Vogunarsjóður græddi 46 milljarða kr. á að skortselja RBS 27. janúar 2009 08:38 Vogunarsjóðurinn Paulson & Co, einn sá stærsti í heiminum, græddi 270 milljón pund eða um 46 milljarða kr. á því að skortselja hluti í Royal Bank of Scotland (RBS). Í frétt um málið í Financial Times segir að vogunarsjóðurinn hafi veðjað á að bréf í RBS myndu lækka síðustu fjóra mánuði og á föstudag kom sjóðurinn sér út úr skortstöðum sínum með fyrrgreindum hagnaði. Með skortstöðu er átt við að hlutabréf eru fengin að láni í einhvern tíma en seld um leið. Viðkomandi veðjar svo á að verð þeirra hafi lækkað þegar hann á að skila þeim til baka. Þessi skortsala er líkleg til að vekja upp að nýju raddir um að banna eigi skortsölu með öllu. Tímabundið bann við sölunni var í Bretlandi fyrr í vetur. Paulson & Co er í eigu milljarðamæringsins John Paulson og er með höfuðstöðvar í New York. Paulson vildi ekki tjá sig um málið er Financial Times leitaði til hans. Fram kemur í fréttinni að Paulson & Co hafi einnig grætt myndarlega á að skortselja Barclays og Lloyds TSB. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vogunarsjóðurinn Paulson & Co, einn sá stærsti í heiminum, græddi 270 milljón pund eða um 46 milljarða kr. á því að skortselja hluti í Royal Bank of Scotland (RBS). Í frétt um málið í Financial Times segir að vogunarsjóðurinn hafi veðjað á að bréf í RBS myndu lækka síðustu fjóra mánuði og á föstudag kom sjóðurinn sér út úr skortstöðum sínum með fyrrgreindum hagnaði. Með skortstöðu er átt við að hlutabréf eru fengin að láni í einhvern tíma en seld um leið. Viðkomandi veðjar svo á að verð þeirra hafi lækkað þegar hann á að skila þeim til baka. Þessi skortsala er líkleg til að vekja upp að nýju raddir um að banna eigi skortsölu með öllu. Tímabundið bann við sölunni var í Bretlandi fyrr í vetur. Paulson & Co er í eigu milljarðamæringsins John Paulson og er með höfuðstöðvar í New York. Paulson vildi ekki tjá sig um málið er Financial Times leitaði til hans. Fram kemur í fréttinni að Paulson & Co hafi einnig grætt myndarlega á að skortselja Barclays og Lloyds TSB.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira