Umfjöllun: Grindvíkingar gjörsigraðir á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. október 2009 21:54 Amani Bin Daanish náði sér ekki á strik í kvöld. Njarðvík vann í kvöld góðan sjö stiga sigur á Grindavík á útivelli, 74-67, í Iceland Express-deild karla í kvöld. Grindavík var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi algerlega í síðari hálfleik. Njarðvíkingar léku þá mjög sterkan varnarleik sem Grindvíkingar réðu ekkert við. Lykilleikmenn Grindavíkur voru langt frá sínu besta í kvöld en sérstaklega var það sóknarleikurinn sem brást þeim gulklæddu í kvöld. Heimamenn voru greinilega búnir að hrista af sér slenið frá því í leiknum gegn Fjölni þegar þriggja stiga skotnýtingin var með eindæmum léleg. Grindvíkingar settu niður þrjá þrista á upphafsmínútunum og náðu þar með frumkvæðinu í leiknum. Njarðvíkingar voru þó aldrei langt undan og var munurinn sex stig þegar fyrsta leikhluta lauk, 20-14. Þessi fína skotnýting átti þó ekki eftir að endast. Njarðvíkingar mættu grimmir til leiks í öðrum leikhluta og náðu forystunni eftir fjögurra stiga kerfi hjá Magnúsi Gunnarssyni. Grindvíkingar voru þó grimmir í sóknarfráköstunum en það virtist einfaldlega ekki borga sig þar sem skotnýtingin var ekki góð á þessum kafla. Páll Axel Vilbergsson hafði ekkert hitt en þegar hann setti niður sinn fyrsta þrist á sautjándu mínútu leiksins náðu Grindvíkingar aftur undirtökunum í leiknum. Hann bætti svo um betur og setti niður átta stig á síðustu mínútum hálfleiksins. Staðan þá var 38-34, heimamönnum í vil. Leikurinn gjörbreyttist í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar voru afar fastir fyrir í sínum varnarleik en þegar Grindvíkingar komust í skot virtist ekkert fara niður. Gestirnir breyttu stöðunni úr 43-42 í 43-58, sér í vil, með 16-0 spretti. Hver þristurinn af öðrum datt niður hjá þeim grænklæddu sem léku á als oddi, bæði í vörn og sókn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn aftur áður en leiktíminn rann út en það var bara of lítið og of seint. Ómar Örn Sævarsson var eini maðurinn með rænu í Grindavíkurliðinu í seinni hálfleik en hann gat ekki klárað dæmið einn síns liðs fyrir heimamenn. Njarðvíkingar gerðu endanlega út um leikinn þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka og Grindavík fékk dæmda á sig tæknivillu fyrir mótmæli. Njarðvík jók þá muninn í tólf stig sem reyndist of stórt bil til að brúa á tveimur mínútum. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í kvöld en munaði mestu um að sóknarleikur Grindvíkinga var í algerum molum, sérstklega í síðari hálfleik. Bandaríkjamaðurinn Amani Bin Daanish komst ekki á blað fyrr en í síðasta leikhlutanum og Páll Axel Vilbergsson skoraði aðeins þrjú stig ef frá eru talin stigin átta sem hann skoraði á stuttum leikkafla undir lok fyrri hálfleiks. Magnús Þór Gunnarsson, Friðrik Stefánsson og Jóhann Árni Ólafsson voru mjög drjúgir í liði Njarðvíkur og þeir ásamt öflugum varnarleik sáu til þess að Njarðvík er enn taplaust á leiktíðinni. Stig Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson 15, Brenton Birmingham 13, Páll Axel Vilbergsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6 (9 fráköst), Amani Bin Daanish 5, Björn Steinar Brynjólfsson 4, Ólafur Ólafsson 3, Guðlaugur Eyjólfsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 21, Jóhann Árni Ólafsson 16, Friðrik Stefánsson 18 (15 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 6, Kristján Rúnar Sigurðsson 5, Guðmundur Jónsson 4, Páll Kristinsson 2 (9 fráköst), Hjörtur Hrafn Einarsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Njarðvík vann í kvöld góðan sjö stiga sigur á Grindavík á útivelli, 74-67, í Iceland Express-deild karla í kvöld. Grindavík var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi algerlega í síðari hálfleik. Njarðvíkingar léku þá mjög sterkan varnarleik sem Grindvíkingar réðu ekkert við. Lykilleikmenn Grindavíkur voru langt frá sínu besta í kvöld en sérstaklega var það sóknarleikurinn sem brást þeim gulklæddu í kvöld. Heimamenn voru greinilega búnir að hrista af sér slenið frá því í leiknum gegn Fjölni þegar þriggja stiga skotnýtingin var með eindæmum léleg. Grindvíkingar settu niður þrjá þrista á upphafsmínútunum og náðu þar með frumkvæðinu í leiknum. Njarðvíkingar voru þó aldrei langt undan og var munurinn sex stig þegar fyrsta leikhluta lauk, 20-14. Þessi fína skotnýting átti þó ekki eftir að endast. Njarðvíkingar mættu grimmir til leiks í öðrum leikhluta og náðu forystunni eftir fjögurra stiga kerfi hjá Magnúsi Gunnarssyni. Grindvíkingar voru þó grimmir í sóknarfráköstunum en það virtist einfaldlega ekki borga sig þar sem skotnýtingin var ekki góð á þessum kafla. Páll Axel Vilbergsson hafði ekkert hitt en þegar hann setti niður sinn fyrsta þrist á sautjándu mínútu leiksins náðu Grindvíkingar aftur undirtökunum í leiknum. Hann bætti svo um betur og setti niður átta stig á síðustu mínútum hálfleiksins. Staðan þá var 38-34, heimamönnum í vil. Leikurinn gjörbreyttist í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar voru afar fastir fyrir í sínum varnarleik en þegar Grindvíkingar komust í skot virtist ekkert fara niður. Gestirnir breyttu stöðunni úr 43-42 í 43-58, sér í vil, með 16-0 spretti. Hver þristurinn af öðrum datt niður hjá þeim grænklæddu sem léku á als oddi, bæði í vörn og sókn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn aftur áður en leiktíminn rann út en það var bara of lítið og of seint. Ómar Örn Sævarsson var eini maðurinn með rænu í Grindavíkurliðinu í seinni hálfleik en hann gat ekki klárað dæmið einn síns liðs fyrir heimamenn. Njarðvíkingar gerðu endanlega út um leikinn þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka og Grindavík fékk dæmda á sig tæknivillu fyrir mótmæli. Njarðvík jók þá muninn í tólf stig sem reyndist of stórt bil til að brúa á tveimur mínútum. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í kvöld en munaði mestu um að sóknarleikur Grindvíkinga var í algerum molum, sérstklega í síðari hálfleik. Bandaríkjamaðurinn Amani Bin Daanish komst ekki á blað fyrr en í síðasta leikhlutanum og Páll Axel Vilbergsson skoraði aðeins þrjú stig ef frá eru talin stigin átta sem hann skoraði á stuttum leikkafla undir lok fyrri hálfleiks. Magnús Þór Gunnarsson, Friðrik Stefánsson og Jóhann Árni Ólafsson voru mjög drjúgir í liði Njarðvíkur og þeir ásamt öflugum varnarleik sáu til þess að Njarðvík er enn taplaust á leiktíðinni. Stig Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson 15, Brenton Birmingham 13, Páll Axel Vilbergsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6 (9 fráköst), Amani Bin Daanish 5, Björn Steinar Brynjólfsson 4, Ólafur Ólafsson 3, Guðlaugur Eyjólfsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 21, Jóhann Árni Ólafsson 16, Friðrik Stefánsson 18 (15 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 6, Kristján Rúnar Sigurðsson 5, Guðmundur Jónsson 4, Páll Kristinsson 2 (9 fráköst), Hjörtur Hrafn Einarsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins