Webber og Red Bull stjórar hreinsuðu andrúmsloftið 15. júlí 2010 10:57 Mark Webber með liðsmönnum Red Bull eftir mótið á Silverstone. Mynd: Getty Images Mark Webber tilkynnti á vefsíðu sinni í dag að hann og yfirmenn Red Bull hafi rætt það sem kom upp í Silverstone kappakstrinum um síðustu helgi og andrúmsloftið á milli aðila hafi verið hreinsað. Autosport.com greinir frá þess í dag og lausleg þýðing á ummælum hans fylgir hér að neðan. Webber segir í fréttinni sem er að stærstum hluta tekinn af vefsíðu hans að vonbrigði hans með þjónustu liðsins fyrir tímatökuna á laugardag hafi haft áhrif á hann á sunnudeginum. Vængur var tekinn undan bíl hans og settur á bíl Vettels. "Sebastian fékk vænginn vegna ástæðna sem voru ekki skilgreindar fyrir mér fyrr en seint á laugardag. Auðvitað get ég skilið að sá sem er oftar stigum fái betri þjónustu, ef sú staða kemur upp að það eru bara til búnaður fyrir annan okkar. Við höfum hreinsað andrúmsloftið og það er ljóst hér eftir að ef svo ólíklega vill til að ekki er til sami búnaður á báða bíla (nýr) þá fær sá sem er ofar í stigamótinu nýjungina", sagði Webber. Webber gat þess líka að kannski hafi ummæli hans um að árangur hans væri ekki slæmur fyrir ökumann númer tvö hjá liðinu hefði ekki verið sem best ummæli. "Auðvitað segir maður hluti í hita augnabliksins, sem trúlega hefði ekki átt að segja. Formúlu 1 er háspennu íþrótt og tilfinningar og adrenalín er í hámarki, eins og í öðrum íþróttum. Ummæli mín í talkerfið er dæmi um ástralska kaldhæðni. Það má taka þau á tvo vega, jákvætt eða neikvætt." Webber gat þess að hann og Christian Horner væru góðir vinir til margra ára og gagnkvæm virðing ríkti á milli þeirra og ekkert væri að samskiptum hans og Sebastian Vettel. Liðsmenn Red Bull fögnuðu sigrinum á sunnudagskvöld í partíi hjá Horner. "Ég er með góðan liðsfélaga og nýt virðingar liðsins. Við deilum upplýsingum og við Sebastian erum ekki óvnir. Við erum bara ökumenn sem vilja ná sem bestum árangri. Svo einfalt er það. Úrslitin á Silverstone voru frábær fyrir mig og liðið. Tíminn líður hratt og það dugar ekki að horfa í baksýnisspeglanna. Við horfum fram veginn", sagði Webber. Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber tilkynnti á vefsíðu sinni í dag að hann og yfirmenn Red Bull hafi rætt það sem kom upp í Silverstone kappakstrinum um síðustu helgi og andrúmsloftið á milli aðila hafi verið hreinsað. Autosport.com greinir frá þess í dag og lausleg þýðing á ummælum hans fylgir hér að neðan. Webber segir í fréttinni sem er að stærstum hluta tekinn af vefsíðu hans að vonbrigði hans með þjónustu liðsins fyrir tímatökuna á laugardag hafi haft áhrif á hann á sunnudeginum. Vængur var tekinn undan bíl hans og settur á bíl Vettels. "Sebastian fékk vænginn vegna ástæðna sem voru ekki skilgreindar fyrir mér fyrr en seint á laugardag. Auðvitað get ég skilið að sá sem er oftar stigum fái betri þjónustu, ef sú staða kemur upp að það eru bara til búnaður fyrir annan okkar. Við höfum hreinsað andrúmsloftið og það er ljóst hér eftir að ef svo ólíklega vill til að ekki er til sami búnaður á báða bíla (nýr) þá fær sá sem er ofar í stigamótinu nýjungina", sagði Webber. Webber gat þess líka að kannski hafi ummæli hans um að árangur hans væri ekki slæmur fyrir ökumann númer tvö hjá liðinu hefði ekki verið sem best ummæli. "Auðvitað segir maður hluti í hita augnabliksins, sem trúlega hefði ekki átt að segja. Formúlu 1 er háspennu íþrótt og tilfinningar og adrenalín er í hámarki, eins og í öðrum íþróttum. Ummæli mín í talkerfið er dæmi um ástralska kaldhæðni. Það má taka þau á tvo vega, jákvætt eða neikvætt." Webber gat þess að hann og Christian Horner væru góðir vinir til margra ára og gagnkvæm virðing ríkti á milli þeirra og ekkert væri að samskiptum hans og Sebastian Vettel. Liðsmenn Red Bull fögnuðu sigrinum á sunnudagskvöld í partíi hjá Horner. "Ég er með góðan liðsfélaga og nýt virðingar liðsins. Við deilum upplýsingum og við Sebastian erum ekki óvnir. Við erum bara ökumenn sem vilja ná sem bestum árangri. Svo einfalt er það. Úrslitin á Silverstone voru frábær fyrir mig og liðið. Tíminn líður hratt og það dugar ekki að horfa í baksýnisspeglanna. Við horfum fram veginn", sagði Webber.
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira