Ríkið greiði mótmælanda bætur 25. febrúar 2010 17:17 Haukur Hilmarsson. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenskra ríkið í dag til að greiða mótmælandanum Hauki Hilmarssyni 150 þúsund krónur í bætur vegna aðgerða lögreglu þegar hann var handtekinn og færður á lögreglustöð í nóvember 2008. Héraðsdómur telur að handtakan hafi verið harkaleg og niðurlægjandi fyrir Hauk. Haukur er sonur Evu Hauksdóttur en bæði voru þau áberandi þátttakendur í búsáhaldabyltingunni. Haukur klifraði til að mynda upp á þak alþingishússins og flaggaði Bónusfána. Hann var nýverið dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að hafa hlaupið inn á flugbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sumarið 2008 og mótmælt málsmeðferð yfirvalda í máli Paul Ramses. Handtöku Hauks í nóvember 2008 var harðlega mótmælt og reyndi hópur fólks að frelsa hann eftir mótmælafund á Austurvelli þegar fólkið gerði tilraun til að brjóta sér leið inn í lögreglustöðina við Hverfisgötu. Í júlí 2007 dæmdi Héraðsdómur Austurlands Hauk í 18 daga fangelsi fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann tók þátt í mótmælaaðgerðum gegn Kárahnjúkavirkjun og stóriðjuframkvæmdum í Reyðarfirði. Hann hóf afplánun í ágúst sama ár en var látinn laus fjórum sólarhringum síðar með þeim skýringum að honum yrði gert að afplána eftirstöðvar vararefsingar síðar. Haukur var síðan handtekinn 21. nóvember 2008 þar sem hann var í vísindaferð í Alþingi. Fékk hann þær skýringar að hann ætti að hefja afplánun eftirstöðva áðurnefndrar vararefsingar. Samkvæmt gögnum málsins lá fyrir að Haukur var ekki boðaður að nýju til afplánunar áður en hann var eftirlýstur til handtöku. Hafði hann verið eftirlýstur í 10 daga í málaskrárkerfi lögreglunnar áður en hann var handtekinn. Gerðist þetta vegna mistaka starfsmanna innheimtustöðvar sekta og sakarkostnaðar. Héraðsdómur telur að handtakan hafi verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. Honum voru því dæmdar 150 þúsund krónur í bætur en Haukur fór fram á 1,2 milljónir í bætur. Héraðsdómur taldi að lögreglan hefði ekki handtekið Hauk til að koma í veg fyrir að hann yrði viðstaddur mótmæli sem áformuð voru og höfðu verið auglýst. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenskra ríkið í dag til að greiða mótmælandanum Hauki Hilmarssyni 150 þúsund krónur í bætur vegna aðgerða lögreglu þegar hann var handtekinn og færður á lögreglustöð í nóvember 2008. Héraðsdómur telur að handtakan hafi verið harkaleg og niðurlægjandi fyrir Hauk. Haukur er sonur Evu Hauksdóttur en bæði voru þau áberandi þátttakendur í búsáhaldabyltingunni. Haukur klifraði til að mynda upp á þak alþingishússins og flaggaði Bónusfána. Hann var nýverið dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að hafa hlaupið inn á flugbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sumarið 2008 og mótmælt málsmeðferð yfirvalda í máli Paul Ramses. Handtöku Hauks í nóvember 2008 var harðlega mótmælt og reyndi hópur fólks að frelsa hann eftir mótmælafund á Austurvelli þegar fólkið gerði tilraun til að brjóta sér leið inn í lögreglustöðina við Hverfisgötu. Í júlí 2007 dæmdi Héraðsdómur Austurlands Hauk í 18 daga fangelsi fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann tók þátt í mótmælaaðgerðum gegn Kárahnjúkavirkjun og stóriðjuframkvæmdum í Reyðarfirði. Hann hóf afplánun í ágúst sama ár en var látinn laus fjórum sólarhringum síðar með þeim skýringum að honum yrði gert að afplána eftirstöðvar vararefsingar síðar. Haukur var síðan handtekinn 21. nóvember 2008 þar sem hann var í vísindaferð í Alþingi. Fékk hann þær skýringar að hann ætti að hefja afplánun eftirstöðva áðurnefndrar vararefsingar. Samkvæmt gögnum málsins lá fyrir að Haukur var ekki boðaður að nýju til afplánunar áður en hann var eftirlýstur til handtöku. Hafði hann verið eftirlýstur í 10 daga í málaskrárkerfi lögreglunnar áður en hann var handtekinn. Gerðist þetta vegna mistaka starfsmanna innheimtustöðvar sekta og sakarkostnaðar. Héraðsdómur telur að handtakan hafi verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. Honum voru því dæmdar 150 þúsund krónur í bætur en Haukur fór fram á 1,2 milljónir í bætur. Héraðsdómur taldi að lögreglan hefði ekki handtekið Hauk til að koma í veg fyrir að hann yrði viðstaddur mótmæli sem áformuð voru og höfðu verið auglýst.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira