Button var að kikna undan pressunni 19. október 2009 11:16 Jenson Button ásamt japönsku kærustu sinni Jessicu. mynd: kappakstur.is Bretinn Jenson Button segir að hann hafi verið að kikna undan pressunni sem fylgdi því að leiða meistaramótið og að fjölmiðlar hafi farið hamförum þegar honum gekk ekki vel á miðju tímabilinu. Hann stóð þó uppi sem Formúlu 1 meistari í gær. Breska pressan er óvæginn, en Button las ósjaldan harða gagnrýni á sig, jafnvel þó hann sé sjálfur búsettur í Mónakó þá fylgist hann með heimspressunni. Það var að að hrista verulega upp í honum og hann stóð sig að því að lesa margar neikvæðar greinar um sig í sumar og taka það inn á sig. "Til að selja blöð þarf sláandi fyrirsagnir eins og Button er að missa sig... þolir ekki pressuna... er hann verðugur meistari... En. Ég er meistari í dag. Það tekur það engin frá mér", sagði Button. Hann er þó skýjum ofar í orðsins fyllstu merkingu, bæði með árangurinn og eins er hann að fljúga frá Brasilíu til Englands til að vera við móttökuathöfn í Bretlandi. Þó Button sé meistari með Brawn, þá er hann ekki með undirritaðan samning við Brawn liðið sem vann tvö titla í gær, titil ökumanna og bílasmiða. "Ég vil að sjálfsögðu keppa á næsta ári og keppa um titilinn eins og í ár. Það mun hjálpa Brawn liðinu að kostnaðurinn er alltaf að minnka á milli ára. Það er búið að vinna mikið í 2010 bílnum, þannig að liðið er vel í stakk búið hvað næsta ár varðar. Ég er samt ekkert með samning við Brawn fyrir næsta ár. Báðir aðilar vildi klára þetta tímabil, en ég mun ræða málin við mína menn þegar ég er búinn að jafna mig á þynnkunni eftir að hafa fagnað titlinum." Sjá ítarlegt viðtal við Button Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Jenson Button segir að hann hafi verið að kikna undan pressunni sem fylgdi því að leiða meistaramótið og að fjölmiðlar hafi farið hamförum þegar honum gekk ekki vel á miðju tímabilinu. Hann stóð þó uppi sem Formúlu 1 meistari í gær. Breska pressan er óvæginn, en Button las ósjaldan harða gagnrýni á sig, jafnvel þó hann sé sjálfur búsettur í Mónakó þá fylgist hann með heimspressunni. Það var að að hrista verulega upp í honum og hann stóð sig að því að lesa margar neikvæðar greinar um sig í sumar og taka það inn á sig. "Til að selja blöð þarf sláandi fyrirsagnir eins og Button er að missa sig... þolir ekki pressuna... er hann verðugur meistari... En. Ég er meistari í dag. Það tekur það engin frá mér", sagði Button. Hann er þó skýjum ofar í orðsins fyllstu merkingu, bæði með árangurinn og eins er hann að fljúga frá Brasilíu til Englands til að vera við móttökuathöfn í Bretlandi. Þó Button sé meistari með Brawn, þá er hann ekki með undirritaðan samning við Brawn liðið sem vann tvö titla í gær, titil ökumanna og bílasmiða. "Ég vil að sjálfsögðu keppa á næsta ári og keppa um titilinn eins og í ár. Það mun hjálpa Brawn liðinu að kostnaðurinn er alltaf að minnka á milli ára. Það er búið að vinna mikið í 2010 bílnum, þannig að liðið er vel í stakk búið hvað næsta ár varðar. Ég er samt ekkert með samning við Brawn fyrir næsta ár. Báðir aðilar vildi klára þetta tímabil, en ég mun ræða málin við mína menn þegar ég er búinn að jafna mig á þynnkunni eftir að hafa fagnað titlinum." Sjá ítarlegt viðtal við Button
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira