Engin uppgjöf hjá Alonso og Ferrari 30. ágúst 2010 09:20 Fernando Alonso er ekki búinn að gefa frá sér möguleika á meistaratitlinum í ár. Mynd: Getty Images Fernando Alonso telur enn möguleika á að hann geti orðið heimsmeistari, þó hann hafi fallið úr leik á Spa brautinni í gær eftir að hafa misst bíl sinn útaf í bleytu. Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu með 141 stig, en Lewis Hamilton er með 182, Mark Webber 179, Sebastian Vettel 151 og Jenson Button 147. "Það er enn möguleiki. Það eru sömu fimm ökumennirnir sem eiga möguleika og við eigum 50% möguleika, rétt eins og fyrir mótið. Fyrir mótið voru sjö mót, núna eru sex og sá sem gengur bestu í þeim verður meistari", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Í fyrstu sjö mótunum gekk okkur ekki nógu vel og öðrum gekk betur. Jenson, Vettel og mér gekk ekki vel í fyrstu sjö mótunum, þannig að við verðum að standa okkur betur í þeim sex sem eftir eru." "Það náðu aðeins tveir í titilslagnum stigum og kannski verði næsta mót þveröfugt og við verðum í sömu stöðu og áður, þar sem lítill munur var á milli keppenda", sagði Alonso eftir keppnina í gær. Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari benti á að Kimi Raikkönen hefði unnið upp sautján stiga forskot Lewis Hamilton í tveimur lokamótunum árið 2007. "Þettta var ekki góð helgi fyrir okkur og staðan í báðum stigamótum er erfiðari, en það er ekki ómögulegt að ná markmiðum okkar. Fyrir þá sem eru með skammtímaminni, þá vorum við í verri stöðu fyrir þremur árum og við vitum hvernig það fór", sagði Domenicali. Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso telur enn möguleika á að hann geti orðið heimsmeistari, þó hann hafi fallið úr leik á Spa brautinni í gær eftir að hafa misst bíl sinn útaf í bleytu. Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu með 141 stig, en Lewis Hamilton er með 182, Mark Webber 179, Sebastian Vettel 151 og Jenson Button 147. "Það er enn möguleiki. Það eru sömu fimm ökumennirnir sem eiga möguleika og við eigum 50% möguleika, rétt eins og fyrir mótið. Fyrir mótið voru sjö mót, núna eru sex og sá sem gengur bestu í þeim verður meistari", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Í fyrstu sjö mótunum gekk okkur ekki nógu vel og öðrum gekk betur. Jenson, Vettel og mér gekk ekki vel í fyrstu sjö mótunum, þannig að við verðum að standa okkur betur í þeim sex sem eftir eru." "Það náðu aðeins tveir í titilslagnum stigum og kannski verði næsta mót þveröfugt og við verðum í sömu stöðu og áður, þar sem lítill munur var á milli keppenda", sagði Alonso eftir keppnina í gær. Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari benti á að Kimi Raikkönen hefði unnið upp sautján stiga forskot Lewis Hamilton í tveimur lokamótunum árið 2007. "Þettta var ekki góð helgi fyrir okkur og staðan í báðum stigamótum er erfiðari, en það er ekki ómögulegt að ná markmiðum okkar. Fyrir þá sem eru með skammtímaminni, þá vorum við í verri stöðu fyrir þremur árum og við vitum hvernig það fór", sagði Domenicali.
Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira