Skilanefndir banka og kröfuhafar í uppnámi Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 8. apríl 2009 05:00 Álfheiður Ingadóttir „Með frumvarpi um slitameðferð fjármálafyrirtækja er verið að setja greiðslustöðvun þeirra í lögformlegt ferli byggt á gjaldþrotaskiptalögum. Við höfum fengið álit við það og umsagnir og skoðum málið þegar það kemur aftur til okkar eftir aðra umræðu á Alþingi," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis. Hún bendir á að núverandi gjaldþrotaskiptalög þyki ekki henta fjármálafyrirtækjum. Með frumvarpinu sé verið að setja fastan ramma um þrot þeirra og greiðslustöðvun. Álfheiður bendir þó á að mikilvægt sé að slíta ekki greiðslustöðvun gömlu bankanna. Fulltrúar erlendra kröfuhafa gömlu bankanna munu margir vera argir yfir frumvarpinu, ekki síst þeim hluta þess sem kveður á um að héraðsdómur skipi framvegis þriggja til fimm manna slitastjórn yfir fjármálafyrirtæki. Stjórnirnar eigi að starfa samhliða skilanefndum gömlu bankanna. Viðskiptanefnd hefur lagt til að verkefni skilanefnda færist yfir til slitastjórna á næstu sex mánuðum. Margir kröfuhafar hafa gagnrýnt fyrirkomulagið en þeir telja núverandi skilanefndir ófærar um að semja um eignir gömlu bankanna þar sem frumvarpið takmarki umboð þeirra. Skilanefndir Kaupþings og Landsbankans hafa íhugað að segja upp af þessum sökum, samkvæmt heimildum Markaðarins. „Kröfuhafarnir eru sömuleiðis hræddir um að þau verðmæti sem fólgin eru í þekkingu og samböndum skilanefndanna fari forgörðum ef slitastjórnir taki við," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann segir skilanefnd Glitnis ekki hafa hótað uppsögn. Þó sé ljóst að hún muni stíga sjálfkrafa til hliðar taki slitastjórn við keflinu. „Það væri eðlilegast að hætta samstundis en manni rennur blóðið til skyldunnar," segir hann og bætir við að leitt yrði að sjá samninga sem skilanefndin hafi unnið sleitulaust að verða að engu, komi hnökrar á málið. Gerist það sé hætt við að kröfuhafar slíti samningum og taki eignirnar yfir. Þetta geti átt við eignir Glitnis í Noregi og Lúxemborg, að sögn Árna. Kröfuhafar gömlu bankanna frá Bretlandi og Hollandi funduðu með skilanefndum Glitnis og Landsbanka í síðustu viku. Í kjölfarið óskuðu þeir eftir fundi með viðskiptanefnd. Þar var fátt um svör og sendu kröfuhafar Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra bréf vegna málsins í kjölfarið. „Þetta var óheppilegt því nefndin var búin að skila málinu frá sér til Alþingis og er því ekki lengur með það. Sjónarmið kröfuhafa liggja þegar fyrir," segir Álfheiður og bætir við að málið verði skoðað þegar frumvarpið komi á ný inn á borð nefndarinnar. Markaðir Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
„Með frumvarpi um slitameðferð fjármálafyrirtækja er verið að setja greiðslustöðvun þeirra í lögformlegt ferli byggt á gjaldþrotaskiptalögum. Við höfum fengið álit við það og umsagnir og skoðum málið þegar það kemur aftur til okkar eftir aðra umræðu á Alþingi," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis. Hún bendir á að núverandi gjaldþrotaskiptalög þyki ekki henta fjármálafyrirtækjum. Með frumvarpinu sé verið að setja fastan ramma um þrot þeirra og greiðslustöðvun. Álfheiður bendir þó á að mikilvægt sé að slíta ekki greiðslustöðvun gömlu bankanna. Fulltrúar erlendra kröfuhafa gömlu bankanna munu margir vera argir yfir frumvarpinu, ekki síst þeim hluta þess sem kveður á um að héraðsdómur skipi framvegis þriggja til fimm manna slitastjórn yfir fjármálafyrirtæki. Stjórnirnar eigi að starfa samhliða skilanefndum gömlu bankanna. Viðskiptanefnd hefur lagt til að verkefni skilanefnda færist yfir til slitastjórna á næstu sex mánuðum. Margir kröfuhafar hafa gagnrýnt fyrirkomulagið en þeir telja núverandi skilanefndir ófærar um að semja um eignir gömlu bankanna þar sem frumvarpið takmarki umboð þeirra. Skilanefndir Kaupþings og Landsbankans hafa íhugað að segja upp af þessum sökum, samkvæmt heimildum Markaðarins. „Kröfuhafarnir eru sömuleiðis hræddir um að þau verðmæti sem fólgin eru í þekkingu og samböndum skilanefndanna fari forgörðum ef slitastjórnir taki við," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann segir skilanefnd Glitnis ekki hafa hótað uppsögn. Þó sé ljóst að hún muni stíga sjálfkrafa til hliðar taki slitastjórn við keflinu. „Það væri eðlilegast að hætta samstundis en manni rennur blóðið til skyldunnar," segir hann og bætir við að leitt yrði að sjá samninga sem skilanefndin hafi unnið sleitulaust að verða að engu, komi hnökrar á málið. Gerist það sé hætt við að kröfuhafar slíti samningum og taki eignirnar yfir. Þetta geti átt við eignir Glitnis í Noregi og Lúxemborg, að sögn Árna. Kröfuhafar gömlu bankanna frá Bretlandi og Hollandi funduðu með skilanefndum Glitnis og Landsbanka í síðustu viku. Í kjölfarið óskuðu þeir eftir fundi með viðskiptanefnd. Þar var fátt um svör og sendu kröfuhafar Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra bréf vegna málsins í kjölfarið. „Þetta var óheppilegt því nefndin var búin að skila málinu frá sér til Alþingis og er því ekki lengur með það. Sjónarmið kröfuhafa liggja þegar fyrir," segir Álfheiður og bætir við að málið verði skoðað þegar frumvarpið komi á ný inn á borð nefndarinnar.
Markaðir Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira