Morðvopns leitað og málssókn yfirvofandi 18. ágúst 2010 06:00 morðrannsóknin Á fjórða tug lögreglumanna vinnur nú að rannsókn á morðmálinu í Hafnarfirði. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir og verið er að vinna úr gögnum og ábendingum frá almenningi. Lögregla leitar enn að morðvopni sem notað var til þess að stinga mann á fertugsaldri til bana í Hafnarfirði aðfaranótt síðastliðins sunnudags. Um er að ræða eggvopn sem hann var margstunginn með. Unnusta mannsins kom að honum látnum á svefnherbergisgangi í húsinu sem hann bjó í rétt fyrir hádegi á sunnudag. Síðdegis í gær var manni á þrítugsaldri sleppt úr haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn var yfirheyrður í fyrrakvöld og síðan látinn gista fangaklefa yfir nóttina. Ekki þóttu efni til að að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum. Verjandi mannsins, Guðrún Sesselja Arnardóttir, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir bera að „...fordæma þau forkastanlegu vinnubrögð sem ákveðnir fjölmiðlar hafa viðhaft í þessu máli og þá sérstaklega ótímabæra nafn- og myndbirtingu af skjólstæðingi mínum. Gera verður þá kröfu til fjölmiðla að þeir hafi í heiðri þá meginreglu réttarfarslaga að maður sé saklaus uns sekt telst sönnuð og á það sérstaklega við þegar hvorki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir viðkomandi, né heldur gefin út ákæra.“ Guðrún Sesselja sagði við Fréttablaðið í gær að hún myndi fara yfir málið með skjólstæðingi sínum hvað varðaði nafn- og myndbirtingu á honum í fjölmiðlum. Nafn mannsins var birt á vefmiðlunum dv.is og í kjölfarið á pressan.is og eyjan.is. Vel kunni að vera að höfðað verði mál á hendur viðkomandi fjölmiðlum á grundvelli meiðyrða eða brots á friðhelgi einkalífs. „Ég skil ekki svona vinnubrögð,“ sagði Guðrún Sesselja. Á fjórða tug lögreglumanna vinnur að rannsókn morðmálsins. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir og þeirri vinnu er ekki lokið. Tæknirannsókn á vettvangi er langt komin og önnur gagnaöflun í fullum gangi. Fjöldi ábendinga hefur borist frá almenningi og verið er að vinna úr þeim eftir því sem tilefni er til. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í 444 1104.jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Lögregla leitar enn að morðvopni sem notað var til þess að stinga mann á fertugsaldri til bana í Hafnarfirði aðfaranótt síðastliðins sunnudags. Um er að ræða eggvopn sem hann var margstunginn með. Unnusta mannsins kom að honum látnum á svefnherbergisgangi í húsinu sem hann bjó í rétt fyrir hádegi á sunnudag. Síðdegis í gær var manni á þrítugsaldri sleppt úr haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn var yfirheyrður í fyrrakvöld og síðan látinn gista fangaklefa yfir nóttina. Ekki þóttu efni til að að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum. Verjandi mannsins, Guðrún Sesselja Arnardóttir, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir bera að „...fordæma þau forkastanlegu vinnubrögð sem ákveðnir fjölmiðlar hafa viðhaft í þessu máli og þá sérstaklega ótímabæra nafn- og myndbirtingu af skjólstæðingi mínum. Gera verður þá kröfu til fjölmiðla að þeir hafi í heiðri þá meginreglu réttarfarslaga að maður sé saklaus uns sekt telst sönnuð og á það sérstaklega við þegar hvorki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir viðkomandi, né heldur gefin út ákæra.“ Guðrún Sesselja sagði við Fréttablaðið í gær að hún myndi fara yfir málið með skjólstæðingi sínum hvað varðaði nafn- og myndbirtingu á honum í fjölmiðlum. Nafn mannsins var birt á vefmiðlunum dv.is og í kjölfarið á pressan.is og eyjan.is. Vel kunni að vera að höfðað verði mál á hendur viðkomandi fjölmiðlum á grundvelli meiðyrða eða brots á friðhelgi einkalífs. „Ég skil ekki svona vinnubrögð,“ sagði Guðrún Sesselja. Á fjórða tug lögreglumanna vinnur að rannsókn morðmálsins. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir og þeirri vinnu er ekki lokið. Tæknirannsókn á vettvangi er langt komin og önnur gagnaöflun í fullum gangi. Fjöldi ábendinga hefur borist frá almenningi og verið er að vinna úr þeim eftir því sem tilefni er til. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í 444 1104.jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent