Button heimsmeistari í Formúlu 1 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. október 2009 17:59 Jenson Button fagnar heimsmeistaratitlinum í dag. Nordic Photos / AFP Bretinn Jenson Button tryggði sér í dag í heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1-mótaröðinni er hann varð í fimmta sæti í brasilíska kappakstrinum. Það var Mark Webber á Red Bull sem fagnaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu er hann kom fyrstur í mark í dag. Robert Kubica varð annar, Lewis Hamilton þriðji og Sebastian Vettel fjórði. Button var fjórtándi á ráslínu en náði með frábærri frammistöðu að vinna sig upp í fimmta sætið. Hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn og félagi hans hjá Brawn GP, Rubens Barrichello, lenti í vandræðum seint í keppninni og datt niður í áttunda sætið. Vettel átti einnig mjög góða keppni en hann var enn aftar í rásröðinni en Button. Hann kom sér upp í annað sæti stigakeppni ökuþóra með stigin sem hann hlaut fyrir fjórða sætið. Button er með 89 stig þegar einni keppni er ólokið, Vettel 74 og Barrichello 72. Formúla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Jenson Button tryggði sér í dag í heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1-mótaröðinni er hann varð í fimmta sæti í brasilíska kappakstrinum. Það var Mark Webber á Red Bull sem fagnaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu er hann kom fyrstur í mark í dag. Robert Kubica varð annar, Lewis Hamilton þriðji og Sebastian Vettel fjórði. Button var fjórtándi á ráslínu en náði með frábærri frammistöðu að vinna sig upp í fimmta sætið. Hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn og félagi hans hjá Brawn GP, Rubens Barrichello, lenti í vandræðum seint í keppninni og datt niður í áttunda sætið. Vettel átti einnig mjög góða keppni en hann var enn aftar í rásröðinni en Button. Hann kom sér upp í annað sæti stigakeppni ökuþóra með stigin sem hann hlaut fyrir fjórða sætið. Button er með 89 stig þegar einni keppni er ólokið, Vettel 74 og Barrichello 72.
Formúla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira