Rannsóknin tíu mánaða spretthlaup 29. maí 2009 06:00 Erlendir sérfræðingar munu fara yfir niðurstöður rannsóknar á bankahruninu í sumar, segir Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis (fyrir miðju).Fréttablaðið/pjetur Þeir tíu mánuðir sem rannsóknarnefnd Alþingis fékk til að ljúka rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna eru hálfnaðir. Formaður nefndarinnar segir vinnuna minna á tíu mánaða spretthlaup. Ekkert bendir til annars en að niðurstöður nefndarinnar verði tilbúnar í byrjun nóvember eins og lagt var upp með, og engar óvæntar tafir hafa orðið á starfinu að sögn Páls Hreinssonar, formanns rannsóknarnefndarinnar. „Það hefur gengið mjög vel að safna gögnum, allir hafa verið mjög hjálplegir við að greiða götu okkar að þeim upplýsingum sem við höfum þurft,“ segir Páll. Ekkert fæst gefið upp um það sem upp hefur komið í starfi nefndarinnar hingað til. Í rannsóknarskýrslu sem gefin verður út í haust verður ýtarleg lýsing á atburðarásinni hjá stjórnvöldum og bönkunum í aðdraganda hrunsins. Þar verða einnig hagfræðilegar ályktanir um orsakir fyrir bankahruninu. Alls starfa ríflega tuttugu manns að rannsókninni, og verður þeim heldur fjölgað í sumar, segir Páll. Þá munu erlendir sérfræðingar einnig koma til landsins í þrjá mánuði til að fara yfir niðurstöðurnar. Ekki stendur til að gera hlé á störfum nefndarinnar í sumar, segir Páll. „Mönnum verður boðið að taka sumarfrí um jólin, eins og það er nú gaman. Þetta er bara tíu mánaða spretthlaup.“- bj Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þeir tíu mánuðir sem rannsóknarnefnd Alþingis fékk til að ljúka rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna eru hálfnaðir. Formaður nefndarinnar segir vinnuna minna á tíu mánaða spretthlaup. Ekkert bendir til annars en að niðurstöður nefndarinnar verði tilbúnar í byrjun nóvember eins og lagt var upp með, og engar óvæntar tafir hafa orðið á starfinu að sögn Páls Hreinssonar, formanns rannsóknarnefndarinnar. „Það hefur gengið mjög vel að safna gögnum, allir hafa verið mjög hjálplegir við að greiða götu okkar að þeim upplýsingum sem við höfum þurft,“ segir Páll. Ekkert fæst gefið upp um það sem upp hefur komið í starfi nefndarinnar hingað til. Í rannsóknarskýrslu sem gefin verður út í haust verður ýtarleg lýsing á atburðarásinni hjá stjórnvöldum og bönkunum í aðdraganda hrunsins. Þar verða einnig hagfræðilegar ályktanir um orsakir fyrir bankahruninu. Alls starfa ríflega tuttugu manns að rannsókninni, og verður þeim heldur fjölgað í sumar, segir Páll. Þá munu erlendir sérfræðingar einnig koma til landsins í þrjá mánuði til að fara yfir niðurstöðurnar. Ekki stendur til að gera hlé á störfum nefndarinnar í sumar, segir Páll. „Mönnum verður boðið að taka sumarfrí um jólin, eins og það er nú gaman. Þetta er bara tíu mánaða spretthlaup.“- bj
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira