Háspennumót hefst við sólsetur og lýkur í flóðljósum 14. nóvember 2010 08:10 Mótið í Abu Dhabi í dag verður við sólsetur og flóðljósum. Mynd: Getty Images Það verður rafmögnuð stemmning á ráslínu Formúlu 1 mótsins í Abu Dhabi í dag, þegar síðasta Formúlu 1 mót ársins fer fram og úrslitin í heimsmeistarakeppninni ráðast. Skipan ökumanna á ráslínu gefur líka fyrirheitt um spennandi baráttu um titilinn og sjálfir telja ökumenn að úrslitin ráðist ekki fyrr en í síðasta hring. Taugaspennan verður í algleymingi og í fyrsta skipti í 60 ára sögu Formúlu 1 eiga fjórir ökumenn möguleika á titlinum. Fernando Alonso er efstur að stigum með 246 stig, Mark Webber er með 238, Sebastian Vettel 231 og Lewis Hamilton 220. Hamilton er í erfiðustu stöðunni og verður að sigra og vonast eftir því að Alonso fá ekki stig og að Vettel verði ekki ofar en í þriðja sæti og Webber í því sjötta og neðar. Vettel getur orðið yngsti meistari sögunnar og tekið þá nafnbót af Lewis Hamilton frá árinu 2008. Þá gæti það haft áhrif á gang mála að allir ökumenn í titilslagnum eru búnir að nota kvóta sinn af nýjum vélum og leggja því af stað með notaða vél í keppni þar sem eknir eru 55 hringir um braut þar sem 1.2 km langur beinn kafli reynir á vélarnar á toppsnúning. Keppendur ræsa af stað skömmu fyrir sólsetur og aka síðan í flóðljósum til loka. Bein útsending frá mótinu hefst kl. 12.30 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og þátturinn Endamarkið verður strax að honum loknumn. Þar er farið yfir allt það helsta sem gerðist í mótinu og spáð í næsta keppnistímabil. Sjá möguleika ökumanna í titilslagnum og brautarlýsingu á http://www.kappakstur.is Rásröðin í dag 1. Vettel Red Bull-Renault 2. Hamilton McLaren-Mercedes 3. Alonso Ferrari 4. Button McLaren-Mercedes 5. Webber Red Bull-Renault 6. Massa Ferrari 7. Barrichello Williams-Cosworth 8. Schumacher Mercedes 9. Rosberg Mercedes 10. Petrov Renault 11. Kubica Renault 12. Kobayashi Sauber-Ferrari 13. Sutil Force India-Ferrari 14. Heidfeld Sauber-Ferrari 15. Hulkenberg Williams-Cosworth 16. Liuzzi Force India-Ferrari 17. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 18. Buemi Toro Rosso-Ferrari 19. Trulli Lotus-Cosworth 20. Kovalainen Lotus-Cosworth 21. Glock Virgin-Cosworth 22. di Grassi Virgin-Cosworth 23. Senna Hispania-Cosworth 24. Klien Hispania-Cosworth Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Það verður rafmögnuð stemmning á ráslínu Formúlu 1 mótsins í Abu Dhabi í dag, þegar síðasta Formúlu 1 mót ársins fer fram og úrslitin í heimsmeistarakeppninni ráðast. Skipan ökumanna á ráslínu gefur líka fyrirheitt um spennandi baráttu um titilinn og sjálfir telja ökumenn að úrslitin ráðist ekki fyrr en í síðasta hring. Taugaspennan verður í algleymingi og í fyrsta skipti í 60 ára sögu Formúlu 1 eiga fjórir ökumenn möguleika á titlinum. Fernando Alonso er efstur að stigum með 246 stig, Mark Webber er með 238, Sebastian Vettel 231 og Lewis Hamilton 220. Hamilton er í erfiðustu stöðunni og verður að sigra og vonast eftir því að Alonso fá ekki stig og að Vettel verði ekki ofar en í þriðja sæti og Webber í því sjötta og neðar. Vettel getur orðið yngsti meistari sögunnar og tekið þá nafnbót af Lewis Hamilton frá árinu 2008. Þá gæti það haft áhrif á gang mála að allir ökumenn í titilslagnum eru búnir að nota kvóta sinn af nýjum vélum og leggja því af stað með notaða vél í keppni þar sem eknir eru 55 hringir um braut þar sem 1.2 km langur beinn kafli reynir á vélarnar á toppsnúning. Keppendur ræsa af stað skömmu fyrir sólsetur og aka síðan í flóðljósum til loka. Bein útsending frá mótinu hefst kl. 12.30 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og þátturinn Endamarkið verður strax að honum loknumn. Þar er farið yfir allt það helsta sem gerðist í mótinu og spáð í næsta keppnistímabil. Sjá möguleika ökumanna í titilslagnum og brautarlýsingu á http://www.kappakstur.is Rásröðin í dag 1. Vettel Red Bull-Renault 2. Hamilton McLaren-Mercedes 3. Alonso Ferrari 4. Button McLaren-Mercedes 5. Webber Red Bull-Renault 6. Massa Ferrari 7. Barrichello Williams-Cosworth 8. Schumacher Mercedes 9. Rosberg Mercedes 10. Petrov Renault 11. Kubica Renault 12. Kobayashi Sauber-Ferrari 13. Sutil Force India-Ferrari 14. Heidfeld Sauber-Ferrari 15. Hulkenberg Williams-Cosworth 16. Liuzzi Force India-Ferrari 17. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 18. Buemi Toro Rosso-Ferrari 19. Trulli Lotus-Cosworth 20. Kovalainen Lotus-Cosworth 21. Glock Virgin-Cosworth 22. di Grassi Virgin-Cosworth 23. Senna Hispania-Cosworth 24. Klien Hispania-Cosworth
Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira