Gamanið búið í Reykjavík Ólafur Stephensen skrifar 29. október 2010 06:30 Jákvæðni og lífsgleði, grín og glens voru allsráðandi þegar borgarstjórnarmeirihlutinn núverandi tók við völdum. Fulltrúar Bezta flokksins og Samfylkingarinnar knúsuðust á blokkarþaki í Breiðholtinu. Stefnuyfirlýsing flokkanna var full af frábærum og skemmtilegum hugmyndum, sem allir gátu verið sammála um. Það sem helzt vantaði þó í þá yfirlýsingu var hvernig ætti að taka á fjármálum borgarinnar. Þar var ekkert sagt um skattahækkanir. Ekkert um niðurskurð. Ekkert um skerðingu þjónustu. Þvert á móti voru þar ótal loforð um framkvæmdir og aðgerðir sem kosta peninga. Norðurhjaragarðurinn í Laugardal (ísbjörninn var látinn liggja á milli hluta), morgunmatur fyrir skólabörn, efld þjónusta þjónustumiðstöðvanna í hverfunum, tvöföldun á viðhaldi á fasteignum borgarinnar, fegrun torga og grænna svæða, fleiri ferðir og betra leiðakerfi strætós, aukin fjárhagsaðstoð við lágtekjufólk, hjólreiðastígarnir og allar hinar sniðugu hugmyndirnar. Allt kostar þetta víst eitthvað. Nú hefur Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, loksins bætt við því sem vantaði í stefnuyfirlýsinguna. Hann hefur lýst því yfir að til að ná endum saman í rekstri borgarinnar verði að hækka útsvarið upp í leyfilegt hámark. Jafnframt verði ýmis gjöld fyrir þjónustu borgarinnar hækkuð og útgjöldin skorin niður. Borgarbúar verði að búa sig undir að þetta verði varanlegar aðgerðir fremur en tímabundnar. Það er út af fyrir sig ágætt að borgarstjórnarmeirihlutinn skuli vera farinn að horfast í augu við staðreyndir og búa sig undir að taka á fjármálum borgarinnar. En er þetta í samræmi við alla kátínuna og fjörið, sem var lofað í upphafi? Má ekki segja að borgarstjórnarmeirihlutinn hafi villt á sér heimildir með því að gefa eitthvað allt annað í skyn við borgarbúa en það sem var raunverulega í vændum? Það er dálítið lýsandi að það skuli vera Dagur B. Eggertsson sem er látinn flytja borgarbúum þessi ótíðindi. Borgarstjórinn Jón Gnarr sýnist engan veginn fær um að valda hlutverki sínu sem framkvæmdastjóri borgarinnar. Hluta verkefna sinna hefur hann afsalað í hendur embættismanns og lætur nú Dag, sem sumir kalla hinn raunverulega borgarstjóra, sjá um leiðindin á meðan hann sjálfur gegnir sínu „ótilgreinda tilfinningalega hlutverki" gagnvart borgarbúum, svo notuð séu hans eigin orð. Leiðinleg mál vill borgarstjórinn ekki ræða. Þetta verður samt örugglega frábærlega skemmtilegt og jákvætt. Bezti flokkurinn og Samfylkingin munu finna leið til að hækka á okkur skattana og gjöldin með bros á vör. Burt með leiðindin í borginni! Var það ekki það sem margir kusu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun
Jákvæðni og lífsgleði, grín og glens voru allsráðandi þegar borgarstjórnarmeirihlutinn núverandi tók við völdum. Fulltrúar Bezta flokksins og Samfylkingarinnar knúsuðust á blokkarþaki í Breiðholtinu. Stefnuyfirlýsing flokkanna var full af frábærum og skemmtilegum hugmyndum, sem allir gátu verið sammála um. Það sem helzt vantaði þó í þá yfirlýsingu var hvernig ætti að taka á fjármálum borgarinnar. Þar var ekkert sagt um skattahækkanir. Ekkert um niðurskurð. Ekkert um skerðingu þjónustu. Þvert á móti voru þar ótal loforð um framkvæmdir og aðgerðir sem kosta peninga. Norðurhjaragarðurinn í Laugardal (ísbjörninn var látinn liggja á milli hluta), morgunmatur fyrir skólabörn, efld þjónusta þjónustumiðstöðvanna í hverfunum, tvöföldun á viðhaldi á fasteignum borgarinnar, fegrun torga og grænna svæða, fleiri ferðir og betra leiðakerfi strætós, aukin fjárhagsaðstoð við lágtekjufólk, hjólreiðastígarnir og allar hinar sniðugu hugmyndirnar. Allt kostar þetta víst eitthvað. Nú hefur Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, loksins bætt við því sem vantaði í stefnuyfirlýsinguna. Hann hefur lýst því yfir að til að ná endum saman í rekstri borgarinnar verði að hækka útsvarið upp í leyfilegt hámark. Jafnframt verði ýmis gjöld fyrir þjónustu borgarinnar hækkuð og útgjöldin skorin niður. Borgarbúar verði að búa sig undir að þetta verði varanlegar aðgerðir fremur en tímabundnar. Það er út af fyrir sig ágætt að borgarstjórnarmeirihlutinn skuli vera farinn að horfast í augu við staðreyndir og búa sig undir að taka á fjármálum borgarinnar. En er þetta í samræmi við alla kátínuna og fjörið, sem var lofað í upphafi? Má ekki segja að borgarstjórnarmeirihlutinn hafi villt á sér heimildir með því að gefa eitthvað allt annað í skyn við borgarbúa en það sem var raunverulega í vændum? Það er dálítið lýsandi að það skuli vera Dagur B. Eggertsson sem er látinn flytja borgarbúum þessi ótíðindi. Borgarstjórinn Jón Gnarr sýnist engan veginn fær um að valda hlutverki sínu sem framkvæmdastjóri borgarinnar. Hluta verkefna sinna hefur hann afsalað í hendur embættismanns og lætur nú Dag, sem sumir kalla hinn raunverulega borgarstjóra, sjá um leiðindin á meðan hann sjálfur gegnir sínu „ótilgreinda tilfinningalega hlutverki" gagnvart borgarbúum, svo notuð séu hans eigin orð. Leiðinleg mál vill borgarstjórinn ekki ræða. Þetta verður samt örugglega frábærlega skemmtilegt og jákvætt. Bezti flokkurinn og Samfylkingin munu finna leið til að hækka á okkur skattana og gjöldin með bros á vör. Burt með leiðindin í borginni! Var það ekki það sem margir kusu?
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun