Virgin liðið prófar belgískan ökumann 20. september 2010 16:18 Lucas di Grassi á Virgin bílnum. Mynd: Getty Images Virgin liðið, sem er styrkt af Richard Branson í Formúlu 1 hefur ákveðið að belgískur ökumaður sem heitir Jerome D´Ambrosio keyri bíl liðsins á föstudagsæfingum í fjórum mótum af fimm sem eftir eru. D'Ambrosio er 25 ára gamall og hefur keppt í GP2 mótaröðinni, en hann ekur með Virgin á æfingum í fyrsta skipti í Singapúr á föstudaginn. Hann ekur í stað Lucas di Grassi frá Brasilíu og mun einnig aka með liðinu á æfingum með ungum ökumönnum í Abu Dhabi í lok tímabilsins. Di Grassi mun sem fyrr keppa á mótshelgunum. "Það hefur alltaf verið markmið mitt að keppa í Formúlu 1 og ég er hæstánægður að vera skrefi nær. Ég er þakklátur Virgin liðinu og Gravity Sport Management fyrir traustið. Ég mun ekki bregðast þeim", sagði D'Ambrosio í frétt á autosport.com. "Þetta er frábært tækifæri og ég hlakka til að hjálpa liðinu á allan þann hátt sem ég get, auk þess að fá reynslu á fjórum af erfiðustu brautum ársins. Ef ég horfi til 2011 þá er þessiu reynsla mikivæg." D'Ambrosio gæti er í skoðun hjá Virgin með næsta ár í huga, en liðið er með tveggja ára samning til viðbótar við Timo Glock og á fyrsta rétt á áframhaldandi veru di Grassi. Graemo Lowdon sagði báða ökumenn liðsins hafa skilað sínu, en sagði D'Ambrosio alvöru kappakstursmann sem liðið vildi skoða. Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Virgin liðið, sem er styrkt af Richard Branson í Formúlu 1 hefur ákveðið að belgískur ökumaður sem heitir Jerome D´Ambrosio keyri bíl liðsins á föstudagsæfingum í fjórum mótum af fimm sem eftir eru. D'Ambrosio er 25 ára gamall og hefur keppt í GP2 mótaröðinni, en hann ekur með Virgin á æfingum í fyrsta skipti í Singapúr á föstudaginn. Hann ekur í stað Lucas di Grassi frá Brasilíu og mun einnig aka með liðinu á æfingum með ungum ökumönnum í Abu Dhabi í lok tímabilsins. Di Grassi mun sem fyrr keppa á mótshelgunum. "Það hefur alltaf verið markmið mitt að keppa í Formúlu 1 og ég er hæstánægður að vera skrefi nær. Ég er þakklátur Virgin liðinu og Gravity Sport Management fyrir traustið. Ég mun ekki bregðast þeim", sagði D'Ambrosio í frétt á autosport.com. "Þetta er frábært tækifæri og ég hlakka til að hjálpa liðinu á allan þann hátt sem ég get, auk þess að fá reynslu á fjórum af erfiðustu brautum ársins. Ef ég horfi til 2011 þá er þessiu reynsla mikivæg." D'Ambrosio gæti er í skoðun hjá Virgin með næsta ár í huga, en liðið er með tveggja ára samning til viðbótar við Timo Glock og á fyrsta rétt á áframhaldandi veru di Grassi. Graemo Lowdon sagði báða ökumenn liðsins hafa skilað sínu, en sagði D'Ambrosio alvöru kappakstursmann sem liðið vildi skoða.
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira