Umfjöllun: Tap gegn Austurríki Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. ágúst 2009 18:24 Sigurður þjálfari hefur ekki verið ánægður með leik Íslands í dag. Mynd/Stefán Ísland hafnaði í fjórða sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppni landsliða í körfubolta eftir, 76-65, ósigur gegn Austurríki í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins. Íslenska liðið hóf leikinn afleitlega. Austurríkismenn gátu skorað af vild og ekkert datt í körfuna hinu megin á vellinum. Eftir þrjár og hálfa mínútu var Austurríki komið með ellefu stiga forystu, 13-2. Austurríki náði fimmtán stiga forskoti áður en Íslands skoraði aftur. Um leið og Ísland hætti að leita að þriggja stiga skoti í hverri sókn, liðið klikkaði úr sex slíkum skotum á fyrstu mínútum leiksins, fór leikur liðsins að ganga betur, bæði í vörn og sókn. Ísland minnkaði muninn í sex stig fyrir leikhlé, 23-17. Logi Gunnarsson bar íslenska liðið uppi í fjórðungnum með níu stigum og 100% skotnýtingu. Jón Arnór Stefánsson skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og jafnaði leikinn, 23-23. Jón Arnór skoraði alls ellefu fyrstu stig Íslands í fjórðungnum en hann hefði þurft mun meiri hjálp því Austurríska liðið beit frá sér á nýjan leik og náði átta stiga forystu, 38-30. Ísland endaði fyrri hálfleik á svipuðum nótum liðið hóf hann og gengu Austurríkismenn á lagið og náðu ellefu stiga forystu fyrir hálfleikinn, 45-34. Ísland hitti úr þrem af fjórtán þriggja stiga skotum sínum í hálfleikum en liðið þarf að nýta þau betur gegn liði eins og Austurríki. Jón Arnór skoraði 13 stig í hálfleiknum og Logi Gunnarsson 11 en aðrir leikmenn liðsins náðu sér engan vegin á strik. Ekkert gekk í sóknarleik íslenska liðsins í upphafi síðari hálfleiks og skoraði liðið aðeins tvö stig fyrstu mínútur hans. Það var til happs að sóknarleikur Austurríkis var ekki mikið skárri og því munaði aðeins fjórtán stigum, 52-38. Ísland náði að minnka muninn í sjö stig, 54-47, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta en þá hrundi leikur liðsins og Austurríki náði tólf stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann, 60-48. Ísland hóf síðustu atlöguna að forystu Austurríkis þegar sex mínútur voru til leiksloka. Liðið var tíu stigum undir, 53-63. Þá setti Páll Axel Vilbergsson niður tvær þriggja stiga körfur, hans fyrstu stig í leiknum, og skyndilega munaði aðeins fjórum stigum á liðum og rétt innan við fimm mínútur eftir, 59-63. Sigurður Þorsteinsson minnkaðu muninn í tvö stig í næstu sókn en þá skoruðu gestirnir fimm stig í röð og munurinn var kominn í sjö stig, 68-61, og þrjár mínútur til leiksloka. Nær komst íslenska liðið ekki á lokasprettinum og Austurríki tryggði sér því þriðja sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppninnar með ellefu stiga sigri, 65-76. Stig Íslands: Logi Gunnarsson 17, Jón Arnór Stefánsson 16, Pavel Ermolinskij 10, Páll Axel Vilbergsson 6, Sigurður Þorsteinsson 5, Hlynur Bæringsson 5, Helgi Már Magnússon 3, Hörður Axel Vilhjálmsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Ísland hafnaði í fjórða sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppni landsliða í körfubolta eftir, 76-65, ósigur gegn Austurríki í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins. Íslenska liðið hóf leikinn afleitlega. Austurríkismenn gátu skorað af vild og ekkert datt í körfuna hinu megin á vellinum. Eftir þrjár og hálfa mínútu var Austurríki komið með ellefu stiga forystu, 13-2. Austurríki náði fimmtán stiga forskoti áður en Íslands skoraði aftur. Um leið og Ísland hætti að leita að þriggja stiga skoti í hverri sókn, liðið klikkaði úr sex slíkum skotum á fyrstu mínútum leiksins, fór leikur liðsins að ganga betur, bæði í vörn og sókn. Ísland minnkaði muninn í sex stig fyrir leikhlé, 23-17. Logi Gunnarsson bar íslenska liðið uppi í fjórðungnum með níu stigum og 100% skotnýtingu. Jón Arnór Stefánsson skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og jafnaði leikinn, 23-23. Jón Arnór skoraði alls ellefu fyrstu stig Íslands í fjórðungnum en hann hefði þurft mun meiri hjálp því Austurríska liðið beit frá sér á nýjan leik og náði átta stiga forystu, 38-30. Ísland endaði fyrri hálfleik á svipuðum nótum liðið hóf hann og gengu Austurríkismenn á lagið og náðu ellefu stiga forystu fyrir hálfleikinn, 45-34. Ísland hitti úr þrem af fjórtán þriggja stiga skotum sínum í hálfleikum en liðið þarf að nýta þau betur gegn liði eins og Austurríki. Jón Arnór skoraði 13 stig í hálfleiknum og Logi Gunnarsson 11 en aðrir leikmenn liðsins náðu sér engan vegin á strik. Ekkert gekk í sóknarleik íslenska liðsins í upphafi síðari hálfleiks og skoraði liðið aðeins tvö stig fyrstu mínútur hans. Það var til happs að sóknarleikur Austurríkis var ekki mikið skárri og því munaði aðeins fjórtán stigum, 52-38. Ísland náði að minnka muninn í sjö stig, 54-47, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta en þá hrundi leikur liðsins og Austurríki náði tólf stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann, 60-48. Ísland hóf síðustu atlöguna að forystu Austurríkis þegar sex mínútur voru til leiksloka. Liðið var tíu stigum undir, 53-63. Þá setti Páll Axel Vilbergsson niður tvær þriggja stiga körfur, hans fyrstu stig í leiknum, og skyndilega munaði aðeins fjórum stigum á liðum og rétt innan við fimm mínútur eftir, 59-63. Sigurður Þorsteinsson minnkaðu muninn í tvö stig í næstu sókn en þá skoruðu gestirnir fimm stig í röð og munurinn var kominn í sjö stig, 68-61, og þrjár mínútur til leiksloka. Nær komst íslenska liðið ekki á lokasprettinum og Austurríki tryggði sér því þriðja sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppninnar með ellefu stiga sigri, 65-76. Stig Íslands: Logi Gunnarsson 17, Jón Arnór Stefánsson 16, Pavel Ermolinskij 10, Páll Axel Vilbergsson 6, Sigurður Þorsteinsson 5, Hlynur Bæringsson 5, Helgi Már Magnússon 3, Hörður Axel Vilhjálmsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins