Sigur Ferrari afmælisgjöf til forsetans 31. ágúst 2009 07:55 Ferrari fagnaði kimi Raikkönen, konungi Spa eftir kappaksturinn í gær. mynd: kappakstur.is Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari var að vonum ánægður með fyrsta sigur Ferrari á árinu og hann segir ekkert ákveðið með framtíð Kimi Raikkönen eða Fernando Alonso hjá liðinu. "Það var sætt að sigra eftir svo erfitt tímabil og það sem henti Felipe Massa fyrir mánuði síðan. Hann fylgdist með keppninni og fer í læknisskoðun í dag. Ég er virkilega ánægður með Raikkönen sem vann, þrátt fyrir alla umræðu fjölmiðla um að hann sé að hætta hjá Ferrari. Það er ekkert hæft í því eða annarri umfjöllum um ökumenn okkar", sagði Domenicali. Mikið hefur verið rætt um að Giancarlo Fisichella taki sæti Luca Badoer í næstu keppni og svör Fisichella hafa vissulega verið loðinn, en Domenicali svarar líka fáu um málið. Þá segir hann af og frá að Fernando Alonso keyri fyrir liðið í næstu mótum. "Sigurinn var góð afmælisgjöf fyrir forseta Ferrari sem á afmæli í dag og fyrir alla þá sem vinna með Ferrari. Þá hafa áhangendur okkar þjáðst með okkur og sigurinn var því mikilvægur öllum. Okkur hefur gengið vel í undanförnum mótum, en tæknilega séð er vandasamt að skilja hvað er í gangi. Við höfum fryst framþróun bílsins, en vinnum samt. Raikkönen ók eins og andskotinn væri á eftir honum og sneri á Fisichella á mikilvægu augnabliki. Það skóp sigurinn", sagði Domenicali. Ferrari mun ákveða á næstu dögum hvort Badoer ekur áfram hjá Ferrari, en hann hefur lent í neðsta sæti í báðum mótunum sem hann hefur ekið með Ferrari síðan Massa meiddist. Massa fer í lælknisskoðun hjá þekktum lækni í Miami í dag og fær úr því skorið hvenær hann má keppa. Sjá stigagjöfina í mótum ársins Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari var að vonum ánægður með fyrsta sigur Ferrari á árinu og hann segir ekkert ákveðið með framtíð Kimi Raikkönen eða Fernando Alonso hjá liðinu. "Það var sætt að sigra eftir svo erfitt tímabil og það sem henti Felipe Massa fyrir mánuði síðan. Hann fylgdist með keppninni og fer í læknisskoðun í dag. Ég er virkilega ánægður með Raikkönen sem vann, þrátt fyrir alla umræðu fjölmiðla um að hann sé að hætta hjá Ferrari. Það er ekkert hæft í því eða annarri umfjöllum um ökumenn okkar", sagði Domenicali. Mikið hefur verið rætt um að Giancarlo Fisichella taki sæti Luca Badoer í næstu keppni og svör Fisichella hafa vissulega verið loðinn, en Domenicali svarar líka fáu um málið. Þá segir hann af og frá að Fernando Alonso keyri fyrir liðið í næstu mótum. "Sigurinn var góð afmælisgjöf fyrir forseta Ferrari sem á afmæli í dag og fyrir alla þá sem vinna með Ferrari. Þá hafa áhangendur okkar þjáðst með okkur og sigurinn var því mikilvægur öllum. Okkur hefur gengið vel í undanförnum mótum, en tæknilega séð er vandasamt að skilja hvað er í gangi. Við höfum fryst framþróun bílsins, en vinnum samt. Raikkönen ók eins og andskotinn væri á eftir honum og sneri á Fisichella á mikilvægu augnabliki. Það skóp sigurinn", sagði Domenicali. Ferrari mun ákveða á næstu dögum hvort Badoer ekur áfram hjá Ferrari, en hann hefur lent í neðsta sæti í báðum mótunum sem hann hefur ekið með Ferrari síðan Massa meiddist. Massa fer í lælknisskoðun hjá þekktum lækni í Miami í dag og fær úr því skorið hvenær hann má keppa. Sjá stigagjöfina í mótum ársins
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira