Sinnir sárustu neyð í sumarlokuninni 2. júlí 2010 04:15 Sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálpar Íslands við 1.000 fermetra kartöflugarða í Skammadal. Skjólstæðingar stofnunarinnar fá að njóta uppskerunnar í haust. FRETTABLADID/VILHELM Mæðrastyrksnefnd mun hjálpa skjólstæðingum sem eru í sárustu neyð, þótt hefðbundin sumarlokun standi nú yfir hjá nefndinni, svo fremi sem það er mögulegt. Þetta segir Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður hennar. Sumarlokanir eru hafnar hjá hjálparstofnunum og eru þær settar á sama tíma. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands úthluta næst 18. ágúst. Spurð hvort ekki hefði komið til greina að forráðamenn stofnananna hefðu með sér samráð um að dreifa lokununum, þannig að fólk í brýnni þörf gæti leitað eitthvert til að fá aðstoð segir Ragnhildur að þótt nefndin hafi haft samstarf við Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn fyrir jólin, hafi ekki verið haft samstarf um lokanir. „Hjá okkur vinna allir í sjálfboðavinnu. Málin hafa æxlast þannig að það eru margar konur sem ætla að fara í frí hjá okkur og þá skellur það allt á sama tíma eins og venjulega.“ Ragnhildur bætir við að þeir sem fara ekki í frí noti þann tíma þegar lokað er til þess að þrífa, mála og ganga frá ýmsu sem koma þurfi í lag innanhúss. „Svo erum við svolítið að hugsa um okkur sjálfar. Við þurfum að efla okkur og styrkja fyrir veturinn til að geta tekið á móti þeim verkefnum sem við vitum að bíða okkar í vetur.“ Ragnhildur segir sjálfboðaliða nefndarinnar vera farna að þekkja skjólstæðinga sína og viti hvar þörfin sé brýnust. Geti þeir greitt götu þeirra sem í allra mestum erfiðleikum eigi þá verði það gert. „Ef hjálparstofnanirnar myndu loka sitt í hvoru lagi yrði alveg gríðarlegt álag. Ég sé ekki fyrir mér hvernig við ættum að geta sinnt því með hefðbundnum úthlutunum,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastýra Fjölskylduhjálparinnar. Hún segir enn fremur að Fjölskylduhjálpin þurfi einnig að huga að fjármögnun fyrir haustið og jólin, þegar álagið verði fyrirsjáanlega mjög mikið. Það sé þó engin spurning í sínum huga að fengi stofnunin fjárstyrk, til að mynda frá Reykjavíkurborg, þá yrði reynt að rétta þeim verst stöddu hjálparhönd þótt sumarlokun standi yfir. „Við reynum að gera sem mest úr því fjármagni sem við höfum úr að spila,“ segir hún og nefnir að í vor hafi sjálfboðaliðarnir sett niður kartöflur í 1.000 fermetra svæði sem leigt hafi verið í Skammadal. Uppskerunni verði svo úthlutað með haustinu. jss@frettabladid.is Innlent Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Mæðrastyrksnefnd mun hjálpa skjólstæðingum sem eru í sárustu neyð, þótt hefðbundin sumarlokun standi nú yfir hjá nefndinni, svo fremi sem það er mögulegt. Þetta segir Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður hennar. Sumarlokanir eru hafnar hjá hjálparstofnunum og eru þær settar á sama tíma. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands úthluta næst 18. ágúst. Spurð hvort ekki hefði komið til greina að forráðamenn stofnananna hefðu með sér samráð um að dreifa lokununum, þannig að fólk í brýnni þörf gæti leitað eitthvert til að fá aðstoð segir Ragnhildur að þótt nefndin hafi haft samstarf við Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn fyrir jólin, hafi ekki verið haft samstarf um lokanir. „Hjá okkur vinna allir í sjálfboðavinnu. Málin hafa æxlast þannig að það eru margar konur sem ætla að fara í frí hjá okkur og þá skellur það allt á sama tíma eins og venjulega.“ Ragnhildur bætir við að þeir sem fara ekki í frí noti þann tíma þegar lokað er til þess að þrífa, mála og ganga frá ýmsu sem koma þurfi í lag innanhúss. „Svo erum við svolítið að hugsa um okkur sjálfar. Við þurfum að efla okkur og styrkja fyrir veturinn til að geta tekið á móti þeim verkefnum sem við vitum að bíða okkar í vetur.“ Ragnhildur segir sjálfboðaliða nefndarinnar vera farna að þekkja skjólstæðinga sína og viti hvar þörfin sé brýnust. Geti þeir greitt götu þeirra sem í allra mestum erfiðleikum eigi þá verði það gert. „Ef hjálparstofnanirnar myndu loka sitt í hvoru lagi yrði alveg gríðarlegt álag. Ég sé ekki fyrir mér hvernig við ættum að geta sinnt því með hefðbundnum úthlutunum,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastýra Fjölskylduhjálparinnar. Hún segir enn fremur að Fjölskylduhjálpin þurfi einnig að huga að fjármögnun fyrir haustið og jólin, þegar álagið verði fyrirsjáanlega mjög mikið. Það sé þó engin spurning í sínum huga að fengi stofnunin fjárstyrk, til að mynda frá Reykjavíkurborg, þá yrði reynt að rétta þeim verst stöddu hjálparhönd þótt sumarlokun standi yfir. „Við reynum að gera sem mest úr því fjármagni sem við höfum úr að spila,“ segir hún og nefnir að í vor hafi sjálfboðaliðarnir sett niður kartöflur í 1.000 fermetra svæði sem leigt hafi verið í Skammadal. Uppskerunni verði svo úthlutað með haustinu. jss@frettabladid.is
Innlent Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira