Umfjöllun: Draumabyrjun Sigurðar með Njarðvík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. október 2009 22:06 Friðrik átti þokkalegan leik með Njarðvík í kvöld. Mynd/Arnþór Sigurður Ingimundarson þreytti frumraun sína sem þjálfari Njarðvíkur í kvöld er hans menn sóttu ÍR heim í íþróttahús Kennaraháskólans. Frumraunin gekk vel því Njarðvík vann öruggan sigur, 70-88. ÍR-ingar komnir á nýjan heimavöll þar sem þeir eru orðnir þreyttir á að spila á dúk í Breiðholtinu. Parket er á gólfinu í Kennaraháskólanum en lítið annað og húsið varla boðlegt fyrir leik í efstu deild. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Hreggviður Magnússon var sjóðheitur og setti niður hvern þristinn á fætur öðrum en hann skoraði 11 af fyrstu 13 stigum ÍR-inga. ÍR-ingar voru reyndar fullkappsmiklir á köflum og Sveinbörn Claessen mátti þakka fyrir að hanga inn á vellinum er hann sparkaði í andlit Páls Kristinssonar. Ljótur leikur hjá Sveinbirni. Njarðvík gaf heimamönnum samt ekkert eftir og var aðeins einu stigi á eftir, 25-24. Gestirnir spiluðu fína vörn í öðrum leikhluta og náðu forystu fyrir leikhlé, 37-44. Þriðji leikhlutinn var lyginni líkastur. Njarðvík spilaði ótrúlega sterka vörn og ÍR kom vart góðu skoti á körfuna. Fyrsta stig heimamanna í leikhlutanum kom ekki fyrr en eftir rúmar 5 mínútur og það af vítalínunni. Fyrstu stig heimamanna í leikhlutanum utan af velli kom þegar 2.20 mín voru eftir af leikhlutanum. Eftir þriðja leikhlutann var staðan 46-69 og síðasti leikhlutinn var aldrei spennandi. Hreggviður var flottur í liði ÍR-inga en vantaði sárlega aðstoð frá fleiri félögum sínum. Nemanja Sovic olli miklum vonbrigðum og fann sig engan veginn. Kristinn Jónsson var í tómu tjóni þangað til hann reiddist og þá fór hann að spila hörkuvel. Félagar hans verða því að muna að pirra hann rækilega fyrir næsta leik. Magnús Þór Gunnarsson og Jóhann Árni Ólafsson voru sterkastir í liði Njarðvíkinga en Jóhann var samt nokkuð mistækur framan af. Rúnar Ingi Erlingsson sýndi einnig lipur tilþrif. ÍR-Njarðvík 70-88 Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 16, Nemanja Sovic 12, Sveinbjörn Claessen 11, Kristinn Jónsson 9, Ólafur Þórisson 8, Davíð Fritzson 5, Steinar Arason 5, Gunnlaugur Elsuson 4.Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 24, Jóhann Árni Ólafsson 21, Kristján Sigurðsson 8, Guðmundur Jónsson 8, Friðrik Stefánsson 8, Páll Kristinsson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 6. Dominos-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Sigurður Ingimundarson þreytti frumraun sína sem þjálfari Njarðvíkur í kvöld er hans menn sóttu ÍR heim í íþróttahús Kennaraháskólans. Frumraunin gekk vel því Njarðvík vann öruggan sigur, 70-88. ÍR-ingar komnir á nýjan heimavöll þar sem þeir eru orðnir þreyttir á að spila á dúk í Breiðholtinu. Parket er á gólfinu í Kennaraháskólanum en lítið annað og húsið varla boðlegt fyrir leik í efstu deild. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Hreggviður Magnússon var sjóðheitur og setti niður hvern þristinn á fætur öðrum en hann skoraði 11 af fyrstu 13 stigum ÍR-inga. ÍR-ingar voru reyndar fullkappsmiklir á köflum og Sveinbörn Claessen mátti þakka fyrir að hanga inn á vellinum er hann sparkaði í andlit Páls Kristinssonar. Ljótur leikur hjá Sveinbirni. Njarðvík gaf heimamönnum samt ekkert eftir og var aðeins einu stigi á eftir, 25-24. Gestirnir spiluðu fína vörn í öðrum leikhluta og náðu forystu fyrir leikhlé, 37-44. Þriðji leikhlutinn var lyginni líkastur. Njarðvík spilaði ótrúlega sterka vörn og ÍR kom vart góðu skoti á körfuna. Fyrsta stig heimamanna í leikhlutanum kom ekki fyrr en eftir rúmar 5 mínútur og það af vítalínunni. Fyrstu stig heimamanna í leikhlutanum utan af velli kom þegar 2.20 mín voru eftir af leikhlutanum. Eftir þriðja leikhlutann var staðan 46-69 og síðasti leikhlutinn var aldrei spennandi. Hreggviður var flottur í liði ÍR-inga en vantaði sárlega aðstoð frá fleiri félögum sínum. Nemanja Sovic olli miklum vonbrigðum og fann sig engan veginn. Kristinn Jónsson var í tómu tjóni þangað til hann reiddist og þá fór hann að spila hörkuvel. Félagar hans verða því að muna að pirra hann rækilega fyrir næsta leik. Magnús Þór Gunnarsson og Jóhann Árni Ólafsson voru sterkastir í liði Njarðvíkinga en Jóhann var samt nokkuð mistækur framan af. Rúnar Ingi Erlingsson sýndi einnig lipur tilþrif. ÍR-Njarðvík 70-88 Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 16, Nemanja Sovic 12, Sveinbjörn Claessen 11, Kristinn Jónsson 9, Ólafur Þórisson 8, Davíð Fritzson 5, Steinar Arason 5, Gunnlaugur Elsuson 4.Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 24, Jóhann Árni Ólafsson 21, Kristján Sigurðsson 8, Guðmundur Jónsson 8, Friðrik Stefánsson 8, Páll Kristinsson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 6.
Dominos-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins