Frumkvöðullinn Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 27. febrúar 2009 06:00 Hann fékk hugmyndina einn sunnudag þegar fjölskyldan fór í bíltúr um nýju íbúðahverfin á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem hann stóð og virti fyrir sér fokheld hús og grunna sem verktakar höfðu náð að steypa áður en peningarnir kláruðust áttaði hann sig á því að þetta var vannýtt auðlind. Mánuði síðar hafði hann stofnað lítið sprotafyrirtæki og var kominn í blússandi ferðamannabisness. Hann vissi af sambærilegri þjónustu erlendis. Í Úkraínu var til dæmis hægt að panta sér ferðir til draugaborgarinnar Chernobyl svo hann var ekki í nokkrum vafa um að fólk myndi flykkjast til Íslands til þess að skoða íslensku draugahverfin þar sem glænýir steinkumbaldar standa mannlausir í hrönnum. Minnisvarðar um mesta góðæri Íslandssögunnar, afspyrnu ljótan byggingarstíl og skammsýni fámennrar þjóðar sem gleymdi að reikna hversu marga steinsteypta fermetra þarf undir 300 þúsund hræður. Þetta voru dagsferðir sem hann bauð uppá og þær seldust vel. Yfirleitt sótti hann ferðalangana á Keflavíkurflugvöll og brunaði með þá beint í úthverfi borgarinnar sem tóku þögul og mannlaus á móti þeim. Eftir notalega nestispásu í ónotaðri Bauhaus-skemmunni við Vesturlandsveg var brunað upp í Kópavog og þaðan í Garðabæ þar sem ferðalangarnir tóku myndir af sér brosandi fyrir framan óseljanlegar blokkir og kyrrstæða byggingarkrana. Á leiðinni niður í miðbæ var hann vanur að staldra aðeins við í Borgartúninu þar sem hann rukkaði fólkið um nokkrar evrur fyrir að fá að hlusta á tónverkið sem verður til þegar vindurinn blæs í gegnum hálfbyggðan turninn við Höfðatorg. Þaðan var haldið í grunn tónlistar- og ráðstefnuhússins en þar hélt hann stuttan fyrirlestur og sýndi ljósmyndir af ókláruðum nýbyggingum utan höfuðborgarsvæðisins. Svo svaraði hann fyrirspurnum. „Ef þið áttuð svona mikla peninga af hverju byggðuð þið þá svona ljót hús?" var algengasta spurningin og hann kom sér iðulega undan því að svara henni með því að smala liðinu upp í rútuna á ný og rifja upp ferðaáætlunina. Vallahverfið í Hafnarfirði var næsti áfangastaður og síðan var það rúsínan í pylsuendanum. „Við ætlum að taka smá krók á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll og kíkja í kaffi til konu í Grindavík sem býr alein í nýbyggðri sjö hæða blokk," tilkynnti hann og það brást ekki að allir tóku andköf. Sigling um Jökulsárlón eða ganga á Hvannadalshnjúk í miðnætursól næðu aldrei að toppa þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Hann fékk hugmyndina einn sunnudag þegar fjölskyldan fór í bíltúr um nýju íbúðahverfin á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem hann stóð og virti fyrir sér fokheld hús og grunna sem verktakar höfðu náð að steypa áður en peningarnir kláruðust áttaði hann sig á því að þetta var vannýtt auðlind. Mánuði síðar hafði hann stofnað lítið sprotafyrirtæki og var kominn í blússandi ferðamannabisness. Hann vissi af sambærilegri þjónustu erlendis. Í Úkraínu var til dæmis hægt að panta sér ferðir til draugaborgarinnar Chernobyl svo hann var ekki í nokkrum vafa um að fólk myndi flykkjast til Íslands til þess að skoða íslensku draugahverfin þar sem glænýir steinkumbaldar standa mannlausir í hrönnum. Minnisvarðar um mesta góðæri Íslandssögunnar, afspyrnu ljótan byggingarstíl og skammsýni fámennrar þjóðar sem gleymdi að reikna hversu marga steinsteypta fermetra þarf undir 300 þúsund hræður. Þetta voru dagsferðir sem hann bauð uppá og þær seldust vel. Yfirleitt sótti hann ferðalangana á Keflavíkurflugvöll og brunaði með þá beint í úthverfi borgarinnar sem tóku þögul og mannlaus á móti þeim. Eftir notalega nestispásu í ónotaðri Bauhaus-skemmunni við Vesturlandsveg var brunað upp í Kópavog og þaðan í Garðabæ þar sem ferðalangarnir tóku myndir af sér brosandi fyrir framan óseljanlegar blokkir og kyrrstæða byggingarkrana. Á leiðinni niður í miðbæ var hann vanur að staldra aðeins við í Borgartúninu þar sem hann rukkaði fólkið um nokkrar evrur fyrir að fá að hlusta á tónverkið sem verður til þegar vindurinn blæs í gegnum hálfbyggðan turninn við Höfðatorg. Þaðan var haldið í grunn tónlistar- og ráðstefnuhússins en þar hélt hann stuttan fyrirlestur og sýndi ljósmyndir af ókláruðum nýbyggingum utan höfuðborgarsvæðisins. Svo svaraði hann fyrirspurnum. „Ef þið áttuð svona mikla peninga af hverju byggðuð þið þá svona ljót hús?" var algengasta spurningin og hann kom sér iðulega undan því að svara henni með því að smala liðinu upp í rútuna á ný og rifja upp ferðaáætlunina. Vallahverfið í Hafnarfirði var næsti áfangastaður og síðan var það rúsínan í pylsuendanum. „Við ætlum að taka smá krók á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll og kíkja í kaffi til konu í Grindavík sem býr alein í nýbyggðri sjö hæða blokk," tilkynnti hann og það brást ekki að allir tóku andköf. Sigling um Jökulsárlón eða ganga á Hvannadalshnjúk í miðnætursól næðu aldrei að toppa þetta.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun