Hamilton vill ólmur keppa 12. nóvember 2009 08:02 Lewis Hamilton vill keppa sem fyrst, en verður að bíða næsta árs. mynd: kappakstur.is Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren þurfti að sjá á eftir meistaratitilinum í hendur Jenson Button, en segist hafa lært mikið á stormasömu ári. Það blés ekki byrlega í byrjun, þar sem Hamilton reyndist sekur um óheiðarlega framkomu við dómara í fyrsta móti ársins, þar sem Ólafur Guðmundsson, íslenskur dómari kom við sögu. Hamilton sagði ósátt á fundi með dómurum ásamt liðsstjóra sínum sem var rekinn frá McLaren. Þá virkaði McLaren bíllinn ekki sem skyldi fyrri hluta tímabilsins og þetta fór í skapið á Hamilton á meðan allt gekk eins og í sögu hjá Button. "Ég hef lært mikið um ásetning og markmið. Hluti sem maður tekur sem sjálfsagðan hlut þegar vel gengur. En ég hef vaxið mikið sem persóna og ökumaður á þessu ári. Ég hef þroskast á erfiðleikunum", sagði Hamilton um gang mála í ár. "Í raun hefur þetta orðið til þess að ég hef færst nær samstarfsmönnum mínum og við verðum sterkari en ella á næsta ári. Höfum vaxið saman. Ég ætla að æfa af kappi í vetur, bæði heima og í sérstöku verkefni í Finnlandi. Vill mæta enn sterkari á næsta ári." "Ég gæti alveg hugsað mér að keppa strax í næstu viku. Ég elska bara Formúlu 1 og get bara ekki beðið eftir að keyra McLaren bílinn á ný", sagði Hamilton glahðhlakkalega. Sjá mótaskrá 2010 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren þurfti að sjá á eftir meistaratitilinum í hendur Jenson Button, en segist hafa lært mikið á stormasömu ári. Það blés ekki byrlega í byrjun, þar sem Hamilton reyndist sekur um óheiðarlega framkomu við dómara í fyrsta móti ársins, þar sem Ólafur Guðmundsson, íslenskur dómari kom við sögu. Hamilton sagði ósátt á fundi með dómurum ásamt liðsstjóra sínum sem var rekinn frá McLaren. Þá virkaði McLaren bíllinn ekki sem skyldi fyrri hluta tímabilsins og þetta fór í skapið á Hamilton á meðan allt gekk eins og í sögu hjá Button. "Ég hef lært mikið um ásetning og markmið. Hluti sem maður tekur sem sjálfsagðan hlut þegar vel gengur. En ég hef vaxið mikið sem persóna og ökumaður á þessu ári. Ég hef þroskast á erfiðleikunum", sagði Hamilton um gang mála í ár. "Í raun hefur þetta orðið til þess að ég hef færst nær samstarfsmönnum mínum og við verðum sterkari en ella á næsta ári. Höfum vaxið saman. Ég ætla að æfa af kappi í vetur, bæði heima og í sérstöku verkefni í Finnlandi. Vill mæta enn sterkari á næsta ári." "Ég gæti alveg hugsað mér að keppa strax í næstu viku. Ég elska bara Formúlu 1 og get bara ekki beðið eftir að keyra McLaren bílinn á ný", sagði Hamilton glahðhlakkalega. Sjá mótaskrá 2010
Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira