Brawn: Bruno Senna gæti blómstrað 9. nóvember 2009 10:44 Ayrton heitin Senna og frændi hans Bruno Senna. Frændi hins heimsþekkta Ayrtons Senna, Bruno Senna keppir í Formúlu 1 á næsta ári og Ross Brawn, eigandi heimsmeistaraliðsins telur að hann geti orðið góður í Formúlu 1. Í fyrra spáði Brawn í að ráða Senna til Honda liðsins, sem síðar varð Brawn, en kaus að nýta krafta Rubens Barrichello vegna reynslunnar. "Senna var besti ungi ökumaðurinn sem við prófuðum og gerði góða hluti á æfingum", sagði Brawn. Senna hefur verið ráðinn ökumaður hjá Campos liðinu, sem er nýtt Formúlu 1 lið frá Spáni. Það er í eigu Adrian Campos sem er fyrrum Formúlu 1 ökumaður. "Mig hlakkar til að sjá hvernig Senna stendur sig, en það verður nokkur pressa að bera Senna eftirnafnið í Formúlu 1. Hann er í toppformi og getur æft sig í ökuhermi og kart kappakstri. Michael Schumacher æfði sig mikið á kart bílum og hélt sér þannig ferskum", sagði Brawn. Senna keppti í sportbílakappakstri á þessu ári og afþakkaði sæti hjá Mercedes í DTM mótaröðinni í upphafi tímabilsins. Draumur hans um sæti í Formúlu 1 hefur nú ræst, eftir að Brawn hafnaði honum í fyrra. Allt bendir til þess að Brawn ráði Nico Rosberg og Jenson Button til liðsins á næsta ári. Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Frændi hins heimsþekkta Ayrtons Senna, Bruno Senna keppir í Formúlu 1 á næsta ári og Ross Brawn, eigandi heimsmeistaraliðsins telur að hann geti orðið góður í Formúlu 1. Í fyrra spáði Brawn í að ráða Senna til Honda liðsins, sem síðar varð Brawn, en kaus að nýta krafta Rubens Barrichello vegna reynslunnar. "Senna var besti ungi ökumaðurinn sem við prófuðum og gerði góða hluti á æfingum", sagði Brawn. Senna hefur verið ráðinn ökumaður hjá Campos liðinu, sem er nýtt Formúlu 1 lið frá Spáni. Það er í eigu Adrian Campos sem er fyrrum Formúlu 1 ökumaður. "Mig hlakkar til að sjá hvernig Senna stendur sig, en það verður nokkur pressa að bera Senna eftirnafnið í Formúlu 1. Hann er í toppformi og getur æft sig í ökuhermi og kart kappakstri. Michael Schumacher æfði sig mikið á kart bílum og hélt sér þannig ferskum", sagði Brawn. Senna keppti í sportbílakappakstri á þessu ári og afþakkaði sæti hjá Mercedes í DTM mótaröðinni í upphafi tímabilsins. Draumur hans um sæti í Formúlu 1 hefur nú ræst, eftir að Brawn hafnaði honum í fyrra. Allt bendir til þess að Brawn ráði Nico Rosberg og Jenson Button til liðsins á næsta ári.
Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira