Fórnar öllu fyrir draumastarfið í Bandaríkjunum 29. september 2010 09:00 New york! New York! Líney heldur til New York í lok vikunnar og hefur störf á mánudaginn hjá einu stærsta almannatengslafyrirtæki heims. „Ég er búin að skrifa undir tveggja ára samning. Ég flýg svo út á sunnudaginn og byrja á mánudaginn,“ segir markaðssérfræðingurinn Líney Inga Arnórsdóttir. Líney, sem varð 25 ára gömul í júní, hefur þegið starfstilboð hjá Ketchum, sem er eitt stærsta almannatengslafyrirtæki heims. Allt benti til þess að hertar innflytjendareglur í Bandaríkjunum myndu hindra að hún gæti þegið starfið, en yfirmönnum fyrirtækisins tókst að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að enginn væri hæfari í starfið. „Það gekk upp í þetta skipti. Þeir buðu mér yfirmannsstarf þannig að ég fæ sérstakt landvistarleyfi,“ segir Líney. „Ég er mjög góð í tölfræði, þó að það hljómi fáránlega. Þannig að þeir sögðu að ég væri einhvers konar tölfræðisnillingur.“ Líney starfaði í sumar við skipulagningu You Are in Control-tónlistarráðstefnunnar sem fer fram í Reykjavík um helgina. Hún heldur svo á vit ævintýranna í New York að henni lokinni. Hún útskrifaðist á síðasta ári frá Miami-háskóla í Bandaríkjunum með hæstu einkunn á MA-prófi í almannatengslum. Líney og átta aðrir útskriftarnemar voru valdir úr hópi 700 umsækjenda í starfsnám hjá Ketchum og að því loknu var henni einni boðið áframhaldandi starf. „Ég lít á þetta sem fjárfestingu í starfsferli mínum,“ segir Líney. „Þetta verður ógeðslega erfitt. Þetta er eitt stærsta almannatengsla-fyrirtæki heims og það eru mörg hundruð manns að keppa um hverja stöðu. Ég þurfti að fórna öllu til að fá stöðuna.“ Líney er ekki að ýkja enda eru viðskiptavinir fyrirtækisins risar á borð við Kodak, FedEx, IKEA, Nokia og Rússland. „Ég er í alvörunni að fara að vinna með pressuvél Pútíns, sem er svolítið klikkað,“ segir Líney að lokum í laufléttum dúr. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Frábær lausn fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
„Ég er búin að skrifa undir tveggja ára samning. Ég flýg svo út á sunnudaginn og byrja á mánudaginn,“ segir markaðssérfræðingurinn Líney Inga Arnórsdóttir. Líney, sem varð 25 ára gömul í júní, hefur þegið starfstilboð hjá Ketchum, sem er eitt stærsta almannatengslafyrirtæki heims. Allt benti til þess að hertar innflytjendareglur í Bandaríkjunum myndu hindra að hún gæti þegið starfið, en yfirmönnum fyrirtækisins tókst að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að enginn væri hæfari í starfið. „Það gekk upp í þetta skipti. Þeir buðu mér yfirmannsstarf þannig að ég fæ sérstakt landvistarleyfi,“ segir Líney. „Ég er mjög góð í tölfræði, þó að það hljómi fáránlega. Þannig að þeir sögðu að ég væri einhvers konar tölfræðisnillingur.“ Líney starfaði í sumar við skipulagningu You Are in Control-tónlistarráðstefnunnar sem fer fram í Reykjavík um helgina. Hún heldur svo á vit ævintýranna í New York að henni lokinni. Hún útskrifaðist á síðasta ári frá Miami-háskóla í Bandaríkjunum með hæstu einkunn á MA-prófi í almannatengslum. Líney og átta aðrir útskriftarnemar voru valdir úr hópi 700 umsækjenda í starfsnám hjá Ketchum og að því loknu var henni einni boðið áframhaldandi starf. „Ég lít á þetta sem fjárfestingu í starfsferli mínum,“ segir Líney. „Þetta verður ógeðslega erfitt. Þetta er eitt stærsta almannatengsla-fyrirtæki heims og það eru mörg hundruð manns að keppa um hverja stöðu. Ég þurfti að fórna öllu til að fá stöðuna.“ Líney er ekki að ýkja enda eru viðskiptavinir fyrirtækisins risar á borð við Kodak, FedEx, IKEA, Nokia og Rússland. „Ég er í alvörunni að fara að vinna með pressuvél Pútíns, sem er svolítið klikkað,“ segir Líney að lokum í laufléttum dúr. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Frábær lausn fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira