Ross Brawn: Titilslagurinn verður heiðarlegur 27. september 2009 09:23 Jenson Button og Rubens Barrichello eru efstir í stigamótinu og aka báðir hjá Brawn liðinu. mynd: kappakstur.is Ross Brawn, eigandi Brawn liðsins segir að titilslagurinn á milli Jenson Button og Rubens Barrichello verði opinn og heiðarlegur og engar liðsskipanir verði gefnar til að hygla að öðrum ökumanninum. "Við gerum þetta eins hreint og beint og hægt er. Það verður ekki betur hlúð að öðrum fyrr en annar á ekki tölfræðilega möguleika á titlinum", sagði Brawn, en slagurinn um titilinn í ár stendur á milli Button, Barrichello, Sebastian Vettel og Mark Webber. Þeir síðastnefndu er í mun betri stöðu á ráslínu fyrir Singapúr kappaksturinn sem fer fram í dag. Eru í öðru og fjórða sæti á ráslínu, en Brawn menn í því tíunda og tólfta. "Button byrjaði tímabilið betur og Barrichello var í vandræðum með bremsurnar þar til við skiptum um bremsubúnað hjá honun. Þá varð hann -öruggari. Þeir eru svipaðir ökumenn og miðla upplýsingum frjálslega sín á milli og það gera tæknimenn þeirra líka. Þeir munu keppa á jafnréttisgrundvelli til loka mótsins", sagði Brawn en fjögur mót eru eftir. Bein útsending er frá kappakstrinum í Singapúr kl. 11:30 á Stöð 2 Sport, en klukkan 14.15 verður þátturinn Endamarkið og hann er endursýndur kl. 22.00 í kvöld. Sjá stigastöðuna og brautarlýsingu Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ross Brawn, eigandi Brawn liðsins segir að titilslagurinn á milli Jenson Button og Rubens Barrichello verði opinn og heiðarlegur og engar liðsskipanir verði gefnar til að hygla að öðrum ökumanninum. "Við gerum þetta eins hreint og beint og hægt er. Það verður ekki betur hlúð að öðrum fyrr en annar á ekki tölfræðilega möguleika á titlinum", sagði Brawn, en slagurinn um titilinn í ár stendur á milli Button, Barrichello, Sebastian Vettel og Mark Webber. Þeir síðastnefndu er í mun betri stöðu á ráslínu fyrir Singapúr kappaksturinn sem fer fram í dag. Eru í öðru og fjórða sæti á ráslínu, en Brawn menn í því tíunda og tólfta. "Button byrjaði tímabilið betur og Barrichello var í vandræðum með bremsurnar þar til við skiptum um bremsubúnað hjá honun. Þá varð hann -öruggari. Þeir eru svipaðir ökumenn og miðla upplýsingum frjálslega sín á milli og það gera tæknimenn þeirra líka. Þeir munu keppa á jafnréttisgrundvelli til loka mótsins", sagði Brawn en fjögur mót eru eftir. Bein útsending er frá kappakstrinum í Singapúr kl. 11:30 á Stöð 2 Sport, en klukkan 14.15 verður þátturinn Endamarkið og hann er endursýndur kl. 22.00 í kvöld. Sjá stigastöðuna og brautarlýsingu
Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira