Hamilton: Lokamótið stórkostlegt fyrir áhorfendur 10. nóvember 2010 12:37 Lewis Hamilton á ferð á mótssvæðinu í Abu Dhabi, en margar byggingar eru hinar skrautlegustu á svæðinu. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton er einn fjögurra ökumanna sem á möguleika á meistaratili ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um helgina. Hann verður að vinna mótið til að eiga nokkra möguleika á titilinum og keppinautum hans þarf að ganga miður vel. Fernando Alonso er 24 stigum á undan Hamilton, Mark Webber 16 stigum og Sebastian Vettel 9 stigum. Fyrir sigur fengi Hamilton 25 stig og gengi hans ræðst af því hvar keppinautarnir ljúka keppni. Alonso má þá ekki fá nein stig í mótinu, sem þýðir að hann verður að vera í ellefta sæti eða neðar. Webber verður að sama skapi að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki vera ofar en í þriðja sæti. Ef þetta yrði lokastaða keppinauta Hamiltons, þá ynni hann titilinn með einu stigi á Webber og Vettel. "Ég hef verið í titilslagnum tvö síðustu keppnistímabil og veit því hvaða álag fylgir því, þegar titilinn er nánst í höndum manns. Núna er þetta öðruvísi. Ég á tölfræðilega möguleika og þarf bæði að vinna og forystumaður stigamótins má ekki fá stig. Það dugir ekki einu sinni til og álagið er því minna en 2007 og 2008", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hamilton segist þó mæta galvaskur í slaginn og það hafi sýnt sig að málin geta þróast á ýmsan hátt og síðasta mótið gæti verið óútreiknanlegt. "Ég veit það að eigin reynslu að tímabilið er ekki búið fyrr en komið er yfir endamark og ég þarf að ljúka mótinu og pressa stíft. Þetta verður stórkostlegur viðburður mót fyrir áhorfendur um heim allan", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi hefst í dagsbirtu en lýkur við sólsetur og í flóðljósum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá á sunnudag. Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er einn fjögurra ökumanna sem á möguleika á meistaratili ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um helgina. Hann verður að vinna mótið til að eiga nokkra möguleika á titilinum og keppinautum hans þarf að ganga miður vel. Fernando Alonso er 24 stigum á undan Hamilton, Mark Webber 16 stigum og Sebastian Vettel 9 stigum. Fyrir sigur fengi Hamilton 25 stig og gengi hans ræðst af því hvar keppinautarnir ljúka keppni. Alonso má þá ekki fá nein stig í mótinu, sem þýðir að hann verður að vera í ellefta sæti eða neðar. Webber verður að sama skapi að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki vera ofar en í þriðja sæti. Ef þetta yrði lokastaða keppinauta Hamiltons, þá ynni hann titilinn með einu stigi á Webber og Vettel. "Ég hef verið í titilslagnum tvö síðustu keppnistímabil og veit því hvaða álag fylgir því, þegar titilinn er nánst í höndum manns. Núna er þetta öðruvísi. Ég á tölfræðilega möguleika og þarf bæði að vinna og forystumaður stigamótins má ekki fá stig. Það dugir ekki einu sinni til og álagið er því minna en 2007 og 2008", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hamilton segist þó mæta galvaskur í slaginn og það hafi sýnt sig að málin geta þróast á ýmsan hátt og síðasta mótið gæti verið óútreiknanlegt. "Ég veit það að eigin reynslu að tímabilið er ekki búið fyrr en komið er yfir endamark og ég þarf að ljúka mótinu og pressa stíft. Þetta verður stórkostlegur viðburður mót fyrir áhorfendur um heim allan", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi hefst í dagsbirtu en lýkur við sólsetur og í flóðljósum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá á sunnudag.
Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira