Við munum reyna að ná hámarksárangri á góðum bíl." Vettel viðurkenndi að hafa beygt til hægri inn í hlið Webbers þegar hann reyndi framúraksturinn á Webber og það er í fyrsta skipti sem hann viðurkennir það atriði. "Þetta gerðist hratt. Ég var kominn framúr og reyndi að beygja í rólegheitum til hægri. Ég var kominn í forystu, en forystubíllinn ræður yfirleitt ferðinni. En við skullum skyndilega saman og þetta var búið." Aðspurður um hvor hann myndi keyra á sama hátt, ef sama staða kæmi upp á ný sagði Vettel; "Maður gerir það sem manni finnst rétt á hverjum tíma. Hver sem útkoman er, þá er maður alltaf að læra eitthvað."
Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira