Hörður: Ég er sleginn yfir ummælum Eiðs Smára Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2009 12:36 Hörður Magnússon. „Ég er steinhissa í raun og veru að hann skuli tjá sig með þessum hætti. Ég er svolítið sleginn yfir þessu," sagði Hörður Magnússon íþróttafréttamaður við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 áðan en Eiður lætur Hörð heyra það í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Má lesa það viðtal hér á Vísi. „Ég var ekki að kalla eftir einu né neinu. Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, hringdi í mig og bað mig um álit. Ég gaf það en var ekki að kalla sjálfur eftir neinni umfjöllun um Eið," sagði Hörður. Hann skilur ekki að Eiður sé svona sár yfir því að íþróttafréttamaður sé að gagnrýna hann. „Ef að menn sem eru íþróttafréttamenn geta ekki fjallað um frammistöðu knattspyrnumanna, hverjir eiga þá að gera það? Ég meina eiga stjórnmálamenn að fjalla um pólitískar fréttir? Ég veit ekki alveg hvaðan hann er að koma og hvort hann hreinlega las mína gagnrýni sem var frekar uppbyggileg. Ég hef lýst óteljandi leikjum með Eiði og hrósað honum mikið í gegnum tíðina og það ekki að ósekju," sagði Hörður. Athygli vekur að Eiður ákveður að beina spjótum sínum meðal annars að holdarfari Harðar og gerir lítið úr ferli hans í viðtalinu. „Ég skil það ekki alveg. Ég var nú ekkert að tjá mig um hvernig hann lítur út. Ég hélt mig við málefnalega gagnrýni. Hann ákveður að gera þetta eitthvað persónulegt. Hann verður að meta það sjálfur hvort hann gekk of langt. Ég skil annars ekki af hverju hann er svona sár út í mig því hann segir sjálfur í viðtalinu í Fréttablaðinu að hann hafi ekki fundið sig," sagði Hörður sem var sleginn eins og áður kom fram. „Eiður er greinilega viðkvæmur. Ég hélt kannski að hann myndi svara þessari gagnrýni á vellinum og gefa mér langt nef þar. Þannig hefur hann margoft svarað gagnrýni. Ég vona að hann geri það skori þrennu í landsleiknum í dag," sagði Hörður í útvarpsþættinum fótbolti.net. Íslenski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
„Ég er steinhissa í raun og veru að hann skuli tjá sig með þessum hætti. Ég er svolítið sleginn yfir þessu," sagði Hörður Magnússon íþróttafréttamaður við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 áðan en Eiður lætur Hörð heyra það í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Má lesa það viðtal hér á Vísi. „Ég var ekki að kalla eftir einu né neinu. Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, hringdi í mig og bað mig um álit. Ég gaf það en var ekki að kalla sjálfur eftir neinni umfjöllun um Eið," sagði Hörður. Hann skilur ekki að Eiður sé svona sár yfir því að íþróttafréttamaður sé að gagnrýna hann. „Ef að menn sem eru íþróttafréttamenn geta ekki fjallað um frammistöðu knattspyrnumanna, hverjir eiga þá að gera það? Ég meina eiga stjórnmálamenn að fjalla um pólitískar fréttir? Ég veit ekki alveg hvaðan hann er að koma og hvort hann hreinlega las mína gagnrýni sem var frekar uppbyggileg. Ég hef lýst óteljandi leikjum með Eiði og hrósað honum mikið í gegnum tíðina og það ekki að ósekju," sagði Hörður. Athygli vekur að Eiður ákveður að beina spjótum sínum meðal annars að holdarfari Harðar og gerir lítið úr ferli hans í viðtalinu. „Ég skil það ekki alveg. Ég var nú ekkert að tjá mig um hvernig hann lítur út. Ég hélt mig við málefnalega gagnrýni. Hann ákveður að gera þetta eitthvað persónulegt. Hann verður að meta það sjálfur hvort hann gekk of langt. Ég skil annars ekki af hverju hann er svona sár út í mig því hann segir sjálfur í viðtalinu í Fréttablaðinu að hann hafi ekki fundið sig," sagði Hörður sem var sleginn eins og áður kom fram. „Eiður er greinilega viðkvæmur. Ég hélt kannski að hann myndi svara þessari gagnrýni á vellinum og gefa mér langt nef þar. Þannig hefur hann margoft svarað gagnrýni. Ég vona að hann geri það skori þrennu í landsleiknum í dag," sagði Hörður í útvarpsþættinum fótbolti.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira