Sutil sektaður um 1.1 miljón fyrir að keyra á þremur hjólum 24. september 2010 20:14 Adrian Sutil á Force India tekur flugið í Singapúr í dag. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton var allt annað en sáttur við þær breytingar sem hafa verið gerðar á Singapúr Formúlu 1 brautinni og telur einn stað í brautinni beinlínis hættulegan. Adrian Sutil tók flugið á þessum stað og brotnaði framfjöðrun á bílnum þegar hann lenti harkalega. Sutil fékk sekt eftir atvikið. "Brautin var erfið í dag, af því það voru blautir kaflar á sumum stöðum, en okkur gekk vel. Við erum samkeppnisfærir og ég er bjartsýnn. Ég held við getum keppt við gæjanna á undan okkur. Red Bull menn eru ekki ósigrandi hérna", sagði Hamilton í tilkynningu frá liðinu á f1.com. "Mér finnst breytingarnar á brautinni hafa gert hana verri og það er beygjukafli sem er mjög erfiður. Maður nálgast hann á þriðja hundrað km hraða og ef eitthvað klikkar og maður lendir á kanti, þá er möguleiki á slæmu óhappi", sagði Hamilton. Sutil fór einmitt flugferð sína á viðkomandi stað og var ekki eins ómyrkur í máli og Hamilton. "Ég gerði mistök í beygju og fór yfir kant. Bíllinn tók flugið og þegar hann lenti, þá brotnaði framfjörðun. Það voru vonbrigði því ég gat ekki prófað mýkri dekkin. Bíllinn er miklu betri en sá sem ég keppti hér á í fyrra og við getum náð góðum árangri um helgina", sagði Sutil. Sutil var sektaður um 10.000 dali fyrir að keyra bílinn eftir brautinni eftir óhappið á þremur hjólum og skapa þannig hættu fyrir aðra. Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton var allt annað en sáttur við þær breytingar sem hafa verið gerðar á Singapúr Formúlu 1 brautinni og telur einn stað í brautinni beinlínis hættulegan. Adrian Sutil tók flugið á þessum stað og brotnaði framfjöðrun á bílnum þegar hann lenti harkalega. Sutil fékk sekt eftir atvikið. "Brautin var erfið í dag, af því það voru blautir kaflar á sumum stöðum, en okkur gekk vel. Við erum samkeppnisfærir og ég er bjartsýnn. Ég held við getum keppt við gæjanna á undan okkur. Red Bull menn eru ekki ósigrandi hérna", sagði Hamilton í tilkynningu frá liðinu á f1.com. "Mér finnst breytingarnar á brautinni hafa gert hana verri og það er beygjukafli sem er mjög erfiður. Maður nálgast hann á þriðja hundrað km hraða og ef eitthvað klikkar og maður lendir á kanti, þá er möguleiki á slæmu óhappi", sagði Hamilton. Sutil fór einmitt flugferð sína á viðkomandi stað og var ekki eins ómyrkur í máli og Hamilton. "Ég gerði mistök í beygju og fór yfir kant. Bíllinn tók flugið og þegar hann lenti, þá brotnaði framfjörðun. Það voru vonbrigði því ég gat ekki prófað mýkri dekkin. Bíllinn er miklu betri en sá sem ég keppti hér á í fyrra og við getum náð góðum árangri um helgina", sagði Sutil. Sutil var sektaður um 10.000 dali fyrir að keyra bílinn eftir brautinni eftir óhappið á þremur hjólum og skapa þannig hættu fyrir aðra.
Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira