Bradford: Engar afsakanir 25. janúar 2009 08:45 Nick Bradford í leik með Keflavík á árum áður "Mig langar að óska KR til hamingju með sigurinn í dag. Liðið var vel að sigrinum komið og var betri aðilinn í þessum leik - það er ekki spurning," sagði auðmjúkur Nick Bradford hjá Grindavík eftir tapið gegn KR í bikarnum í gær. Bradford átti skínandi leik fyrir þá gulu í ljósi þess að þetta var aðeins þriðji leikur hans með liðinu síðan hann kom til landsins fyrir skömmu. "Ég er rétt að komast inn í hlutina og venjast félögum mínum í liðinu. Ég er mjög bjartsýnn á að við eigum eftir að veita þeim harða keppni þegar líður að vori," sagði þessi skemmtilegi leikmaður sem skoraði 27 stig og var stigahæsti maður vallarins. Við spurðum hann út í KR-liðið. "KR-liðið er fínt varnarlið, hitti vel og er augljóslega með sjálfstraustið í botni eftir þessa miklu sigurgöngu. Liðið á heiður skilinn fyrir góðan leik í dag - við höfum engar afsakanir." Bradford lék í tvö ár með Keflavík fyrir nokkrum árum og varð þá meistari bæði árin. Við spurðum hann hvernig honum litist á að spila nokkuð ólíkt hlutverk með Grindvíkingum að þessu sinni. "Hérna verður mér ef til vill falið að sinna meiri varnarskyldu. Ég gerði það kannski ekki nógu vel í dag, en ég þarf að reyna að komast meira inn í sendingar og vera duglegri að frákasta. Ég ætla að reyna að gefa félögum mínum sjálfstraust og drífa þá áfram. Það þýðir ekkert að hengja haus yfir þessu tapi, við verðum að horfa fram á við," sagði þessi litríki leikmaður. Bradford kemur til með að spila stöðu miðherja af og til með liði Grindavíkur sem er ríkt af skyttum og reynir oftar en ekki að keyra upp hraðann. Við spurðum Bradford hvort hann hefði reynslu af að spila miðherjastöðuna. "Raunar ekki. Kannski eitthvað aðeins í háskóla þegar stóru mennirnir voru meiddir. Það er mér mikil áskorun og ég er tilbúinn að takast á við hana." Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Sjá meira
"Mig langar að óska KR til hamingju með sigurinn í dag. Liðið var vel að sigrinum komið og var betri aðilinn í þessum leik - það er ekki spurning," sagði auðmjúkur Nick Bradford hjá Grindavík eftir tapið gegn KR í bikarnum í gær. Bradford átti skínandi leik fyrir þá gulu í ljósi þess að þetta var aðeins þriðji leikur hans með liðinu síðan hann kom til landsins fyrir skömmu. "Ég er rétt að komast inn í hlutina og venjast félögum mínum í liðinu. Ég er mjög bjartsýnn á að við eigum eftir að veita þeim harða keppni þegar líður að vori," sagði þessi skemmtilegi leikmaður sem skoraði 27 stig og var stigahæsti maður vallarins. Við spurðum hann út í KR-liðið. "KR-liðið er fínt varnarlið, hitti vel og er augljóslega með sjálfstraustið í botni eftir þessa miklu sigurgöngu. Liðið á heiður skilinn fyrir góðan leik í dag - við höfum engar afsakanir." Bradford lék í tvö ár með Keflavík fyrir nokkrum árum og varð þá meistari bæði árin. Við spurðum hann hvernig honum litist á að spila nokkuð ólíkt hlutverk með Grindvíkingum að þessu sinni. "Hérna verður mér ef til vill falið að sinna meiri varnarskyldu. Ég gerði það kannski ekki nógu vel í dag, en ég þarf að reyna að komast meira inn í sendingar og vera duglegri að frákasta. Ég ætla að reyna að gefa félögum mínum sjálfstraust og drífa þá áfram. Það þýðir ekkert að hengja haus yfir þessu tapi, við verðum að horfa fram á við," sagði þessi litríki leikmaður. Bradford kemur til með að spila stöðu miðherja af og til með liði Grindavíkur sem er ríkt af skyttum og reynir oftar en ekki að keyra upp hraðann. Við spurðum Bradford hvort hann hefði reynslu af að spila miðherjastöðuna. "Raunar ekki. Kannski eitthvað aðeins í háskóla þegar stóru mennirnir voru meiddir. Það er mér mikil áskorun og ég er tilbúinn að takast á við hana."
Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins