Umfjöllun: Meistaravon KR lifir eftir sigur á Blikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2009 16:30 Úr leik KR og Breiðabliks frá því fyrr í sumar. Mynd/Stefán KR-ingar minnkuðu forskot FH-inga aftur í fimm stig eftir að liðið vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavogsvellinum í 20. umferð Pespi-deildar karla í dag. Gunnar Örn Jónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoruðu mörk KR-liðsins. Allt annað en KR-sigur hefði gert FH að Íslandsmeisturum. KR-ingar byrjuðu vel og fengu fyrstu færin í leiknum. Baldur Sigurðsson hefði getað skorað tvö skallamark á fyrstu fjórtán mínútunum, fyrst bjargaði Guðmann Þórisson á marklínu og svo varði Ingvar Þór Kale frá honum. Óskar Örn Hauksson hefði auðveldlega geta nýtt frákastið úr markteignum en skaut framhjá. KR-ingar þurftu að gera breytingu eftir aðeins 20 mínútna leik þegar Atli Jóhannsson fór af velli eftir að hafa fengið putta í augað og það tók KR-liðið dágóðan tíma að finna taktinn á nýjan leik. Blikar komust við þetta meira inn í leikinn og bakvörðurinn Kristinn Jónsson var mjög ógnandi á þessum kafla. Kristinn var arkitektinn að bak við tveimur dauðafærum Blikum á tveimur mínútum, fyrst átti hann sendingu inn á Andra Rafn Yeoman, sem lét Andre Hansen verja frá sér og svo slapp hann sjálfur í gegn en skaut framhjá úr þröngu færi. KR-ingar fóru að braggast eftir þetta og varamaður Atla, Guðmundur Benediktsson, komst betur inn í leik liðsins. Það var síðan Gunnar Örn Jónsson sem skoraði glæsilegt mark á móti sínum gömlu félögum fimm mínútum fyrir hálfleik. Gunnar fékk þá boltann frá Björgólfi Takefusa og átti flott skot utan teigs sem fór af varnarmanni og upp í fjærhornið. Blikar fóru strax í stórsókn og Kristinn Steindórsson átti skot sem fór í utanverð fjærskeytin. Þeir höfðu ekki heppnina með sér þar frekar en í öðrum góðum færum sínum í fyrri hálfleiknum. Það tók Blikar aðeins 20 sekúndur að komast í dauðafæri í seinni hálfleik en Andre Hansen, markvörður KR, varði þá frábærlega frá Elfari Frey Helgasyni úr algjöru dauðafæri. Í kjölfarið náðu Blikar góðri pressu en náðu þó ekki að nýta sér það og jafna leikinn. KR-ingar biðu áttekta og spiluðu skynsamlega úr stöðunni enda 1-0 yfir og í góðum málum. Þeir sköpuðu mesta hættu eftir föst leikatriði og í kjölfarið á aukaspyrnu Bjarna Guðjónssonar skoraði Grétar Sigfinnur Sigurðarson með góðum skalla eftir að hafa fengið fyrirgjöf frá Óskari Erni Haukssyni. Eftir seinna mark KR-ingar áttu KR-ingar sigurinn vísann. Blikar gáfu mikið eftir og misstu augljósa trúnna á því að þeir gætu náð einhverju út úr leiknum. Blikar skoruðu reyndar mark eftir horn en skallamark fyrirliðans Kára Ársælssonar var dæmt af vegna rangstöðu. KR-ingar fögnuðu síðan góðum sigri og sáu til þess að misstu ekki af tveimur bikurum í sömu vikunni. KR á reyndar ekki mikla möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en þeir hafa sett ágæta pressu á FH-inga með að vinna síðustu fjóra leiki sína í deildinni. KR gat þakkað norska markverði sínum Andre Hansen að þeir lentu ekki undir fyrri hluta leiksins en þegar á leið sýndu Vesturbæingar styrk sinn og tryggðu sér sanngjarnan sigur. Breiðablik-KR 0-2 0-1 Gunnar Örn Jónsson (40.) 0-2 Grétar Sigfinnur Sigurðsson (66.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: 951 Dómari: Einar Örn Daníelsson (6) Skot (á mark): 9-18 (6-9) Varin skot: Ingvar 5 - Hansen 5. Horn: 4-6 Aukaspyrnur fengnar: 14-10 Rangstöður: 1-2 Breiðablik (4-5-1): Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 5 Guðmann Þórisson 5 Kári Ársælsson 5 Kristinn Jónsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 4 (63., Haukur Baldvinsson 4) Finnur Orri Margeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 5 Andri Rafn Yeoman 7 Kristinn Steindórsson 6 (78., Evan Schwartz -) Elfar Freyr Helgason 6 (88., Aron Már Smárason -) KR (4-3-3): Andre Hansen 7 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6 Mark Rutgers 5 Jordao Diogo 6 Bjarni Guðjónsson 6Baldur Sigurðsson 7 - Maður leiksins - Atli Jóhannsson - (22., Guðmundur Benediktsson 6) Óskar Örn Hauksson 6 (86., Gunnar Kristjánsson -) Björgólfur Takefusa 5 Gunnar Örn Jónsson 6 (84., Guðmundur Reynir Gunnarsson) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira
KR-ingar minnkuðu forskot FH-inga aftur í fimm stig eftir að liðið vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavogsvellinum í 20. umferð Pespi-deildar karla í dag. Gunnar Örn Jónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoruðu mörk KR-liðsins. Allt annað en KR-sigur hefði gert FH að Íslandsmeisturum. KR-ingar byrjuðu vel og fengu fyrstu færin í leiknum. Baldur Sigurðsson hefði getað skorað tvö skallamark á fyrstu fjórtán mínútunum, fyrst bjargaði Guðmann Þórisson á marklínu og svo varði Ingvar Þór Kale frá honum. Óskar Örn Hauksson hefði auðveldlega geta nýtt frákastið úr markteignum en skaut framhjá. KR-ingar þurftu að gera breytingu eftir aðeins 20 mínútna leik þegar Atli Jóhannsson fór af velli eftir að hafa fengið putta í augað og það tók KR-liðið dágóðan tíma að finna taktinn á nýjan leik. Blikar komust við þetta meira inn í leikinn og bakvörðurinn Kristinn Jónsson var mjög ógnandi á þessum kafla. Kristinn var arkitektinn að bak við tveimur dauðafærum Blikum á tveimur mínútum, fyrst átti hann sendingu inn á Andra Rafn Yeoman, sem lét Andre Hansen verja frá sér og svo slapp hann sjálfur í gegn en skaut framhjá úr þröngu færi. KR-ingar fóru að braggast eftir þetta og varamaður Atla, Guðmundur Benediktsson, komst betur inn í leik liðsins. Það var síðan Gunnar Örn Jónsson sem skoraði glæsilegt mark á móti sínum gömlu félögum fimm mínútum fyrir hálfleik. Gunnar fékk þá boltann frá Björgólfi Takefusa og átti flott skot utan teigs sem fór af varnarmanni og upp í fjærhornið. Blikar fóru strax í stórsókn og Kristinn Steindórsson átti skot sem fór í utanverð fjærskeytin. Þeir höfðu ekki heppnina með sér þar frekar en í öðrum góðum færum sínum í fyrri hálfleiknum. Það tók Blikar aðeins 20 sekúndur að komast í dauðafæri í seinni hálfleik en Andre Hansen, markvörður KR, varði þá frábærlega frá Elfari Frey Helgasyni úr algjöru dauðafæri. Í kjölfarið náðu Blikar góðri pressu en náðu þó ekki að nýta sér það og jafna leikinn. KR-ingar biðu áttekta og spiluðu skynsamlega úr stöðunni enda 1-0 yfir og í góðum málum. Þeir sköpuðu mesta hættu eftir föst leikatriði og í kjölfarið á aukaspyrnu Bjarna Guðjónssonar skoraði Grétar Sigfinnur Sigurðarson með góðum skalla eftir að hafa fengið fyrirgjöf frá Óskari Erni Haukssyni. Eftir seinna mark KR-ingar áttu KR-ingar sigurinn vísann. Blikar gáfu mikið eftir og misstu augljósa trúnna á því að þeir gætu náð einhverju út úr leiknum. Blikar skoruðu reyndar mark eftir horn en skallamark fyrirliðans Kára Ársælssonar var dæmt af vegna rangstöðu. KR-ingar fögnuðu síðan góðum sigri og sáu til þess að misstu ekki af tveimur bikurum í sömu vikunni. KR á reyndar ekki mikla möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en þeir hafa sett ágæta pressu á FH-inga með að vinna síðustu fjóra leiki sína í deildinni. KR gat þakkað norska markverði sínum Andre Hansen að þeir lentu ekki undir fyrri hluta leiksins en þegar á leið sýndu Vesturbæingar styrk sinn og tryggðu sér sanngjarnan sigur. Breiðablik-KR 0-2 0-1 Gunnar Örn Jónsson (40.) 0-2 Grétar Sigfinnur Sigurðsson (66.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: 951 Dómari: Einar Örn Daníelsson (6) Skot (á mark): 9-18 (6-9) Varin skot: Ingvar 5 - Hansen 5. Horn: 4-6 Aukaspyrnur fengnar: 14-10 Rangstöður: 1-2 Breiðablik (4-5-1): Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 5 Guðmann Þórisson 5 Kári Ársælsson 5 Kristinn Jónsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 4 (63., Haukur Baldvinsson 4) Finnur Orri Margeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 5 Andri Rafn Yeoman 7 Kristinn Steindórsson 6 (78., Evan Schwartz -) Elfar Freyr Helgason 6 (88., Aron Már Smárason -) KR (4-3-3): Andre Hansen 7 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6 Mark Rutgers 5 Jordao Diogo 6 Bjarni Guðjónsson 6Baldur Sigurðsson 7 - Maður leiksins - Atli Jóhannsson - (22., Guðmundur Benediktsson 6) Óskar Örn Hauksson 6 (86., Gunnar Kristjánsson -) Björgólfur Takefusa 5 Gunnar Örn Jónsson 6 (84., Guðmundur Reynir Gunnarsson)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira