Óhapp Hamiltons í skoðun hjá McLaren 10. maí 2010 10:50 Bíll Hamiltons eftir óhappið í Barcelona í gær. mynd: Getty Images Lewis Hamilton var óheppinn í spænska kappakstrinum í gær þegar virtist hvellspringa, eða felga brotna á fullri ferð þegar hann var í næst síðasta hring. Í sjónvarpsútsendingu sást eitthvað spýtast upp frá vinstra framhjólinu og skömmu síðar varð dekkið vindlaust og Hamilton sveif útaf. Hamilton var þá í öðru sæti á McLaren bíl sínum á eftir sigurvegaranum Mark Webber, en Fernando Alonso hreppti annað sætið í staðinn á heimavelli. "Ég var að gæta þess að koma bílnum heim í endamark, en þá gaf stýris sig skyndilega og vinstra framhjólið brást. Ég fann ekkert fyrir neinu áður en þetta gerðist og þetta kom því á óvart. Við vitum ekki hvað er að, en allir hlutir bílsins fara í skoðun í tæknimiðstöð McLaren", sagði Hamilton á f1.com. "Það er átakanlegt að lenda í þessu rétt fyrir lok mótsins, en svona eru akstursíþróttir. Það eru mörg mót eftir enn og ég ber bara höfuðið hátt. Við getum enn barist um titilinn." Bridgestone dekkjamönnum grunar að eitthvað annað en dekkið hafi gefið sig í McLaren bílnum. "Við munum skoða alla hluti gaumgæfilega og getum ekki sagt nákvæmlega hvað gerðist fyrr en þeirri skoðun er lokið um hvað gerðist eiginlega", sagði Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren. Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton var óheppinn í spænska kappakstrinum í gær þegar virtist hvellspringa, eða felga brotna á fullri ferð þegar hann var í næst síðasta hring. Í sjónvarpsútsendingu sást eitthvað spýtast upp frá vinstra framhjólinu og skömmu síðar varð dekkið vindlaust og Hamilton sveif útaf. Hamilton var þá í öðru sæti á McLaren bíl sínum á eftir sigurvegaranum Mark Webber, en Fernando Alonso hreppti annað sætið í staðinn á heimavelli. "Ég var að gæta þess að koma bílnum heim í endamark, en þá gaf stýris sig skyndilega og vinstra framhjólið brást. Ég fann ekkert fyrir neinu áður en þetta gerðist og þetta kom því á óvart. Við vitum ekki hvað er að, en allir hlutir bílsins fara í skoðun í tæknimiðstöð McLaren", sagði Hamilton á f1.com. "Það er átakanlegt að lenda í þessu rétt fyrir lok mótsins, en svona eru akstursíþróttir. Það eru mörg mót eftir enn og ég ber bara höfuðið hátt. Við getum enn barist um titilinn." Bridgestone dekkjamönnum grunar að eitthvað annað en dekkið hafi gefið sig í McLaren bílnum. "Við munum skoða alla hluti gaumgæfilega og getum ekki sagt nákvæmlega hvað gerðist fyrr en þeirri skoðun er lokið um hvað gerðist eiginlega", sagði Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren.
Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira