Hamilton vill brúa bilið í þá fljótustu 30. apríl 2010 13:49 Lewis Hamilton vonast kannski eftir rigningu, þar sem hann segir að í þurru hafi keppinautar hans verið á fljótari bílum til þessa. Mynd: Getty Images Formúlu 1 ökumenn fengu kærkomna hvíld í vikunni eftir nokkuð annasamar vikur frá upphafi tímabilsins í mars. Þeir keppa í næstu viku í Barcelona á Spáni og Lewis Hamilton býst við framförum hjá McLaren liðinu. "Við verðum með nokkuð stórar endurbætur á bílnum. Það var hinsvegar barnalegt að halda að þær geri okkur að hástökkvurum, því nánast öll lið munu mæta með endurbættar yfirbyggingar til Barcelona. Ég er bjartsýnn á að þær brúi bilið í bílanna fyrir framan", sagði Hamilton í liðsfréttum McLaren á vefsíðu autosport.com. "Við höfum sannað að við erum mjög góðir í að þróa bílanna á keppnistímabilinu og ég vona því að við verðum í góðum málum í Barcelona", sagði Hamilton, en í fyrra byrjaði McLaren með heldur slakan bíl, en óx ásmeginn. Jenson Button hjá McLaren hefur nú forystu í stigakeppni ökumanna á undan Nico Rosberg, Fernando Alonso og Hamilton kemur þar á eftir. Hamilton er 11 stigum á eftir Button, en vegna nýrrar stigagjafar þá er það mjög lítill munur og fjöldi ökumanna á raunhæfa möguleika á titilslag þegar mótin í Evrópu byrja um aðra helgi með mótinu á Spáni. "Ef það verður þurrt, þá verður erfiðara fyrir okkur að vera meðal þeirra fremstu. Við munum leggja alla áherslu á tímatökuna, þar sem það er alltaf erfitt að komast framúr á brautinni. Ég geri ráð fyrir að keppendur taki aðeins eitt þjónustuhlé og því er enn mikilvægara en ella að ná góðum stað á ráslínu", sagði Hamilton. Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Formúlu 1 ökumenn fengu kærkomna hvíld í vikunni eftir nokkuð annasamar vikur frá upphafi tímabilsins í mars. Þeir keppa í næstu viku í Barcelona á Spáni og Lewis Hamilton býst við framförum hjá McLaren liðinu. "Við verðum með nokkuð stórar endurbætur á bílnum. Það var hinsvegar barnalegt að halda að þær geri okkur að hástökkvurum, því nánast öll lið munu mæta með endurbættar yfirbyggingar til Barcelona. Ég er bjartsýnn á að þær brúi bilið í bílanna fyrir framan", sagði Hamilton í liðsfréttum McLaren á vefsíðu autosport.com. "Við höfum sannað að við erum mjög góðir í að þróa bílanna á keppnistímabilinu og ég vona því að við verðum í góðum málum í Barcelona", sagði Hamilton, en í fyrra byrjaði McLaren með heldur slakan bíl, en óx ásmeginn. Jenson Button hjá McLaren hefur nú forystu í stigakeppni ökumanna á undan Nico Rosberg, Fernando Alonso og Hamilton kemur þar á eftir. Hamilton er 11 stigum á eftir Button, en vegna nýrrar stigagjafar þá er það mjög lítill munur og fjöldi ökumanna á raunhæfa möguleika á titilslag þegar mótin í Evrópu byrja um aðra helgi með mótinu á Spáni. "Ef það verður þurrt, þá verður erfiðara fyrir okkur að vera meðal þeirra fremstu. Við munum leggja alla áherslu á tímatökuna, þar sem það er alltaf erfitt að komast framúr á brautinni. Ég geri ráð fyrir að keppendur taki aðeins eitt þjónustuhlé og því er enn mikilvægara en ella að ná góðum stað á ráslínu", sagði Hamilton.
Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira