Massa: Alonso með ásana í hendi 14. nóvember 2010 09:20 Ferrari ökumennirnir á mótsstað í Abu Dhabi. Mynd: Getty Images Felipe Massa líkir stöðu Fernando Alonso í lokamótinu í Formúlu 1 í Abu Dhabi í dag við það þegar pókerspilari er með ásanna í hendi. Alonso er þriðji á ráslínu á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Alonso er efstur í stigamóti ökmanna á undan Mark Webber, en þeir og Vettel og Hamilton eiga möguleika á meistaratitlinum í dag. "Í mínum huga er Fernando með tvö ása í hendi, eins og póker spilari. Ef þú ert með tvo ása, þá er mesti möguleiki á að vinna spilið", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. "Ef Vettel vinnur kappaksturinn í dag, þá þarf Alonso fjórða sætið og hann á því mikla möguleika á titilinum. Hann þarf að einbeita sér að því að keyra eðlilega keppni. Sá sem gæti reynst erfiðastur er Mark Webber sem er fimmti. En það getur margt gerst og ég þekki það sjálfur frá 2008", sagði Massa. Þá hélt hann í 20 sekúndur að hann væri heimsmeistari í keppni við Lewis Hamilton, en Hamilton komst framúr keppinaut í lokabeygju mótsins og tryggði sér titilinn eftir að Massa var kominn í endamark. Bein útsending er frá úrslitamótinu í Abu Dhabi í dag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 12.30. Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Felipe Massa líkir stöðu Fernando Alonso í lokamótinu í Formúlu 1 í Abu Dhabi í dag við það þegar pókerspilari er með ásanna í hendi. Alonso er þriðji á ráslínu á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Alonso er efstur í stigamóti ökmanna á undan Mark Webber, en þeir og Vettel og Hamilton eiga möguleika á meistaratitlinum í dag. "Í mínum huga er Fernando með tvö ása í hendi, eins og póker spilari. Ef þú ert með tvo ása, þá er mesti möguleiki á að vinna spilið", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. "Ef Vettel vinnur kappaksturinn í dag, þá þarf Alonso fjórða sætið og hann á því mikla möguleika á titilinum. Hann þarf að einbeita sér að því að keyra eðlilega keppni. Sá sem gæti reynst erfiðastur er Mark Webber sem er fimmti. En það getur margt gerst og ég þekki það sjálfur frá 2008", sagði Massa. Þá hélt hann í 20 sekúndur að hann væri heimsmeistari í keppni við Lewis Hamilton, en Hamilton komst framúr keppinaut í lokabeygju mótsins og tryggði sér titilinn eftir að Massa var kominn í endamark. Bein útsending er frá úrslitamótinu í Abu Dhabi í dag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 12.30.
Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira