Sviptingar framundan á ökumannsmarkaðnum 26. ágúst 2009 09:23 Ef Fernando Alonso fer til Ferrari frá Renault, þá er mögulegt að Robert Kubica komi í hans stað. Kappaksturinn á Spa er um næstu helgi og mitt í undirbúningi fyrir hann er stöðug umræða um hina ýmsu ökumenn sem skipta munu um lið fyrir næsta tímabil eða möguleika þeirra sem eru með lausa samning í lok árs. Stærsta spurning er hvort rétt reynist að Fernando Alomso hjá Renault sé að fara til Ferrari og Kimi Raikkönen færi sig um set í hans stað eða hætti hreinlega í Formúlu 1 og fari í rallakstur. Sú breyting gæti opnað ökumannsmarkaðinn upp á gátt. Í ljósi þess að BMW hættir í lok ársins, þá eru Nick Heidfeld og Robert Kubica lausir allra mála. Kubica hefur verið orðaður við Williams og Renault, og Nico Rosberg við McLaren. Þá eru Heikki Kovalainen, Jarno Trulli og Giancarlo Fisihcella ekki með samninga fyrir næsta ári og staða þeirra ótrygg hjá núverandi liðum. Þrjú ný lið verða í Formúlu 1 á næsta ári og þar myndast pláss fyrir sex ökumenn. Líklegt er að reynsluboltar eigi stóran sjéns á að komast að hjá nýjum liðum. Þróunarökumaður McLaren, Pedro de la Rosa þykir líklegur hjá nýju spönsku liði sem heitir Campos. Þá hefur USF1 rætt við hann og Alexander Wurz um starf ökumanns. Stærsta spurningin er þó hvert Alonso fer og sumir telja mögulegt að Ferrari tilkynni komu hans á ítalska kappakstrinum á Monza eftir þrjár vikur. Ef það verður, þá verður handagangur í öskjunni og forráðamenn annarra liða verða tryggja sér trausta ökumenn með hraði. Sjá brautarlýsingu og tölfræði fyrir Spa Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Kappaksturinn á Spa er um næstu helgi og mitt í undirbúningi fyrir hann er stöðug umræða um hina ýmsu ökumenn sem skipta munu um lið fyrir næsta tímabil eða möguleika þeirra sem eru með lausa samning í lok árs. Stærsta spurning er hvort rétt reynist að Fernando Alomso hjá Renault sé að fara til Ferrari og Kimi Raikkönen færi sig um set í hans stað eða hætti hreinlega í Formúlu 1 og fari í rallakstur. Sú breyting gæti opnað ökumannsmarkaðinn upp á gátt. Í ljósi þess að BMW hættir í lok ársins, þá eru Nick Heidfeld og Robert Kubica lausir allra mála. Kubica hefur verið orðaður við Williams og Renault, og Nico Rosberg við McLaren. Þá eru Heikki Kovalainen, Jarno Trulli og Giancarlo Fisihcella ekki með samninga fyrir næsta ári og staða þeirra ótrygg hjá núverandi liðum. Þrjú ný lið verða í Formúlu 1 á næsta ári og þar myndast pláss fyrir sex ökumenn. Líklegt er að reynsluboltar eigi stóran sjéns á að komast að hjá nýjum liðum. Þróunarökumaður McLaren, Pedro de la Rosa þykir líklegur hjá nýju spönsku liði sem heitir Campos. Þá hefur USF1 rætt við hann og Alexander Wurz um starf ökumanns. Stærsta spurningin er þó hvert Alonso fer og sumir telja mögulegt að Ferrari tilkynni komu hans á ítalska kappakstrinum á Monza eftir þrjár vikur. Ef það verður, þá verður handagangur í öskjunni og forráðamenn annarra liða verða tryggja sér trausta ökumenn með hraði. Sjá brautarlýsingu og tölfræði fyrir Spa
Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira