Óvænt vitneskja í máli Bretanna 7. september 2009 04:00 Jóhannes Rúnar Jóhannsson Mál skilanefndar Kaupþings gegn breska fjármálaráðuneytinu var flutt munnlega fyrir breskum áfrýjunardómstól hinn 1. júlí. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, í skilanefnd Kaupþings, var í dómsal, en skilanefndin fer fram á að ákvörðun breska fjármálaráðuneytisins hinn 8. október, um að flytja Edge-innlánin frá Kaupthing Singer & Friedlander til ING Direct, án bóta, verði endurskoðuð. Jóhannes segir málflutninginn 1. júlí hafa verið hefðbundinn. „Menn færðu rök hvor fyrir sinni hlið og svo var málið tekið til dóms, eins og gerist á Íslandi,“ segir hann. Skilanefndin telur ákvörðunina ólöglega og flutti rökstuðning sinn fyrir því. Spurður um mótrök Breta í málinu, segist Jóhannes telja að ekki sé rétt að gera það opinbert fyrr en að dómi kveðnum. „En auðvitað eru hlutir þarna sem maður hafði ekki hugmynd um. [Bretarnir] byggja á því að atburðarásin fram til 8. október hafi verið með þeim hætti að þetta hafi verið réttlætanleg aðgerð,“ segir Jóhannes. Sjónarmið Bretanna komi fram í málsskjölunum: „En ég veit svo sem ekkert hvað stjórnendur bankans vissu á þeim tíma. Þetta gerist allt áður en skilanefndin tekur við.“ Hann telur að fjölmiðlar og aðrir muni hafa áhuga á að kynna sér þessa atburðarás þegar dómur fellur. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið áætlar að skila niðurstöðum sínum nú í nóvember. Jóhannes segir að sér hafi verið tjáð að bresku dómararnir kunni að skila af sér jafnvel í október eða nóvember. Hann vonast að minnsta kosti til að þeir geri það fyrir árslok. Spurður hvort málsskjölin kunni að geta haft áhrif á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis, segir Jóhannes það hugsanlegt. Hafi skilanefndin betur fyrir áfrýjunardómstólnum gæti það orðið grundvöllur fyrir því að hún höfði skaðabótamál gegn breska ríkinu, því Edge/ING-ákvörðunin var undanfari þess að Kaupthing Singer & Friedlander fór í greiðslustöðvun. klemens@fettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Mál skilanefndar Kaupþings gegn breska fjármálaráðuneytinu var flutt munnlega fyrir breskum áfrýjunardómstól hinn 1. júlí. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, í skilanefnd Kaupþings, var í dómsal, en skilanefndin fer fram á að ákvörðun breska fjármálaráðuneytisins hinn 8. október, um að flytja Edge-innlánin frá Kaupthing Singer & Friedlander til ING Direct, án bóta, verði endurskoðuð. Jóhannes segir málflutninginn 1. júlí hafa verið hefðbundinn. „Menn færðu rök hvor fyrir sinni hlið og svo var málið tekið til dóms, eins og gerist á Íslandi,“ segir hann. Skilanefndin telur ákvörðunina ólöglega og flutti rökstuðning sinn fyrir því. Spurður um mótrök Breta í málinu, segist Jóhannes telja að ekki sé rétt að gera það opinbert fyrr en að dómi kveðnum. „En auðvitað eru hlutir þarna sem maður hafði ekki hugmynd um. [Bretarnir] byggja á því að atburðarásin fram til 8. október hafi verið með þeim hætti að þetta hafi verið réttlætanleg aðgerð,“ segir Jóhannes. Sjónarmið Bretanna komi fram í málsskjölunum: „En ég veit svo sem ekkert hvað stjórnendur bankans vissu á þeim tíma. Þetta gerist allt áður en skilanefndin tekur við.“ Hann telur að fjölmiðlar og aðrir muni hafa áhuga á að kynna sér þessa atburðarás þegar dómur fellur. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið áætlar að skila niðurstöðum sínum nú í nóvember. Jóhannes segir að sér hafi verið tjáð að bresku dómararnir kunni að skila af sér jafnvel í október eða nóvember. Hann vonast að minnsta kosti til að þeir geri það fyrir árslok. Spurður hvort málsskjölin kunni að geta haft áhrif á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis, segir Jóhannes það hugsanlegt. Hafi skilanefndin betur fyrir áfrýjunardómstólnum gæti það orðið grundvöllur fyrir því að hún höfði skaðabótamál gegn breska ríkinu, því Edge/ING-ákvörðunin var undanfari þess að Kaupthing Singer & Friedlander fór í greiðslustöðvun. klemens@fettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira