Tölfræðin í NBA: Wade stigakóngur 16. apríl 2009 17:45 Dwyane Wade var stórkostlegur með Miami í vetur. Nordic Photos/Getty Images Nú þegar deildarkeppninni í NBA deildinni er lokið er ekki úr vegi að skoða hvaða leikmenn skáru fram úr í helstu tölfræðiþáttum í vetur. Skotbakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami Heat varð í fyrsta sinn á ferlinum stigakóngur í deildinni, en hann skoraði að meðaltali 30,2 stig í leik í vetur. LeBron James hjá Cleveland kom næstur með 28,4 stig og Kobe Bryant hjá LA Lakers var þriðji með 26,8 stig í leik. Tveir aðrir kappar urðu hlutskarpastir í tveimur tölfræðiþáttum, þeir Dwight Howard hjá Orlando og Chris Paul frá New Orleans. Howard leiddi deildina í fráköstum með yfirburðum. Hann hirti 13,8 fráköst að meðaltali í leik, tveimur fleiri en Troy Murphy hjá Indiana sem varð annar með 11,8 fráköst í leik. David Lee hjá New York kom þar skammt á eftir með 11,7 fráköst í leik. Howard var einnig öflugastur í að verja skotin í vetur. Howard varði 2,92 skot að meðaltali í leik, en Chris Andersen hjá Denver kom næstur með 2,46 skot í leik. Andersen spilaði aðeins 20 mínútur að meðaltali í leik, svo það verður að teljast mikið afrek hjá honum að ná svo hátt á listanum. Marcus Camby hjá Denver og Ronny Turiaf hjá Golden State vörðu 2,13 skot í leik. Chris Paul og Dwight HowardNordicPhotos/GettyImages Chris Paul hjá New Orleans Hornets átti stórkostlegt ár og hann varð efstur í stoðsendingum með 11 slíkar að meðaltali í leik. Deron Williams hjá Utah var annar með 10.7 stoðsendingar í leik og Steve Nash þriðji með 9,7. Paul var einnig mesti boltaþjófurinn í deildinni með 2,77 stolna bolta í leik. Dwyane Wade kom næstur með 2,19 og Jason Kidd þriðji með 1,98. Shaquille O´Neal hjá Phoenix var með bestu skotnýtinguna í tíunda sinn á ferlinum sem er met. Hann átti gamla metið með Wilt Chamberlain. O´Neal nýtti 60,88% skota sinna í vetur, Nene Hilario hjá Denver 60,37% og Andris Biedrins hjá Golden State 57,79% David Lee hjá New York náði flestum tvennum í vetur (yfir 10 í tveimur tölfræðiþáttum) eða 65. Dwight Howard náði 63 tvennum og Chris Paul hjá New Orleans 50 slíkum. LeBron James náði 7 þreföldum tvennum í vetur (yfir 10 í þremur tölfræðiþáttum). Jason Kidd náði 6 þrennum og Jason Kidd 3, þar af einni í síðasta leik tímabilsins í nótt. NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira
Nú þegar deildarkeppninni í NBA deildinni er lokið er ekki úr vegi að skoða hvaða leikmenn skáru fram úr í helstu tölfræðiþáttum í vetur. Skotbakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami Heat varð í fyrsta sinn á ferlinum stigakóngur í deildinni, en hann skoraði að meðaltali 30,2 stig í leik í vetur. LeBron James hjá Cleveland kom næstur með 28,4 stig og Kobe Bryant hjá LA Lakers var þriðji með 26,8 stig í leik. Tveir aðrir kappar urðu hlutskarpastir í tveimur tölfræðiþáttum, þeir Dwight Howard hjá Orlando og Chris Paul frá New Orleans. Howard leiddi deildina í fráköstum með yfirburðum. Hann hirti 13,8 fráköst að meðaltali í leik, tveimur fleiri en Troy Murphy hjá Indiana sem varð annar með 11,8 fráköst í leik. David Lee hjá New York kom þar skammt á eftir með 11,7 fráköst í leik. Howard var einnig öflugastur í að verja skotin í vetur. Howard varði 2,92 skot að meðaltali í leik, en Chris Andersen hjá Denver kom næstur með 2,46 skot í leik. Andersen spilaði aðeins 20 mínútur að meðaltali í leik, svo það verður að teljast mikið afrek hjá honum að ná svo hátt á listanum. Marcus Camby hjá Denver og Ronny Turiaf hjá Golden State vörðu 2,13 skot í leik. Chris Paul og Dwight HowardNordicPhotos/GettyImages Chris Paul hjá New Orleans Hornets átti stórkostlegt ár og hann varð efstur í stoðsendingum með 11 slíkar að meðaltali í leik. Deron Williams hjá Utah var annar með 10.7 stoðsendingar í leik og Steve Nash þriðji með 9,7. Paul var einnig mesti boltaþjófurinn í deildinni með 2,77 stolna bolta í leik. Dwyane Wade kom næstur með 2,19 og Jason Kidd þriðji með 1,98. Shaquille O´Neal hjá Phoenix var með bestu skotnýtinguna í tíunda sinn á ferlinum sem er met. Hann átti gamla metið með Wilt Chamberlain. O´Neal nýtti 60,88% skota sinna í vetur, Nene Hilario hjá Denver 60,37% og Andris Biedrins hjá Golden State 57,79% David Lee hjá New York náði flestum tvennum í vetur (yfir 10 í tveimur tölfræðiþáttum) eða 65. Dwight Howard náði 63 tvennum og Chris Paul hjá New Orleans 50 slíkum. LeBron James náði 7 þreföldum tvennum í vetur (yfir 10 í þremur tölfræðiþáttum). Jason Kidd náði 6 þrennum og Jason Kidd 3, þar af einni í síðasta leik tímabilsins í nótt.
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira