Síamstvíburar í Þjóðleikhúsinu 3. mars 2009 06:00 Ívar Örn Sverrisson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir eru að æfa sig í að vera samstiga og tala sem eitt. Þau eru að gera tilraunir með hvar þau verði föst saman.fréttablaðið/anton „Jú, við erum svona að gera tilraunir með þetta. Erum að æfa okkur í að annað drekki og hitt ropi og tala samtímis," segir Ívar Örn Sverrisson leikari. Ívar leikur síamstvíbura ásamt Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur í verkinu Sædýrasafnið í Kassanum í Þjóðleikhúsinu sem sýnt verður í lok mars. Mikil spenna er fyrir verkinu í Frakklandi og mun sjónvarpsstöðin ARTE koma og fylgjast með lokaæfingum á verkinu. „Ástæðan fyrir spenningnum er sú að höfundur verksins er mjög þekktur rithöfundur þar í landi, Marie Darrieussecq, og þetta er hennar fyrsta leikverk. Það er fyrst sýnt hér á landi en svo er það sýnt úti í lok maí en það er uppselt á allar sýningarnar í Frakklandi," segir Ívar. Þjóðleikhússtjóri sá verk eftir Marie Darrieussecq á listahátíð og kom sér í samband við hana og úr varð þetta samstarfsverkefni. Sjón þýðir verkið á íslensku, Barði sér um tónlistina og Erna Ómarsdóttir sér um sviðshreyfingar. Auk Ívars og Vigdísar Hrefnu leika svo Stefán Hallur Stefánsson, Björn Hlynur Haraldsson, Elva Ósk Ólafsdóttir og Margrét Vilhjálmsdóttir aðalhlutverkin. Ívar Örn og Vigdís Hrefna eiga ærið samhæfingarverkefni fyrir höndum. Aðeins einu sinni áður hafa síamstvíburar verið leiknir á íslensku sviði og það var fyrir meira en tuttugu árum. Ívar og Vigdís Hrefna þekkjast vel fyrir, voru bekkjarsystkin í Leiklistarskólanum og hafa því smá forskot á náin kynni. Ívar segir að síamstvíburarnir tali, eins og margir aðrir tvíburar, sitt eigið tungumál. „Ég hef aðeins kynnt mér síamstvíbura á netinu og svo kom það sér vel að þáttur um síamstvíbura var nýlega sýndur í Ríkissjónvarpinu. Þetta er spennandi verkefni," segir Ívar.- jma Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Jú, við erum svona að gera tilraunir með þetta. Erum að æfa okkur í að annað drekki og hitt ropi og tala samtímis," segir Ívar Örn Sverrisson leikari. Ívar leikur síamstvíbura ásamt Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur í verkinu Sædýrasafnið í Kassanum í Þjóðleikhúsinu sem sýnt verður í lok mars. Mikil spenna er fyrir verkinu í Frakklandi og mun sjónvarpsstöðin ARTE koma og fylgjast með lokaæfingum á verkinu. „Ástæðan fyrir spenningnum er sú að höfundur verksins er mjög þekktur rithöfundur þar í landi, Marie Darrieussecq, og þetta er hennar fyrsta leikverk. Það er fyrst sýnt hér á landi en svo er það sýnt úti í lok maí en það er uppselt á allar sýningarnar í Frakklandi," segir Ívar. Þjóðleikhússtjóri sá verk eftir Marie Darrieussecq á listahátíð og kom sér í samband við hana og úr varð þetta samstarfsverkefni. Sjón þýðir verkið á íslensku, Barði sér um tónlistina og Erna Ómarsdóttir sér um sviðshreyfingar. Auk Ívars og Vigdísar Hrefnu leika svo Stefán Hallur Stefánsson, Björn Hlynur Haraldsson, Elva Ósk Ólafsdóttir og Margrét Vilhjálmsdóttir aðalhlutverkin. Ívar Örn og Vigdís Hrefna eiga ærið samhæfingarverkefni fyrir höndum. Aðeins einu sinni áður hafa síamstvíburar verið leiknir á íslensku sviði og það var fyrir meira en tuttugu árum. Ívar og Vigdís Hrefna þekkjast vel fyrir, voru bekkjarsystkin í Leiklistarskólanum og hafa því smá forskot á náin kynni. Ívar segir að síamstvíburarnir tali, eins og margir aðrir tvíburar, sitt eigið tungumál. „Ég hef aðeins kynnt mér síamstvíbura á netinu og svo kom það sér vel að þáttur um síamstvíbura var nýlega sýndur í Ríkissjónvarpinu. Þetta er spennandi verkefni," segir Ívar.- jma
Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira