Óska eftir fólki í Leikhússport 15. janúar 2009 06:00 Góður hópur Carl Henrik vonast eftir fleirum í leikhússporthópinn sem samanstendur meðal annars af fólki frá Þýskalandi, Taívan, Gvatemala, Frakklandi og Austurríki. „Við erum tvö frá Þýskalandi sem stöndum að þessu," segir Carl Henrik Deiting arkitekt sem hefur verið búsettur hér á landi síðastliðin tvö ár, um svokallaðan Leikhússporthóp sem hann stofnsetti fyrir tveimur mánuðum. Leikhússport byggist á spuna þar sem hópar keppa hvorir á móti öðrum á meðan áhorfendur hafa mikil áhrif á framvinduna. „Í venjulegri leiklist þarf fólk að læra klassísk verk eins og Shakespeare, en í leikhússporti hefur maður frjálsari hendur og getur jafnvel leikið mismunandi hlutverk í sama verkinu. Við skiptum okkur í tvo hópa sem keppa hvor á móti öðrum í tíu til fimmtán mínútur í senn. Oft biðjum við áhorfendur um fimm ólík orð sem við spinnum svo út frá og þá getur senan til dæmis breyst frá því að læknir er á skurðstofu á Íslandi, yfir í að hann er staddur úti í skógi í Afríku. Við gefum áhorfendum einnig nammi og krumpuð blöð áður en við byrjum og ef vel gengur kasta þau namminu inn á sviðið, annars pappírnum," útskýrir Carl Henrik og segir leikhússportið hina mestu skemmtun. „Hópurinn okkar heitir Impro theatre Reykjavík og þar sem hann samanstendur bæði af Íslendingum og útlendingum æfum við á ensku. Við vonumst til að fleiri vilji taka þátt og hvetjum þá sem vilja prófa til að koma á næsta fund sem verður í Alþjóðahúsinu við Laugaveg 37 í kvöld milli klukkan 19 og 22. Fólk þarf ekki að vera með reynslu af leiklist til að taka þátt," segir Carl Henrik.- ag Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við erum tvö frá Þýskalandi sem stöndum að þessu," segir Carl Henrik Deiting arkitekt sem hefur verið búsettur hér á landi síðastliðin tvö ár, um svokallaðan Leikhússporthóp sem hann stofnsetti fyrir tveimur mánuðum. Leikhússport byggist á spuna þar sem hópar keppa hvorir á móti öðrum á meðan áhorfendur hafa mikil áhrif á framvinduna. „Í venjulegri leiklist þarf fólk að læra klassísk verk eins og Shakespeare, en í leikhússporti hefur maður frjálsari hendur og getur jafnvel leikið mismunandi hlutverk í sama verkinu. Við skiptum okkur í tvo hópa sem keppa hvor á móti öðrum í tíu til fimmtán mínútur í senn. Oft biðjum við áhorfendur um fimm ólík orð sem við spinnum svo út frá og þá getur senan til dæmis breyst frá því að læknir er á skurðstofu á Íslandi, yfir í að hann er staddur úti í skógi í Afríku. Við gefum áhorfendum einnig nammi og krumpuð blöð áður en við byrjum og ef vel gengur kasta þau namminu inn á sviðið, annars pappírnum," útskýrir Carl Henrik og segir leikhússportið hina mestu skemmtun. „Hópurinn okkar heitir Impro theatre Reykjavík og þar sem hann samanstendur bæði af Íslendingum og útlendingum æfum við á ensku. Við vonumst til að fleiri vilji taka þátt og hvetjum þá sem vilja prófa til að koma á næsta fund sem verður í Alþjóðahúsinu við Laugaveg 37 í kvöld milli klukkan 19 og 22. Fólk þarf ekki að vera með reynslu af leiklist til að taka þátt," segir Carl Henrik.- ag
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira