Sýnir málverk af Grýlu og Gretti Freyr Bjarnason skrifar 4. apríl 2009 06:00 Þrándur sækir viðfangsefni sín í þjóðsögur og Íslendingasögurnar en einnig er á sýningunni heldur óvenjuleg sjálfsmynd Þrándar. Grýla, Grettir Ásmundarson og Egill Skallagrímsson birtast ljóslifandi í verkum Þrándar Þórarinssonar listmálara, sem opnar aðra einkasýningu sína í dag. Samkvæmt þjóðsögunni kemur Grýla til byggða og étur óþekku börnin og í málverki Þrándar er farið með söguna alla leið. „Maður er ekkert voðalega hræddur við að sjá kerlingu með stórt nef sem er skopmyndaleg. Ég málaði hana sem virkilega viðbjóðslega flökkukerlingu,“ segir Þrándur, sem sækir viðfangsefni sín bæði í þjóðsögur og Íslendingasögurnar. Á meðal annarra olíumálverka á sýningunni eru myndir af Heklugosinu, fjallkonunni, kristnitökunni og Flugumýrarbrennu. Einnig er á sýningunni heldur óvenjuleg sjálfsmynd Þrándar. „Ég málaði sjálfan mig sem flotaforingja. Ég vildi bara mála mig í eins huggulegum múnderingum og ég gat hugsað mér,“ segir hann. Þrándur, sem er fæddur 1978, nam málaralistina hjá norska listmálaranum Odd Nerdrum á árunum 2003 til 2006 eftir nám hér á landi í Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólanum á Akureyri. Einkasýning hans verður haldin á Laugavegi 51 og opnuð kl. 14 í dag. Hún stendur yfir til 19. apríl og er opin daglega frá 13 til 17. Tengdar fréttir Grýla vekur alheimsathygli Hin gamla góða íslenska Grýla hefur vakið mikla athygli um helgina. Ástæðan er sú að ljósmynd af málverki sem listamaðurinn Þrándur Þórarinsson málaði fyrir listasýningu árið 2009 fer eins og eldur í sinu um internetið. Ljósmyndin var sett á tenglavefinn reddit og hafa tæplega 620 þúsund manns séð hana á einum sólarhring. Í texta með myndinni á reddit segir að samkvæmt gamalli þjóðsögu éti Grýla börn ef þau haga sér ekki vel um jólin. 25. nóvember 2012 22:03 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Grýla, Grettir Ásmundarson og Egill Skallagrímsson birtast ljóslifandi í verkum Þrándar Þórarinssonar listmálara, sem opnar aðra einkasýningu sína í dag. Samkvæmt þjóðsögunni kemur Grýla til byggða og étur óþekku börnin og í málverki Þrándar er farið með söguna alla leið. „Maður er ekkert voðalega hræddur við að sjá kerlingu með stórt nef sem er skopmyndaleg. Ég málaði hana sem virkilega viðbjóðslega flökkukerlingu,“ segir Þrándur, sem sækir viðfangsefni sín bæði í þjóðsögur og Íslendingasögurnar. Á meðal annarra olíumálverka á sýningunni eru myndir af Heklugosinu, fjallkonunni, kristnitökunni og Flugumýrarbrennu. Einnig er á sýningunni heldur óvenjuleg sjálfsmynd Þrándar. „Ég málaði sjálfan mig sem flotaforingja. Ég vildi bara mála mig í eins huggulegum múnderingum og ég gat hugsað mér,“ segir hann. Þrándur, sem er fæddur 1978, nam málaralistina hjá norska listmálaranum Odd Nerdrum á árunum 2003 til 2006 eftir nám hér á landi í Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólanum á Akureyri. Einkasýning hans verður haldin á Laugavegi 51 og opnuð kl. 14 í dag. Hún stendur yfir til 19. apríl og er opin daglega frá 13 til 17.
Tengdar fréttir Grýla vekur alheimsathygli Hin gamla góða íslenska Grýla hefur vakið mikla athygli um helgina. Ástæðan er sú að ljósmynd af málverki sem listamaðurinn Þrándur Þórarinsson málaði fyrir listasýningu árið 2009 fer eins og eldur í sinu um internetið. Ljósmyndin var sett á tenglavefinn reddit og hafa tæplega 620 þúsund manns séð hana á einum sólarhring. Í texta með myndinni á reddit segir að samkvæmt gamalli þjóðsögu éti Grýla börn ef þau haga sér ekki vel um jólin. 25. nóvember 2012 22:03 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Grýla vekur alheimsathygli Hin gamla góða íslenska Grýla hefur vakið mikla athygli um helgina. Ástæðan er sú að ljósmynd af málverki sem listamaðurinn Þrándur Þórarinsson málaði fyrir listasýningu árið 2009 fer eins og eldur í sinu um internetið. Ljósmyndin var sett á tenglavefinn reddit og hafa tæplega 620 þúsund manns séð hana á einum sólarhring. Í texta með myndinni á reddit segir að samkvæmt gamalli þjóðsögu éti Grýla börn ef þau haga sér ekki vel um jólin. 25. nóvember 2012 22:03