Bresk þingnefnd rannsakar innlán í íslensku bönkunum 20. janúar 2009 15:18 Bresk þingnefnd mun rannsaka hvað þátt fjárfestingarsérfræðingar í London áttu í innlögnum sveitarfélaga inn á reikninga í íslensku bönkunum áður en þeir hrundu s.l. haust. Eins og fram hefur komið í fréttum munu bresk sveitarfélög hafa tapað sem nemur 800 milljónum punda, eða um 144 milljörðum kr. á þessum innlögnum sínum. Í frétt um málið í breska blaðinu The Independant segir að þingnefndin, Communities Select Committee, muni hefja rannsókn sína í næstu viku og ræða þá m.a. við forráðmenn ráðgjafarfyrirtækjanna Butler og Sector. Fram kom í fréttum í gærdag að Butler, sem er í eigu Michael Spencer fjármálastjóra Íhaldsflokksins, hafi ráðlagt 51 sveitarstjórn að leggja fé sitt inn á reikninga í íslensku bönkunum, einkum Icesave og Egde en samanlagt tap þessara sveitarstjórnar nemur 470 milljónum punda eða um 86 milljörðum kr.. Annað óskylt félag, Sector Treasury Services, ráðlagði 46 sveitarstjórnum að leggja inn 313 milljónir punda, eða tæplega 60 milljarða kr. inn á sömu reikninga. Þingnefndin hefur kallað forstjóra beggja þessara félaga á sinn fundi í næstu viku. Meðal annars verður reynt að fá svör við spurningunni um afhverju sveitarfélögin héldu áfram að leggja fé sitt inn á íslensku reikningana löngu eftir að ljóst mátti vera að íslensku bankarnir stóðu mjög tæpt. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bresk þingnefnd mun rannsaka hvað þátt fjárfestingarsérfræðingar í London áttu í innlögnum sveitarfélaga inn á reikninga í íslensku bönkunum áður en þeir hrundu s.l. haust. Eins og fram hefur komið í fréttum munu bresk sveitarfélög hafa tapað sem nemur 800 milljónum punda, eða um 144 milljörðum kr. á þessum innlögnum sínum. Í frétt um málið í breska blaðinu The Independant segir að þingnefndin, Communities Select Committee, muni hefja rannsókn sína í næstu viku og ræða þá m.a. við forráðmenn ráðgjafarfyrirtækjanna Butler og Sector. Fram kom í fréttum í gærdag að Butler, sem er í eigu Michael Spencer fjármálastjóra Íhaldsflokksins, hafi ráðlagt 51 sveitarstjórn að leggja fé sitt inn á reikninga í íslensku bönkunum, einkum Icesave og Egde en samanlagt tap þessara sveitarstjórnar nemur 470 milljónum punda eða um 86 milljörðum kr.. Annað óskylt félag, Sector Treasury Services, ráðlagði 46 sveitarstjórnum að leggja inn 313 milljónir punda, eða tæplega 60 milljarða kr. inn á sömu reikninga. Þingnefndin hefur kallað forstjóra beggja þessara félaga á sinn fundi í næstu viku. Meðal annars verður reynt að fá svör við spurningunni um afhverju sveitarfélögin héldu áfram að leggja fé sitt inn á íslensku reikningana löngu eftir að ljóst mátti vera að íslensku bankarnir stóðu mjög tæpt.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira